Kvótakerfið

Það er ekki margt sem bendir til að núverandi stjórnvöld ætli að gera neinar breytingar á kvótakerfinu sem oft er verið að fullyrða að sé það besta í heimi.  Gallar þess séu svo litlir á móti öllum kostunum þess.  Á heimasíðu LÍÚ er sérstakur liður þar sem tekin eru fyrir öll sú gagnrýni sem hefur komið fram á kvótakerfið og á að sannfæra lesendur um ágæti þess og hvað öll gagnrýni sé nú vitlaus.  Ekki ætla ég að fara að telja hér upp allt það sem þarna stendur, því mér er alveg sama hvaða rökleysu LÍÚ-menn setja á sína heimasíðu það er þeirra mál og þótt félagar í LÍÚ þurfi að láta mata sig á því hvaða skoðun þeir eigi að hafa á það ekki við um mig.   Mér nægir alveg að nota mína eigin skynsemi, sem kannski er ekki mikil til að mynda mér mína eigin skoðun á þessu kvótakerfi og ætla að byrja á byrjuninni.  Fyrstu lög um stjórn fiskveiða voru sett 1984 og áttu þá að vera skammtíma aðgerð, sem einkum var hugsuð til verndar þorskstofninum,  síðan hafa verið gerðar ótal breytingar og nú síðast með lögum nr. 116 sem tóku gildi í ágúst 2006.  Það má segja að með lögunum nr. 38/1990 hafi núverandi kvótakerfi verið fest varanlega í sessi en þá tók gildi hið svokallaða frjálsa framsal á veiðiheimildum og í framhaldi af því var þeim sem höfðu yfir aflaheimildum að ráða veitt leyfi til að nota sér þau, sem veð fyrir lántökum og hófst nú af fullum krafti allt braskið með kvótann sem sumir vilja kalla hagræðingu.  Á þeim rúmu 20 árum frá því þetta kerfi byrjaði hefur stöðugt verið fjölgað þeim tegundum sem þetta kerfi nær til og jafnvel höfum við kvótasett veiðar á alþjóðlegum hafssvæðum.  Má þar nefna rækjuveiðar á Flæmska hattinum, veiðar úr norsk-íslensku síldinni og úthafsveiðar á karfa.  Í gengum allar þær lagabreytingar sem hafa verið gerðar í þessi rúmu 20 ár hafa alltaf 1.og 2. greinar verið óbreyttar en þær eru:

1.gr.

Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.  Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.  Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum mynda ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

2.gr.

Til nytjastofna samkvæmt lögum þessum teljast sjávardýr svo og sjávargróður, sem nytjuð eru í íslenskri landhelgi og sérlög gilda ekki um.  Til fiskveiðilandhelgi Íslands telst hafssvæðið frá fjöruborði að ytri mörkum efnahagslögsögu Íslands, eins og hún er skilgreind í lögum nr. 41  1. júní 1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn.


Margir eru orðnir svo ruglaðir varðandi þessi lög að meira að segja að einstaka þingmenn og fulltrúar frá Háskóla Íslands hafa haldið því fram opinberlega að tilgangur laganna hafi aldrei haft neitt með verndun fisks, búsetuþróun eða atvinnu, að gera.  Þau hafi verið sett eingöngu til að hægt væri að hagræða í sjávarútveginum.  En ég spyr var ekki hægt að hagræða í sjávarútvegi fyrir daga kvótakerfisins ?  Hver bannaði það ? Ég veit ekki um einn einasta útgerðarmann sem var að gera út fleiri skip en hann taldi sig þurfa, það var enginn að gera út og veiða fisk af því það væri svo gaman.  Nei ástæðan fyrir þeirri hagræðingu sem átt hefur sér stað er einfaldlega sú, að þegar handhöfum veiðiheimilda var heimilt að fénýta það sem þeir ekki áttu, fór hið alræmda kvótabrask á fulla ferð.  Um leið og menn sáu gróðravon urðu margir til að nýta sér það og fóru út úr sjávarútveginum og margir með einhverja milljarða í vasanum og var þá ekkið mikið spurt um hag þeirra sem bjuggu víða um land og höfðu með sinni vinnu skapað mörgum útgerðarmanninum sinn kvóta.  En hefur hagræðing undanfarin ár verið eingöngu í sjávarútvegi ? Nei auðvitað ekki, það hefur átt sér mikil hagræðing og sameining fyrirtækja í mörgum öðrum atvinnugreinum, t.d. hjá bankastofnunum, í verslun og þjónustu.  Ekki hefur þurft kvótakerfi þar og er því allt tal um hagræðingu og sameiningu í sjávarútvegi sé kvótakerfinu að þakka, bara bull og kjaftæði til að reyna að breiða yfir öll mistökin og vitleysuna.  Hvað blasir nú við í dag eftir rúm 20 ár í tilraunastarfsemi ?  Það er ekki bjart yfir, þorskstofnin að hruni komin og útgefin þorskvóti sá minnsti frá því þessi vitleysa hófst.  Á síðasta fiskveiðiári náðist ekki að veiða útgefnar aflaheimildir og munu um 50 þúsund tonn hafa verið óveidd 31. ágúst, hluti af þessu hefur verið færður á milli ára en annað fellur ónýtt niður.  Þetta á við um tegundir eins og Ýsu, Ufsa, Úthafsrækju og nokkrar kolategundir, til hvers er verið að hafa aflakvóta á þeim tegundum sem við náum ekki að veiða?  Hvaða hagsmuni er verið að verja?  Þetta eru friðunaraðgerðir sem ég ekki skil, því á meðan ekki er veitt af öðrum tegundum eins og fiskifræðingar ráðleggja, þeim mun erfiðara verður að byggja upp þorskstofninn, því allar fisktegundir eru í harðri baráttu um fæðuna í hafinu.  Hvernig ætlum við að byggja upp þorskstofninn á sama tíma og allt stefnir í að veiðar á loðnu verði stórauknar og með því minnkar fæðan í hafinu.  Nú er í einu og öllu farið eftir ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar varðandi kvótaúthlutun fyrir fiskveiðiárið 2007/2008 og hvað ætla menn að gera á fiskveiðiárinu 2008/2009 ef þá kemur tillaga um meiri niðurskurð á þorskkvóta.  Ætlum við að halda þessari vitleysu kannski áfram næstu 20 ár líka?  Er ekki kominn tími til að láta heilbrigða skynsemi ráða og skoða hlutina upp á nýtt og leggja niður þetta kvótakerfi og reyna allt aðra hluti.  Það er sama til hvaða ráða við munum grípa, að allt er betra en núverandi vitleysa.  Eða ætlum við kannski að eyða hátt í 50 árum í að útrýma þorskstofninum við Ísland endanlega?  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Langaði bara að seigja þér á að myndirnar þínar eru spennandi og flottar en þær eru of litlar, er hægt að stækka þær, ?

Fríða Eyland, 3.10.2007 kl. 14:33

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sjálfsagt er hægt að stækka þær, en ég kann það bara ekki, þær voru upphaflega stærri en þurfti að minnka þær þegar þær voru settar í mynda-albúmin.

Jakob Falur Kristinsson, 3.10.2007 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband