Hagstjórn

Pantanir á varanlegum neysluvörum í Bandaríkjunum, svo sem flugvélum, bílum og fjarskiptabúnaði drógust saman um 4,9% í ágúst og þarf að leita sjö mánuði aftur í tímann til að finna meiri samdrátt á milli mánaða.  Þetta kemur fram í hálf fimm fréttum Kaupþings. 

Þrátt fyrir að þetta hafi verið meiri lækkun en búist var við hækkuðu hlutabréf á Wall Street, þegar viðskipti hófust þar í dag vegna væntinga að Seðlabankinn bandaríski lækki vexti frekar til að örva efnahagslífið. 

Ég held að hæstvirtur Seðlabankastjóri Davíð Oddson ætti að eyða meir tíma í að fylgjast með þar sem menn víða um heim eru að gera góða hluti varðandi hagstjórn.  Heldur en að sitja í sínu horni og gera grín og kasta skít í sína fyrrum félaga og samstarfsmenn.  Mig grunar að Davíð hafi hreinlega ekki hundsvit á efnahagsstjórn og þess vegna er hann að stunda þessa iðju sína af kappi til að reyna að leiða huga fólks frá því hve heimskur hann virðist vera.


mbl.is Pantanir á varanlegum neysluvörum í Bandaríkjunum dragast saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er hagstjórnin góð í Bandaríkjunum?

Í hvaða fyrrum félaga og samstarfsmenn er DO að gera grín að og kasta skít í?

 Af hverju er það viðtekin venja að tala um Seðlabankann og DO sem einn og sama hlutinn?  Eins og DO taki ákvarðanir og geri greiningar sérfræðinganna.

E 26.9.2007 kl. 22:35

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hún er örugglega mun betri en hér á landi a.m.k. kunna þeir önnur ráð en bara að hækka vexti.  Davíð hefur verið óspar á að gagnrýna hinar svokölluðu Mótvægisaðgerðir, núverandi ríkisstjórnar og ég veit ekki betur en í þeirri stjórn sitji fyrrum félagar og samstarfsmenn Davíðs.  Alla veganna tel ég að Geir H. Haarde, Árni Matthíssen og Einar K. Guðfinnsson hafi áður verið samstarfsmenn Davíðs Oddssonar.  Því miður hlustaði ég ekki mikið á útvarp í dag en mér skilst að Davíð hafi farið nánast hamförum á einni útvarpsstöðinni og talið að sumt af því sem þessir ráðherrar eru að vinna að í dag væri tómt rugl og vitleysa og nefndi sérstaklega Vestfirði í því sambandi en einn þessara manna er nú ættaður þaðan og á þar sitt lögheimili.

Ástæða þess að yfirleitt er rætt um Seðlabankann og Davíð sem einn og sama hlutinn er sú að Davíð Oddsson er aðalbankastjóri Seðlabankans og kemur fram fyrir hans hönd og kann oft ekki að skilja á milli sinna eigin skoðana og þess sem honum er falið að koma á framfæri fyrir hönd bankans.  Hann hefur margoft fallið í þá gryfju er hann kemur fram f.h. bankans og er þá að túlka það sem sérfræðingar bankans hafa lagt upp í hendurnar á honum, þá á hann það til að koma með einhverja athugasemd frá eigin brjósti og ég skal segja þér Hr. E IP-tala eitthvað, að ástæðan hjá Davíð er ósköp einföld, en hún er sú að maðurinn er fífl.

Jakob Falur Kristinsson, 27.9.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband