Stefnuræða forsætisráðherra

Þá er komið að því að Geir H. Haarde flytur stefnuræðu sína í kvöld og verður umræðunni, sem stendur í tvær klukkustundir, útvarpað og sjónvarpað í Ríkisútvarpinu.   Ræðumenn auk Geirs verða:

Sjálfstæðisflokkur:  Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Samfylkingin:  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir og Kristján Möller, samgönguráðherra og formaður þingflokks Siglfirðinga.

Vinstri hreyfingin Grænt framboð:Steingrímur J. Sigfússon, Álfheiður Ingvadóttir og Kolbrún Halldórsdóttir.

Framsóknarflokkur:  Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir og Bjarni Harðarson.

Frjálslyndi flokkurinn:  Guðjón A. Kristjánsson, Jón Magnússon og Grétar Mar Jónsson.

Þótt ég hafi gaman af að fylgjast með störfum Alþingis er þetta eitt af því leiðinlegasta sem nokkur maður getur hlustað á og ég skil ekki að Ríkisútvarpið skuli eyðileggja nær heila kvölddagskrá sjónvarpsins fyrir svona helvítis kjaftæði.  Ég er sem betur fer með Stöð 2 og get því horft á hana á meðan þessi vitleysa gengur yfir.  Þetta er alltaf eins á hverju ári.  Ekkert nýtt kemur fram hjá forsætisráðherra sem ekki er nú þegar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.  Allir stjórnarþingmenn munu að vanda lofsyngja ræðu Geirs og stjórnarandstaðan gagnrýnir og gagnrýnir.  Sem sagt tilgangslaust rugl sem ekki hefur nokkra þýðingu.  Svo er Sturla Böðvarsson að tala um að auka þurfi traust almennings á störfum Alþingis.  Ekki mun svona hundleiðinlegt leikrit á hverju ári auka traust eða virðingu Alþingis.


mbl.is Stefnuræða forsætisráðherra flutt í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jakob. Mig langaði bara að segja að ég er alveg ósammála þér  í sambandi við þessa eldhúsdagsumræðu. Ég hef mjög gaman af að fylgjast með þessum umræðum og dást að því hvað við eigum frambærilega menn á þingi ( konur eru líka menn). Mér finnst að þeir séu að vanda sinn málflutning og taki meira mark á sjálfum sér og öðrum í þessum umræðum, mun meira en í einhverju hanaati (eða hænu) í kjaftaþáttum  þar sem spyrlar eru um það bil að sleppa sér af æsingi og nenna ekki að bíða eftir svari hvað þá annað. Fyrirgefðu sletturekuskapinn en ég hef skemmt mér vel við lesningu greina þinna á xf.is Ég var eitt sinn mjög flughrædd en lagaði það með að læra að fljúga.. góða skemmtun á stöð 2 í kvöld. Hvað er á dagskránni?  Simpsons eins og svo oft áður ? :) :) bara að grínast...

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.10.2007 kl. 18:34

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já Simpsson verður á báðum stöðvum í kvöld og margir á RÚV

Jakob Falur Kristinsson, 2.10.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband