4.10.2007 | 16:46
Stóriðja Bíldudals
Þetta fyrirbæti sem kallast Kalkþörungaverksmiðjan á Bíldudal er stöðugt að taka á sig nýjar myndir. Þessi verksmiðja var vígð við hátíðlega athöfn laugardaginn 28 apríl 2007 og Þá flutti Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra ræðu, sem ég er hræddur um að í dag myndi hann kjósa, að hafa aldrei haldið slíka ræðu.
Þetta er öll sú landfylling og hafnargerð sem búið er að gera vegna þessarar verksmiðju.
Hér kemur svo ræða Einars K. Guðfinnssonar:
| ||
Þegar verðmæti verða til Vígsla Þörungaverksmiðjunnar á Bíldudal sl. laugardag var hátíðleg og markaði upphaf að nýjum og betri tímum. Ég fékk þann heiður að flytja ávarp við opnunina og klippa á borða til þess að marka upphaf þessarar verksmiðjustarfsemi. Verksmiðjan verður vinnustaður amk. tíu manna og mun hafa mikil og jákvæð áhrif á samfélagið allt á sunnanverðum Vestfjörðum. Með endurreisn fiskvinnslunnar á Bíldudal, undir kröftugri forystu fyrirtækjanna Odda á Patreksfirði og Þórsbergs á Tálknafirði, sem nú er í burðarliðnum, mun ennfremur setja mikinn mikinn afl í samfélagið á Bíldudal sem hefur mátt ganga í gegn um erfiðleika á umliðnum árum. Það var táknrænt að fyrstu fiskunum var rennt i gegn um flökunarvélarnar í fiskvinnslunni á Bíldudal daginn áður en að Kalkþörungaverksmiðjan var formlega opnuð. Það eru liðin sjö ár frá því að atburðarrásin hófst. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða seti sig í samband við Les Auchincloss og hans menn sem störfuðu meðal annars á þessu sviði. Samstarfsaðili þeirra hér á landi er fyrirtækið Björgun undir forystu Sigurðar Helgasonar. Að öllu var farið með gát og yfirvegun. Rannsóknir voru framkvæmdar í Arnarfirði og fengu til þess styrk af fjárlögum. Hið írska fyrirtæki skoðaði málið með augum hins alþjóðlega fjárfesta með þekkingu á þessu sviði. Stundum litu hlutirnir vel út, en stundum illa. En áfram miðaði. Og svo kom svarið að lokum. Við viljum fara í verkefnið. Þá létti okkur mörgum. Síðan hafa staðið yfir miklar framkvæmdir. Upp er komið stórmyndarlegt verksmiðjuhús á hafnarbakkanum, búið að ráða mannskapinn og vélarnar hafa verið ræstar. Stjórnvöld komu að verkinu með myndarskap. Undir forystu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra var afráðið að ríkið kostaði að mestu, en í samvinnu við sveitarfélagið, hafnargarðinn á Bíldudal, sem var forsenda versmiðjurekstrarins. Sú framkvæmd mun og nýtast annarri starfsemi á svæðinu. Í rauninni er hér að gerast stórkostlegur hlutur. Kalkþörungarnir hafa legið ósnertir á hafsbotni; einskonar hugsanleg auðlind. Að eiginlegri auðlind urðu kalkþörungarnir ekki fyrr en þeim var breytt í verðmæti, að frumkvæði heimamanna, með þátttöku aðila sem höfðu til að bera þekkingu, fjármuni, athafnasemi og tök á markaðnum. Þar með breyttust kalkþörungarnir í verðmæti. Þess munu njóta allir starfsmenn fyrirtækisins, eigendur þess, samfélagið á sunnanverðum Vestfjörðum og í raun íslenska þjóðin. Ábatinn skilar sér í verðmætri vinnu, tekjum og útflutningsverðmætum. Það hefur svo verið eftirtektarvert að forráðamenn fyrirtækisins hafa lagt áherslu á að verða strax virkir þátttakendur í samfélaginu, með margs konar stuðningi við samfélagsleg verkefni, menningaratburði og þess háttar. Þannig verður verksmiðjan og atvinnureksturinn strax velkominn hluti af því umhverfi þar sem hún starfar. Laugardagurinn, 28. apríl var góður dagur í atvinnusögunni. Til hamingju með þann dag. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:08 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Hvernig er núverandi ríkisstjórn að standa sig?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 801064
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
31 dagur til jóla
Nýjustu færslurnar
- Það er erfitt líf fyrir stjórnmálamenn þegar allt sem þeir standa fyrir er hatað af kjósendum
- Hrópandi þögn um öryggismál
- Handbók 101 í að klúðra kosningum.
- Ranghugmynd dagsins - 20241123
- Þjóðin hefur viku til að verða edrú
- Íslandi lýst sem Trjóuhesti Kínverja
- Við borgum ekki
- Bæn dagsins...
- Verður RFK Jr. lykillinn að falli kóvid spilaborgarinnar hér á landi?
- Karlmannatíska : CALVIN KLEIN heldur hátíð 2024
Athugasemdir
Sæll Jakob.Reynslan af byggðakvótanum er vægast sagt slæm. Eins og þú veist hefur ekkert sveitarfélag á landinu orðið fyrir jafnmiklum missi aflaheimilda eins og Sandgerðisbær.Því var það að það kom hingað byggðakvóti 2003.Strax kom fram mikil óánægja með úthlutun hans sem var loks á árinu 2006 kærð til umboðsmanns Alþingis.Hann skilaði ályti í sumar.Var það 28, a-4 blöð um lögbrot sjávarútvegsráðherra.Umboðsmaður sendi ráðherranum í fyrra 3 ályt um lögbrot vegna byggðakvóta.Varla er til það sveitarfélag á landinu sem sloppið hefur við óánægju vegna úthlutunar byggðakvóta.Staðreyndin er líka sú að kvóti hefur ekki aukist í þeim sveitarfélögum sem fengið hafa byggðakvóta.Hann hefur til að mynda ekki aukist hjá rekstraraðilum í útgerð hér í Sandgerðisbæ.Það gengur ekki að menn selji frá sér heimildir til að fá byggðakvóta.Við í Reykjanesi, félagi smábátaeigenda á suðurnesjum h0fum séð þetta og höfum þess vegna síðastliðin þrjú ár samþykkt á aðalfundi að byggðakvótann skuli leggja af allstaðar á landinu.Þetta gerum við þrátt fyrir það að tvö sveitarfélög af fjórum hafi fengið byggðakvóta.Þetta hefur alltaf verið samþykkt samhljóða.Flutningsmaður tillögunnar í ár hfur sjálfur fengið byggðakvóta og átti við fyrstu tillögur Fiskistofu að fá tæpan helming af byggðakvóta Sandgerðisbæjar.Við viljum það, að ef þarf að styrkja sveitarfélög, þá eigi að gera það með fjárstuðningi en ekki með byggðakvóta.Síðasta smþykkt okkar um afnám byggðakvóta er þannig.
Reykjanes, félag smábátaeigenda á Reykjanesi,leggur til að svokallaður byggðakvóti verði aflagður með öllu.
Greinargerð.
Spilling og mismunun milli fyrirtækja og sveitarfélaga hefur einkennt úthlutun byggðakvóta frá upphafi hans .Sjávarútvegsráðherra hefur á síðustu tveimur árum fengið á sig fjögur ályt umboðsmanns Alþingis um að hann hafi brotið lög við úthlutun hans ,það síðasta var upp á 28 blöð a-4
Sigurgeir Jónsson, 5.10.2007 kl. 10:32
Pr.Tvö sveitarfélög af fjórum, á Suðurnesjum fá byggðakvóta.
Sigurgeir Jónsson, 5.10.2007 kl. 10:35
Það er alveg rétt Sigurgeir að víða hefur tekist illa til með byggðakvóta og oft skapað deilur í ákveðnum sveitarfélögum. En það er fyrst og fremst viðkomandi sveitar- eða bæjarstjórnum að kenna, en ekki byggðakvótanum sem slíkum og þótt þú nefnir ákveðin dæmi eru líka til dæmi um hið gagnstæða og vil ég þar nefna Þingeyri, sem á sínum tíma átti við mikla erfiðleika að strýða í atvinnumálum og þar sá bæjarstjórn Ísafjarðar til þess að einum aðila var úthlutað öllum byggðakvóta Ísafjarðarbæjar en það var Vísir hf. í Grindavík sem var fús til samstarfs og hóf þá fiskvinnslu á Þingeyri sem hefur starfað af fullum krafti síðan og það var byggðakvótinn sem varð til þess að þetta fyrirtæki hóf þarna rekstur. Af því þú talar um mikla spillingu sem hafi einkennt byggðakvóta frá upphafi, en það eru nú alltaf einhverjir svartir sauðir inn á milli og óþarfi að dæma alla eftir því. Það má líka snúa þessum rökum þínum við og segja eins og satt er að mikil spilling og brask hefur verið ljótur löstur á kvótakerfinu og þú sjálfur hefur tekið þátt í því. Ertu því ekki búinn að koma með góð rök fyrir því að leggja niður kvótakerfið og ættir að beina því til ráðherra? Þótt þú og aðrir útgerðarmenn hér í Sandgerði hafið verið avo miklir aumingjar og öfundsjúkir út í aðra og þar af leiðandi ekki getað komið ykkur saman um skiptingu byggðakvóta Sandgerðis, þarf það ekki að gilda um alla aðra eins og dæmið sem ég nefndi frá Þingeyri, sannar.
Jakob Falur Kristinsson, 6.10.2007 kl. 00:36
Ég ætla að bæta aðeins við Sigurgeir Jónsson. Ég fór aðeins að skoða bát þinn á heimasíðu Fiskistofu og sá þar að á undanförnum árum hefur þú aðeins veitt lámarks veiðiskyldu til að missa ekki kvótann af bátnum. Allt umfram það hefur þú leigt frá þér og ert þar með í þeim flokki sem ég kalla kvótabraskara. Svo þú ættir nú að fara varlega í að predika yfir öðrum um siðferði og spillingu. Það eru einmitt menn eins og þú sem setja svo ljótan blett á kvótakerfið að flestir hugsandi menn vilja leggja það niður. Mér er fullkunnugt um að allar þær tekjur sem þú hefur af þínu kvótabraski eru nótulaus viðskipt og eru þar af leiðandi ekki skattlögð. Það er því ekkert skrýtið að þú skulir liggja eins og varðhundur hér á blogginu og ef einhver nefnir kvótakerfið ert þú mættur með þínar athugasemdir. af því þú varst að vitna í lög og reglur. Ætla ég að segja þér eitt; "Það var aldrei ætlun þeirra sem hafa sett lög um stjórn fiskveiða að kvóti færi til þeirra sem væru svo miklir aumingjar að þeir gætu ekki veitt hann." Það er nú ekki svo mikill kvóti á þínum báta að ekki væri auðvelt að veiða hann. Þú ert ekkert nema kvótabraskari sem nærð þér í nokkrar milljónir á hverju ári og svíkur þær tekjur síðan undan skatti.
Jakob Falur Kristinsson, 6.10.2007 kl. 09:16
Sæll Jakob.Vísir hf.sem rekur fiskvinnslu á Þingeyri og heldur uppi byggð þar hefur ekki fengið byggða kvóta undanfarin ár.Finnst þér það eðlilegt.Svo vil ég benda þér á að það eru ekki útgerðaraðilar í Sandgerði sem úthluta byggðakvótanum hér.Það er sjávarútvegsráðherra.Ég bendi þér líka á að ég sem ekki ályktanir umboðsmanns Alþingis um lögbrot við úthlutun byggðakvóta.Ég var heldur ekki einn á fundinum í Grindavík þar sem ályktunin um spillingu við úthlutun byggðakvóta var samin.Þú sakar mig um skattsvik. Ég gefi ekki upp kvótaleigu til skatts.Þú getur fengið að sjá skattframtalið ef þú vilt, og getur svo kært mig .ég skora á þig.Þú segir að ég sé aumingi.Það getur vel verið.Ég óska þér til hamingju að vera ekki aumingi.
Sigurgeir Jónsson, 6.10.2007 kl. 10:13
Þessu aðeins til viðbótar Jakob þá legg ég til að þú farir inn á heimasíðu Langanesbyggðar.Þar er tilvísun í ummæli Kristins Péturssonar á stöð tvö um byggðakvótann.Þau ummæli eru ekki beint fögur.
Sigurgeir Jónsson, 6.10.2007 kl. 10:27
Mér er fullkunnugt um að Vísir hf. hefur ekki fengið úthlutað byggðakvóta á Þingeyri undanfarin ár, enda hefur þess ekki þurft því Byggðastofnun veitti líka á sínum tíma miklu fé til Fjölnis hf. á Þingeyri til að kaupa kvóta , en það var nú samt byggðakvótinn sem gerði þetta mögulegt á sínum tíma. Já mér finnst það ósköp eðlilegt að Þingeyri fá ekki lengur byggðakvóta. Því hann á að nota til aðstoðar þeim byggðalögum sem eru í vandræðum á hverjum tíma og það á ekki við á Þingeyri í dag. Hinsvegar er annað byggðalag í vandræðum í Ísafjarðarbæ, sem er Flateyri og því er byggðakvótanum beint þangað nú. Einnig er mér fullkunnugt um að sjávarútvegsráðherra úthlutar byggðakvóta en það er gert alfarið eftir tilögum viðkomandi sveitar- eða bæjarstjórnar. Ég hef engan áhuga að sjá þitt skattaframtal eða kæra þig, mér nægði alveg að skoða færslur hjá Fiskistofu um bát þinn Ísbjörn GK-87 skr.nr. 7103 til að sjá þitt kvótabrask. Fyrst þú ert að benda á ummæli Kristins Péturssonar um byggðakvóta, þá ættir þú að líka að benda fólki á mörg ummæli Kristins um kvótakerfið. Þau ummæli eru heldur ekki mjög fögur, en hvað varðar skattsvik, þá er það vitað að flest allt þetta kvótabrask er nótulaus viðskipti og fara einungis fram með tilkynningu til Fiskistofu. Ég kallaði þig aumingja og það kalla ég þá menn sem fá úthlutað endurgjaldslaust veiðiheimildum ár eftir ár og eru ekki menn til að geta veitt sinn kvóta. Ég ætla ekki að taka þinni áskorun um að kæra þig, þú mátt stunda þitt kvóta braski í friði fyrir mér, en aftur á móti skora ég á þig að gefa okkur upp hvaða tekjur þú hefur haft sl. 3 ár af þessu kvótabraski þínu.
Jakob Falur Kristinsson, 6.10.2007 kl. 13:14
Góðan dag strákar. Við úthlutun byggðarkvóta hef ég svolítið um það að segja. Í fyrsta lagi á skilyrðislaust að úthluta honum til fiskvinnslunnar á hverjum stað ef engin er vinnslan á ekki að úthluta þessum kvóta á svæðið, einungis þannig er tryggt að sveitarfélagið njóti góð af byggðarkvótanum. Þeir sem leigja frá sér kvóta eiga aldrei að fá úthlutaðan byggðarkvóta, það stuðlar einungis að meira braski hjá viðkomandi. Spillingin með byggðarkvóta er viðbjóðsleg og er henni stýrt að ráðherra. Hvað varð til dæmis um byggðarkvótann sem Kambur fékk á sínum tíma? Hvernig var farið með vin okkar Kristinn Pétursson á Bakkafirði? Það er til hellingur af svipuðum dæmum. Sigurgeir byggðarkvóti er ekki ætlaður til þess að styrkja þá sem braskið stunda, hann á að styrkja byggðina fyrst og fremst, en auðvitað er það torskilið þeim sem æða áfram gjörsneyddir heilbrigðri skynsemi í dauðaleit að meiri gróða á kostnað nágrannans. Sigurgeir svaraðu þessu fyrst þú þykist vita svona mikið um þessi mál. Mín skoðun er sú að þeir sem stunda það að leigja frá sér kvóta eiga að missa hann og það strax ekki á morgun eða hinn. Við skulum átta okkur á því að úthlutaður kvóti er ekki eign viðkomandi það er skýrt í lögum um stjórn fiskveiða. Hvað er það annað en sukk, svínarí og spilling að braska með hlut sem viðkomandi hefur ekki eignarhald yfir? Í þessu umhverfi líður þér að því er virðist mjög vel Sigurgeir enda er krókakvóta leigan á þorski komin í 200 kr. Ég hef áður skrifað til þín Sigurgeir um þessi mál, þú manst það vonandi. Til þess að hafa hlutina á hreinu hér birti ég smá úrdrátt úr lögum um stjórn fiskveiða þannig að menn geta sleppt því missa sig yfir þessum skrifum mínum. " Yfirlýst markmið laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu nytjastofna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.
Tekið er fram að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar og að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum." Eftir þennan lestur er það deginum ljósar að markmiðið hefur brugðist með öllu og liggur því ekki ljóst fyrir að beita verður öðrum leiðum. Er hægt að deila um það? Svarið er einfalt NEI.
Hallgrímur Guðmundsson, 6.10.2007 kl. 16:11
Þú getur komið hingað hvenær sem er Jakob og fengið að sjá hvaða tekjur ég hef af kvótaleigu eða það fyrirtæki sem er skráður eigandi Ísbjarnar Gk 87.Það er ekki langt fyrir þig að fara.Þú getur þá lika kynnt þér hvort um einhver nótulaus viðskifti er að ræða.Ég held þú verði að gera það eftir stóru orðin.En ef þú leggur til að kvótaleiga verði bönnuð þá skal ég ver fyrsti maðurinn að styðja þig í því.En ég hélt nú satt að segja að þú ættir ekki í erfiðleikum með að reikna út hvað hefst út úr kvótaleigu.Verð á hverjum tíma er skráð bæði á textavarpi rúv og á netinu.Ég er reyndar búin að lesa það upp fyrir Eirík nokkurn Stefánsson, á útvarp Sögu hvað fékkst fyrir leigukvóta ísbjarnar GK87.En þú getur fengið tölurnar líka.Þær eru árið 2006kr 876.000.Og fyrir árið 2007, 1.646.166. Síðan óska ég þér enn og aftur til hamigju með það að vera ekki aumingi.
Sigurgeir Jónsson, 6.10.2007 kl. 16:54
Sæll aftur Jakob. Ég bið þig forláts á að ég skyldi gleyma árinu 2005Tölurnar fyrir það ár eru,kr. 2.185.000.
Sigurgeir Jónsson, 6.10.2007 kl. 17:01
Hann Hallgrímur er nú búinn að útskýra fyrir þér Sigurgeir hvernig byggðakvótinn á að virka þar sem farið er eftir lögum og ég er honum algerlega sammála hvað það varðar að byggðakvóti ætti auðvitað að fylgja fiskvinnslu en ekki útgerð til að forðast brask og spillingu því ekki er sumum útgerðarmönnum treystandi til að fá slíkan kvóta, því menn eins og þú mynduð strax leigja hann í burtu. Ég er ekki í nokkrum vandræðum með að reikna út kvótaleigu. En það er gott að þú gefur upp hverjar tekjurnar voru af kvótaleigu Ísbjarnar GK-87 sl. 3 ár og ef ég legg þetta rétt saman eru það um 4,7 milljónir eða að meðaltali tæpar 1,6 milljón á ári eða um 135 þúsund krónur á mánuði sem þú færð í raun sem beinan styrk frá ríkinu, sem eru talsvert hærri upphæð en ég fæ sem 75% öryrki á mánuði. Ef þú ætlar að verða fyrsti maður til að styðja bann við kvótaleigu skaltu sýna það í verki og hætta þínu kvótabraski sjálfur. Það hlýtur þú að geta gert þótt lög leyfi það, því ekkert er í lögunum sem krefst Þess að menn stundi kvótabrask. Af því þú nefnir Eirík Stefánsson sem alltaf er gjammandi á Útvarpi Sögu er eitt með ykkur sameiginlegt sem er að frá ykkur báðum kemur ekkert nema bull og kjaftæði, hann á Útvarpi Sögu en þú hér á blogginu. Ég ætla að afþakka þitt heimboð , en að lokum spyr ég þig og vona að þú getir svarað því á heiðarlegan hátt. Þú hefur fengið að meðaltali 1,6 milljónir að gjöf frá ríkinu á ári og skammast þú þín ekkert fyrir að taka við þessum peningum?
Jakob Falur Kristinsson, 6.10.2007 kl. 17:41
Eg legg til Jakob að þú svarir því fyrst hvort þú viljir að kvótaleiga verði bönnuð áður en þú ferð að spyrja mig aftur.Ef þú vilt hafa kvótaleigu en ekki banna hana, þá er ég væntanlega að fara að vilja þínum með að leigja frá mér.Og ég minni þig á að Eiríkur Stefánnson er einn helsti talsmaður Frjálslynda flokksins sem þú ert í.Ég skammast mín ekkert fyrir það að fara að lögum.Ef þú vilt ekki kvótaleigu þá skaltu leggja til að hún verði bönnuð. Ég ítreka svo hamingjuóskir mínar til þín að þú skulir ekki vera aumingi.
Sigurgeir Jónsson, 6.10.2007 kl. 19:01
Ég taldi þig Sigurgeir ekki vera svo heimskan mann að þú gætir ekki lesið út úr mínum skrifum að ég er á móti kvótaleigu. Og svo þú skiljir það alveg skal ég svara þér eins skýrt og ég get:
Ég vill að kvótaleiga verði bönnuð með lögum. Og þótt þetta brask sé löglegt í dag ert þú ekki með því að fara að mínum vilja. En ég spyr þig aftur hvort þú skammist þín ekki fyrir að fá 1,6 milljónir að gjöf frá ríkinu á ári þótt lög leyfi það? Hvers vegna veiðir þú ekki allan þinn kvóta sjálfur? Hann er nú ekki svo stór að það ætti ekki að vera mikill vandi? Eða nennir þú ekkert að vinna maður? Þótt Eiríkur Stefánsson sé í Frjálslynda flokknum eins og ég, hefur hann ekkert umboð til að tala fyrir hönd flokksins og allur hans kjaftavaðall og bull á Útvarpi Sögu eru settar fram af honum sem einstaklingi en ekki fyrir Frjálslynda flokkinn. Eða ert þú ákveðinn talsmaður fyrir þann flokk sem þú ert í þegar þú verður þér oft til skammar með bulli og kjaftæði á öllum þeim fundum sem þú getur troðið þér inná og ert að verða frægur fyrir?
Jakob Falur Kristinsson, 7.10.2007 kl. 09:01
Þú telur þig ekki aumngja Jakob.ÉG er nú nokkrum sinnum búinn að óska þér til hamingju með þá skoðun þína .Það þýðir ekki það sð ég sé sammála þér.Ég held einfaldlega að þú sért aumingi, sem lifir á ríkinu.Þú situr grenjandi við tölfuna og barmar þér alla daga.Af hverju færðu þér ekki vinnu. Ég veit ekki betur en talfærin á þér séu í lagi,þú gætir svarað í síma í einhverju fyrirtæki.Eða er skýringin sú að engiinn vilji þig.Ég vorkenni ekki mönnum eins og þér sem hafa sett allt á hausinn sem hægt er að setja. og skuldirnar lenda svo á almenningi.Og endalaust grenja svo um meiri styrk.Ég gæti eflaust farið á tryggingastofnun eins og þú. en hef ekki áhuga á þvi.Haltu svo áfram að grenja við tölfuna
Sigurgeir Jónsson, 8.10.2007 kl. 18:09
Jakob ef eihver á að skammast sín þá ert það þú auminginn.
Sigurgeir Jónsson, 8.10.2007 kl. 18:58
Jakop, svo hreykirðu þér af því að vera glæpamaður sem hafi brotið lög. Þú ættir raunverulega hvergi að vera nema í tukthúsi.En ætli vorkunnsemi sjávarútvegsráðherra bjargi þér ekki.
Sigurgeir Jónsson, 8.10.2007 kl. 20:33
Það er alveg á mörkum þess að ég viji leggja mig niður við að svara allri þeirri steypu af kjaftæði og bulli sem út úr þér getur oltið og ætla bara að ráðleggja þér að læra eitthvað í stafsetningu áður en þú skrifar eitthvað meira. Þótt ég sé öryrki er allt í lagi með mitt höfuð og hugsun. Þú segist geta farið á tryggingastofnun. Hvernig fer maður á tryggingastofnun? Ég skrifa á tölvu en ekki tölfu. Ég held að þú ættir að halda áfram að troða þér inn á alla fundi sem þú getur og gjamma þar, eins og þú ert orðinn frægur fyrir og allir gera grín að. Flestir sem ég hitti hér í Sandgerði eru mér sammála um að þú sért aumingi sem ekki nennir að vinna að eins að rífa kjaft.
Jakob Falur Kristinsson, 9.10.2007 kl. 01:00
Ég gleymdi einu herra vitleysingur, ég heiti Jakob en ekki Jakop
Jakob Falur Kristinsson, 9.10.2007 kl. 01:10
Hvað er í gangi? Ertu virkilega þetta lítilmenni Sigurgeir? Þolir þú ekki að menn skrifi um sannleikann? Finnst þér það upphefð að ráðast á öryrkja og uppnefna þá sem aumingja? Leitaðu þér aðstoðar maður. Einhvern veginn held ég að titillinn aumingi með meiru eigi við þig og frekar en Jakob. Hverslags helvítis mannleysa eru, gaman þætti mér að sjá þig nefna einhvern svona fyrir framan hann, ekki falinn á bak við lyklaborð á tölvu. Nær væri fyrir þig Sigurgeir að setjast niður og hugsa alvarlega þinn gang og fræðast um eðlileg samskipti milli manna. Það væri hægt að aðstoða þig með það ef það er þá ekki of seint að fræða þinn einkennileg hugsandi haus um nokkurn skapaðan hlut. Það máttu vita Sigurgeir að þegar ég verð vitni að því að menn, og er mér alveg sama hver er ráðast á lítilmagnann verð ég verulega vondur, mín réttlætiskennd skilur það einfaldlega ekki Þig langar kannski til að skinnast því?
Hallgrímur Guðmundsson, 9.10.2007 kl. 08:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.