Tölvur

Ég var að horfa á mjög fróðlegan þátt í sjónvarpinu fyrir stuttu, sem fjallaði um tölvur og alveg ótrúlegt hvað þær eru notaðar mikið í okkar daglega lífi án þess að við gerum okkur nokkra grein fyrir því.  Þær eru í bílum, mörgum heimilistækjum, flugvélum, skipum, stýra ljósum á heimilum og ég veit ekki hvað og hvað, þær eru allstaðar.   

Nú er kominn upp hópur í Bandaríkjunum sem kalla sig "nördana"  sem kemur til af því að í skóla gekk þessi hópur undir því nafni vegna þess að þeir nýttu allan sinn tíma við lestur og nám.  Nú stofna þeir hvert fyrirtækið eftir annað til að aðstoða fólk í öllum þessum tölvumálum, því þeir lesa allar handbækur varðandi allt það sem viðkemur tölvum sem hinn almenni notandi nennir ekki að gera, og er þetta orðinn mörg fyrirtæki sem hafa vaxið ótrúlega hratt og græða mikið.  Það er orðið svo að hinn venjulegi notandi er orðinn í hinum mestu vandræðum með að stilla sitt nýja sjónvarpstæki.  Hver kannast ekki við allar þær fjarstýringar sem oft liggja á borðum í sjónvarpsherbergjum, ein fyrir sjónvarpið, ein fyrir útvarpið, ein fyrir DVD og áfram mætti telja.  Nú er komið á markað ný fjarstýring sem á að sameina þetta allt svo að aðeins dugar ein fyrir öll tækin, en í stað þess að gera hlutina einfaldari með einni fjarstýringu, verður það enn flóknara.  Því að á hinni nýju fjarstýringu eru svo margir takkar að venjulegt fólk er í hinum mestu vandræðum að finna þá takka sem mest eru notaðir. t.d. takki til að kveikja og slökkva á viðkomandi tæki, takki til að skipta um stöð og takki til að hækka og lækka hljóðið, því allir takkarnir eru af sömu stærð.  Og að lokum gefst fólk upp og heldur áfram að nota hinar gömlu sem það kunni þó á eða eins og í BNA að hringja í nördana og fá aðstoð.  Það var rætt við verkfræðing í þættinum sem hafði keypt sér nýtt sjónvarp og kunni vel að lesa þær handbækur sem fylgdu tækinu, en samt náði hann aldrei að stilla tækið.  Nú er farið í BNA að selja nýja tölvustýrða ísskápa, sem virka þannig að um leið og vörunni er raðað inn í skápinn skráir tölvan niður allar vörur og eins þegar viðkomandi vara er tekinn út.  Þegar eitthvað er síðan búið í ísskápnum lætur hann vita hvaða vöru vantar og síðan þegar komið er að því að svo mikið vantar að nauðsynlegt er að fara og gera innkaup er hægt að láta skápinn prenta innkaupalista.  Ef eigandinn vill spara sér verslunarferð er hægt að láta skápinn senda innkaupalistann í næstu netverslun, sem síðan sendir vörurnar heim til viðkomandi.  Einnig er að byrja að merkja allar vörur í stórmörkuðum með ákveðnum örgjöfum og þarf þá viðskiptavinurinn ekki lengur að týna allar vörur sem hann er að versla upp úr innkaupakerrunni og láta afgreiðslu fólk renna hverju stykki yfir skanna til að hægt sé að borga.  Nú verður nóg að aka kerrunni í gegnum ákveðið hlið og þá reiknar tölvan úr á nokkrum sekúndum, það sem í kerrunni er og hvað það kostar svo biðraðir við kassa í stórmörkuðum heyra brátt sögunni til.

Ég segi  nú bara fyrir mig að vonandi bilar þetta drasl ekki mikið.  Það væri ekkert grín ef nýi ísskápurinn tæki allt í einu upp á því að dæla út innkaupalistum og hver flutningabíllinn eftir annan birtist fyrir utan heimili manns eða að ljósin hjá manni færu að kvikna eða slokkna sitt á hvað.  Ég ætla alla veganna að halda mig við mitt gamla kerfi sem ég kann á, því ég þekki enga nörda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband