Flughræðsla

Það er ekkert gaman mál að vera flughræddur.  Ég þjáðist af þessu lengi vel og vegna starfa minna sem framkvæmdastjóri á Bíldudal í 18 ár og stjórnarmaður í stóru sölufyrirtæki á sjávarafurðum, þurfti ég að ferðast mikið í flugi.  Lengi vel hélt ég þessu niðri með því að vera alltaf með pela af áfengi á mér og fá mér hressilega úr honum áður en ég fór uppí flugvél.  Þar sem ég þurfti auðvitað að vera allsgáður er ég var að fara til Reykjavíkur frá Bíldudal vegna minna starfa  og gat ég auðvitað ekki farið að hitta og ræða við þá aðila sem ég þurfti strax við komu til Rvík. og varð því að fresta öllu slíku þar til daginn eftir.  En svo kom auðvitað að því að ég sá að þetta gat ekki gengið lengur og leitaði mér aðstoðar hjá geðlæknir vegna þessarar hræðslu og eftir það og með mörgum flugferðum hef ég ekki fundið fyrir þessu.  En ég ætla að segja hér frá nokkrum flugferðum frá þeim tíma þegar þetta þjakaði mig sem mest:

Einu sinni var starfandi flugfélag sem hét Vængir hf. og var með áætlunarflug til Bíldudal og fleiri staða og notaði tvær gerðir af flugvélum sem voru af gerðinni, Dornier 9 farþega og Twin Otter 19 farþega.  Þetta voru góðar og traustar vélar en fjárhagur þessa flugfélags var orðinn mjög erfiður og á mörkum þess að félagið héldi flugrekstrarleyfi sínu.  Hjá þessu félagi störfuðu margir mjög góðir flugmenn og þeir reyndu að gera allt sem þeir gátu til að létta undir með þessu félagi, hlóðu vélarnar sjálfir og affremdu á komustað og jafnvel sættu sig við að fá ekki laun sín alltaf greidd á réttum tíma.  Einu sinni um miðjan vetur og talsverðu frosti var ég á leið frá Rvík. til Bíldudals og þá var farið með minni vélinni.  Það var ekið út á brautarenda á flugvellinum og stoppað þar og virtust flugmennirnir vera að fara yfir tékklista, svo sett á fulla ferð og átt ég ekki von á öðru en fljótlega færi vélin í loftið en allt í einu er hætt við flugtak og vélin stöðvuð og ekið að flughlaðinu hjá þessu flugfélagi og okkur var tilkynnt að það yrði aðeins bið og við ættum að bíða í vélinni.  Þegar vélin hafði stöðvast opnar flugstjórinn hurð og hoppar út, það komu einhverjir menn út og miðað við allt handapatið hjá flugstjóranum og þar sem hann hafði ekki lokað alveg hurðinni mátti heyra að mikið rifrildi var í gangi og sást að flugstjórinn var farinn að steyta hnefana framan í ákveðinn mann og af einhverjum ástæðum færðust þessir tveir menn stöðugt nær flugvélinni og fór maður þá að heyra um hvað verið var að rífast og við heyrðum flugstjórann hrópa framan í þennan mann,"Þú áttir að sjá um að vélin væri fyllt af eldsneyti og merktir meira að segja við að það væri búið og það er ekki þér að þakka að ekki varð af þessu stórslys því þegar ég ætlað að lyfta vélinni af brautinni snarféll eldsneytismælirinn."  Já sjáðu til sagði hinn heldur aumur"Ég reyndi, en lokið var svo frosið að ég gat ekki opnað það"  Var nú beðið góða stund eftir að eldsneyti væri sett á vélina og síðan farið í loftið og allt gekk vel, en alla leiðina var ég nánast stjarfur af hræðslu og hugsaði um það eitt.  Hvort eitthvað annað hefði gleymst.

Nokkru síðar var ég aftur á leiðinni vestur með sama flugfélagi og nú var farið með stærri vélinni.  Veðrið var ekki gott og spáð versnandi veðri.  Fljótlega eftir flugtak byrjuðu smálæti, flugstjórinn til kynnti að það yrði talsverð ókyrrð á leiðinn og bað alla að hafa sætisbeltin spennt og ekki væri öruggt að hægt yrði að lenda á Bíldudal og sagði að núna væri gott veður á Bíldudal og hann væri að vona að þetta slæma veður yrði ekki komið fyrir vestan þegar þangað væri komið.  En það var eins og veðrið nánast fylgdi okkur alla leið og þegar við erum komin að heiðinni sem er á milli Arnarfjarðar og Barðastrandar tilkynnir flugstjórinn að því miður sé veðrið á Bíldudalsflugvelli orðið frekar slæmt en hann ætli samt að reyna að lenda, en við skyldum vera við því búin að það yrðu sennilega talsverð læti þegar farið yrði að lækka flugið og fara niður í Arnarfjörð.  Þegar flugvélin var komin yfir heiðinna og fór að lækka flugið byrjuðu heldur betur lætin, það var nánast eins og tröllshendur hefðu gripið vélina og hún kastaðist til og frá og stundum fannst manni eins og vélin væri við það að skella utan í hin háu fjöll sem þarna eru og tók ég nú upp vínpelann og drakk hressilega úr honum og þegar flugstjórinn tók síðan stóran sveig út á Arnarfjörð og skellti vélinni nánast á hliðina til að koma rétt í aðflug að flugbrautinni og ég ætlaði að fá mér meiri hressingu vildi ekki betur til en svo að í öllum látunum skvettist uppúr pelanum á þann sem sat við hliðina á mér.  Ég sneri mér að manninum, sem var eldri maður og frekar veiklulegur á að sjá.  Ég bað hann afsökunar og sagðist bara vera svo flugræddur og spurði manninn en hvað með þig, þú situr bara rólegur í öllum þessum látum ertu aldrei hræddur?  Hann svaraði ósköp rólega "Ég var að koma úr læknisskoðun og greindist með krabbamein á svo háu stigi að það verður ekki læknað svo mér er alveg sama hvernig þessi flugferð endar."   Þegar hann hafði lokið þessari setningu renndi flugvélin inná flugbrautina.

Það kom oft fyrir ef ekki hafði verið flogið innanlands í nokkra daga og allar flugáætlanir fór úr skorðum að þegar loks var hægt að fljúga var oft tilkynnt að ekki væri fært til Bíldudals þótt hin raunverulega ástæða væri skortur á flugvélum.  Eitt sinn kom slíkt fyrir hjá mér og þegar veðrið var orðið gott bæði í Rvík. og á Bíldudal gafst ég upp og fór út á Flugskóla Helga Jónssonar, en Helgi er fæddur og uppalinn á Bíldudal og flaug þangað mikið.  Þegar ég kem og hitti Helga og spyr hvort hann eigi leið vestur á firði, hann sagði mér að það hefði nú ekki verið á dagskrá hjá sér þennan dag en bætti svo við að reyndar væri hann með pakka sem þyrfti að komast til Þingeyrar og hann hefði verð að bíða með að fara með pakkann í þeirri von að einhverjir farþegar kæmu líka, því sá sem ætti pakkann vildi ekki borga fyrir sérstakt flug með hann en ef ég vildi borga ákveðna upphæð sem hann nefndi, þá væri sjálfsagt mál að fara með mig vestur og þá gæti hann losað sig við þennan pakka.  Ég var fljótur að reikna það í huganum að þetta værri ekki hærri upphæð en flugfar hjá Vængjum hf. að viðbættum kostnaði við gistingu, mat, bílaleigubíl ofl. í einn sólahring svo ég sagði Helga að ég ætlaði að taka þessu boði.  Hann sagði mér að hann sjálfur væri að fara í flug til Grænlands, sem hann stundaði mikið á þessum árum, og því miður væru allir sínir flugmenn uppteknir í flugi, en hann vissi um einn flugmann sem alltaf væri tilbúinn til að gera sér greiða og sagði einnig að þar sem ég væri bara einn dygði einshreyfils flugvél alveg og sagði mér að mæta á ákveðnum tíma og þá yrði þetta klárt.  Ég fór þá á Hótel Sögu þar sem ég gisti alltaf á þessum ferðum mínum og pakkaði saman mínu dóti, kvittaði undir reikninginn í lobbýinu og fór síðan að skila bílaleigubílnum og var mættur tímarlega á flugvöllinn og var stöðugt að hugsa um að hætta við þetta og hugsunin um einshreyfils flugvél bætti ekki úr, auk þess sem ég var stöðugt að hugsa um hver flugmaðurinn yrði og taldi orðið næsta öruggt að það yrði einhver sem væri nýbúinn að ljúka flugnámi  og kynni lítið sem ekkert og reynslulaus.  Þegar ég sit þarna í öllum mínum neikvæðu hugsunum er allt í einu opnuð hurðin og inn snarast maður og býður hressilega góðan daginn og gengur að afgreiðsluborðinu og segir við konu sem þar var.  Er Jakob mættur? því hann Helgi hringdi í mig og bað mig að skreppa eina ferð vestur á firði og sagði mér að allt yrði klárt þegar ég kæmi.  Konan kannaðist vel við málið og afhendir honum einhver gögn og nefnir hvaða flugvél hann eigi að nota.  Maðurinn segir "Nú er það þessi elska sem ég fæ í dag og spyr síðan en hvar er Jakob?"  Hún bendir á mig og segir hann situr þarna.  Maðurinn snýr sér þá við og gengur til mín og réttir mér höndina og kynnir sig sem í raun var óþarfi því ég þekkti manninn strax, en hann segir ég heiti Vilhjálmur Vilhjálmsson og er flugmaður og söngvari og tók þétt í hendina á mér, og sagði við skulum drífa okkur af stað með stæl.  Við fórum út í flugvélina og eftir eðlilegan undirbúning vorum við komnir á loft og þegar við vorum komir í eðlilega flughæð fór Vilhjálmur að syngja og naut þess greinilega að fljúga enda veðrið sérstaklega gott sól og blíða.  Þegar við erum að fara yfir Snæfellsnesið byrjar smá ókyrrð og um leið byrjar flughræðslan og ég gríp fast í stólinn sem ég sat í,  Vilhjálmur tekur eftir þessu og segir þetta er nú allt í lagi það er bara alltaf hérna talsvert uppstreymi frá fjöllunum.  Síðan segir hann allt í einu og snýr sér að mér, "Ertu flughræddur?"  Ég gat ekki annað en játað því og þá spurði hann aftur,  "Ertu ekki með vínpela í skjalatöskunni eins og svo margir sem eru flughræddir?"  þegar ég svaraði því játandi og spurði, er þér sama þótt ég fái mér sopa?  Þá rak Vilhjálmur upp skellihlátur og sagði:  "Auðvitað er mér nákvæmlega sama, heldur þú að ég hafi aldrei sé fólk drekka vín og óþarfi að vera að pína sig ef manni líður illa."  Ég dró þá upp pelann og fékk mér góðan sopa og Vilhjálmur hélt áfram að syngja og einbeita sér að fluginu og lenti með mig á Bíldudalsflugvelli og flaug svo af stað aftur til að skila pakkanum til Þingeyrar.  Þessi flugferð hafði mikil áhrif á mig bæði að ég sat við hlið flugmannsins og Vilhjálmur gerði þetta allt af svo miklu öryggi, gleði og trausti.  Svo þegar við bættist meðferðin hjá geðlæknir, fór smátt og smátt hverfa þessi flughræðsla mín og mörg ár síðan hún var að öllu horfin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Sæll Jakob. Takk fyrir skemmtilega sögu eins og svo oft áður. Búinn að setja þig með hlekk inn á xf.is

Má ég setja þennan pistil þar inn til gamans?

Kveðjur bestar

Magnús Þór Hafsteinsson, 25.9.2007 kl. 12:06

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já allt í lagi Magnús,

Kveðja Jakob

Jakob Falur Kristinsson, 25.9.2007 kl. 12:37

3 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Komin myndskreytt og fín á www.xf.is!

Magnús Þór Hafsteinsson, 25.9.2007 kl. 16:31

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ja hérna Jakob, heppin var ég að lenda ekki í að ferðast með tér um loftin blá á meðan ég bjó fyrir vestan :) í tau örfáu skipti sem ég turfti að fljúga hélt ég að ég myndi sk... hjartanu af skelfingu , hef reyndar ekki mikla löngun til að fljúga vestur tó mér líki alveg prýðisvel að ferðast loftleiðina

Guðrún Jóhannesdóttir, 26.9.2007 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband