Mótvægisaðgerðir

Mikið hafa hinar svokölluðu "Mótvægisaðgerðir"ríkistjórnarinnar vegna niðurskurðar á þorskkvóta, verið í umræðunni undanfarna daga og sitt sýnist hverjum.  í fyrrakvöld tókust á í sjónvarpi þeir Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ og var þar mjög kröftug umræða og má segja að Össur hafi nánast valtrað yfir andstæðing sinn og var Friðrik orðinn náfölur í framan og virtist nánast skíthræddur við Össur þegar þættinum lauk.  Í gærmorgun fór Davíð Oddsson síðan að koma með á Bylgjunni stórar yfirlýsingar um hvað þessar aðgerðir væru vitlausar, mál sem honum kemur ekkert við og hann VERÐUR að fara að skilja það hann Davíð að hann er hættur í stjórnmálum að eigin ósk.  Í fréttum í gærkvöldi sá Einar K. Guðfinnsson sig knúin til að svara bæði Friðrik og Davíð og að vanda gerði Einar Kristinn það á sinn rólega og yfirvegaða hátt. 

Í gærkvöldi var svo annar umræðuþáttur um sama efni og þar tókust á Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins og Arnbjörg Sveinsdóttir, alþm. og formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis.  Ósköp var þetta nú litlaus umræða og Arnbjörg sem var mætt til að verja þessar aðgerðir, eins og Össur kvöldið áður.  Það var nánast sama hvað Sævar nefndi, alltaf byrjaði Arnbjörg á sömu setningunni sem var; Ég get að sjálfsögðu tekið undir þetta hjá Sævari og er honum sammála en samt....................."  Það var svo greinilegt að Arnbjörg hafði ekki mikla þekkingu hvað varðar sjávarútveginn og þessum þætti lauk með því að Arnbjörg varð skák og mát.  Hvernig í ósköpunum dettur fólki eins og Arnbjörgu Sveinsdóttir að gefa kost á sér sem formaður í nefnd þar sem koma til umfjöllunar mál sem hún veit greinilega ekkert um eða varð hún bara svona hrædd við Sævar Gunnarsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband