Vægur dómur

Eins og ég kom inn á í grein hér fyrr í dag virðast íslenskir dómstólar haldnir ákveðinni þráhyggju þegar kemur að því að kveða upp dóma í álíka málum.  Þeir eru hafðir eins vægir og mögulegt er og þessi dómur er því miður enn eitt dæmið.  Tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og tíu þúsund í sakarkostnað fyrir að misþyrma fyrrverandi sambýliskonu sinni, þetta er til skammar og sem afsökun á þessu nota dómarar það að maðurinn játaði brot sitt skilyrðislaust.  Hvað er eiginlega orðið að, á ég að trúa því að það sé möguleiki fyrir dómstólum að koma með einhver skilyrði fyrir því að játa á sig brot sem menn hafa sannarlega framið og fá þannig vægari dóm.  Get ég farið og drepið næsta mann og komið síðan með einhver skilyrði ef ég ætla að játa brot mitt og krafist að fá vægan dóm, ef ekki verði gengið að mínum skilyrðum játi ég aldrei.  Hvers konar andskotans bull og kjaftæði er þetta að verða.  Ég er kominn á þá skoðun að karlmenn séu óhæfir í að dæma í svona málum og jafnvel ætti að setja í lög að slík mál væru dæmd af konum.  Því það er eins og alltaf komi upp þessi karlrembuhugsun "Konan hefur sennilega boðið upp á þetta sjálf."  Þetta er líka stórhættuleg þróun, því eftir sem svona rugldómum fjölgar myndast sterkari réttarvenja og þetta verður vítahringur sem alltaf verður verra og verra að komast út úr.  Með svona dómum er einfaldlega verið að senda út í þjóðfélagið þau skilaboð: "Það er allt í lagi að berja og misþyrma konum, þær hafa svo gaman af því." 
mbl.is Skilorð fyrir árás á sambýliskonu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband