Pungapróf

Hér er gott dæmi um lög sem verið er að breyta með plástrum í  flýti og dæmið ekki skoðað í heild sinni.  Frá og með næstu áramótum gildir þetta próf einungis til að stjórna skipum sem ekki eru lengri en 12 metrar sama hvað það er breytt eða djúpt.  Þannig að stærðin sem slík skiptir ekki máli heldur lengdin.  Ég get ómögulega skilið hvaða hugsun er þarna á bak við, því margir af okkar nýjustu krókabátum fara yfir 12 metra en ná samt ekki að vera stærri en 15 brúttótonn  og margir af okkar eldri eikarbátum eru 16-18 metrar og eru innan við 30 rúmlestir.  Fyrir nokkrum árum var gerð breyting að þeir sem höfðu skipstjóraréttindi til að stjórna 30 rúmlesta skipum, fengu aukin réttindi til skipstjórnar og máttu þá vera skipstjórar á 50 rúmlesta skipum, en þetta gilt aðeins hvað varðaði farþegaskip en ekki fiskiskip.  Ég hefði nú haldið að því fylgdi meiri ábyrgð að vera skipstjóri á 50 brl. farþegaskipi en fiskiskipi og átti frekar von á því að næsta breyting varðandi þetta próf yrði sú að samræma þetta og láta þetta próf líka gilda um 50 brl. fiskiskip en ekki snúa þróuninni við.  Ég skal alveg viðurkenna að víða hefur verið farið frjálslega með þetta námskeið til þessa prófs víða um land og mun meiri kröfur hafa verið gerðar í Fjöltækniskólanum en víða annars staðar, en hefði þá ekki verið eðlilegra að herða reglur og samræma námsskrá til að allir væru í raun að taka sama prófið  heldur en að gera þessa vitleysu.  Til að skip sé gott sjóskip og nokkuð öruggt þarf að vera ákveðið samræmi í lengd, breidd og dýpt en þessi lagabreyting verður til þess að nú verður farið að smíða svokallaða krókabáta þannig að þeir fari ekki yfir 12 metra að lengd og öll áhersla verður lögð á breiddina, burt séð frá því hvernig slíkir bátar fari í sjó eða hvað öryggir þeir verða.  Þetta er að mínu mati hið mesta rugl og margt bendir til þess að þeir sem sömdu þetta hafi aldrei á sjó komið.
mbl.is Sexfalt fleiri taka pungapróf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Fjöltækniskólinn er undir stjórn Samherja hf, og LÍÚ og þaðan kemur öll vitleysan.

Markmiðið er að koma á fót skipstjórnarskóla á Akureyri í kompu Samherja hf, til að tryggja að þeir einu fái mentun í þeim fræðum sem herrunum eru þóknanlegir.

Lýðurinn getur tekið sín pungapróf á mölinni.

Níels A. Ársælsson., 26.9.2007 kl. 10:39

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er mjög trúleg skýring á þessari vitleysu Níels.

Jakob Falur Kristinsson, 26.9.2007 kl. 11:18

3 identicon

Hvaða neikvæðni er þetta, það eru allir að fara stunda skútusiglingar milli Evrópu-Eskifjarðar, mjög svo arðbært enda markaðráðandi aðili nýdottinn út af markaðnum inná Hraunið.

Johann ingi Sigtryggss 26.9.2007 kl. 11:22

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er ekki neikvæðni, heldur skynsemi, Jóhann Ingi.

Jakob Falur Kristinsson, 26.9.2007 kl. 11:55

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég gleymdi að bæta við að þetta próf gefur ekki réttindi til að sigla skútum milli landa og ég er hræddur um að skúta sem væri undir 12 metrum væri ekki henntug í siglingar yfir Atlantshafið,

Jakob Falur Kristinsson, 26.9.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband