Öryrkjar

Nú hefur Öryrkjabandalag Íslands sent ríkisstjórn óskir sínar um að bæta hag okkar öryrkja og gerir það nú áður en fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár verður tekið til afgreiðslu.  En Alþingi mun koma saman til fundar þann 1. október n.k. og samkvæmt venju er fjárlagafrumvarpi alltaf eitt af fyrstu málum hvers þings.  Ekki get ég verið sammála fréttum að hér sé um að ræða kröfur frá öryrkjum, því þær breytingar sem óskað er eftir eru samhljóma þeim loforðum sem núverandi stjórnarflokkar gáfu kjósendum fyrir síðustu kosningar til Alþingis.  Það sést best á því að á þau loforð var hlustað og trúað, því fyrirhugað sérframboð aldraðra og öryrkja var dregið til baka í trausti þess að þeir frambjóðendur sem þessu lofuðu myndu standa við sín orð eftir kosningar.  Ekki er hægt að segja að í þessari beiðni Öryrkjabandalagsins felist stórkostleg hækkun á bótum til öryrkja.  Það eina sem farið er fram á að okkur verði gert kleyft að lifa eðlilegu lífi miðað við lámarksframfærslu án þess að þurfa í hverjum mánuði að biðja okkar ættingja og vini um fjárhagsaðstoð og við fáum að njóta þess munaðar í okkar lífi að verða aftur virk í samfélaginu með því að fara út á vinnumarkaðinn, þeir sem það geta og stundað heiðarlega vinnu en þurfa ekki að vera sífellt að leita eftir svartri vinnu sem hvergi kemur fram eins og margir þurfa nú að gera.  Ég t.d. er með menntun á sviði bókhalds og fjármála og gæti þess vegna stundað slíka vinnu þrátt fyrir mína fötlun en hef ekki fram til þessa getað nýtt þessa menntun mína og getu eins og okkar málum er háttað í dag því ég hef aldrei á minni ævi stundað skattsvik og vil þess vegna ekki viljað taka að mér svarta vinnu þótt mér hafist boðist það.  Ég fór í fyrra að vinna hjá ákveðnu fyrirtæki og gætti þess að vinna fyrir ekki hærri upphæð en sem næmi kr. 300 þúsund en það er sú upphæð sem við öryrkjar megum hafa í tekjur á ári án þess að bætur skerðist.  Ég hætti í þessu starfi eingöngu til þess að fara ekki yfir þessa upphæð, en í sumar fékk ég það staðfest að þetta hefði ekki tekið gildi fyrr en 1.7. 2007 en ég misskildi þessa umræðu á sínum tíma og hélt að það hefði verið 1.7. 2006 og nú veit ég að innan skamms fæ ég rukkun frá Tryggingastofnun um endurgreiðslu á nánast allri þeirri upphæð sem ég vann fyrir og ég sé að það mun reynast mér næsta vonlaust miðað við óbreytt ástand.  Þegar þessi beiðni kom frá Öryrkjabandalagi Íslands og sagt frá í fréttum að væri krafa en ekki beiðni var strax farið að velta því fyrir sér hvað þetta gæti kostað og einhverstaðar var talan 50 milljarðar nefnd í því sambandi.  En í raun er ómögulegt að reikna þetta út af einhverri nákvæmni, því við það eitt að öryrkjar, sem það geta fari út á vinnumarkaðinn (óþekkt stærð) kemur líka til baka skattar af þeirri vinnu og aukin hagur öryrkja leiðir til þess að öryrkjar eins og annað fólk greiðir óbeina skatta vegna sinnar neyslu á vörum og þjónustu.  Það er nógu slæmt að hafa lent í slysi eða öðrum áföllum og orðið öryrki svo ekki bætist nú við að þurfa það sem eftir er lífsins að standa á hliðarlínunni og vera nánast bannað að taka eðlilegan þátt í okkar þjóðfélag.  Þessi beiðni Öryrkjabandalagsins er ósköp hógvær og er eingöngu verið að fara fram á að núverandi stjórnarflokkar standi við sín kosningarloforð.  Er það mikil krafa eða óeðlileg?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

Eðlileg krafa,,enda tilheyri ég þessum hóp! Tímabært að standa við sín loforð.

Unnur R. H., 28.9.2007 kl. 08:39

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þó það nú væri.

Jakob Falur Kristinsson, 28.9.2007 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband