Árleg martröð aldraðra og öryrkja

Nú hefur Tryggingastofnun ríkisins endurskoða bætur til þessa fólks fyrir árið 2006 og kemur nú í ljós að aðeins 18% fengu rétt greitt í fyrra.  40% fengu ofgreitt, 42% fengu vangreitt.  Eru því nú hátt í 20.000 bótaþegar í skuld við TR vegna síðasta árs og munu þeir fá bréf í næstu viku þar sem þeim er tilkynnt hvað þeir skulda mikið og óskað eftir endurgreiðslu strax.  Hversvegna í ósköpunum þarf þetta að koma upp á hverju ári?  Nú þegar allt er orðið tölvutengt ætti að vera auðvelt hjá TR að fylgjast með ef einhver bótaþegi hefur framið þann glæp að stunda eitthverja vinnu á hverjum tíma.  Það má auðveldlega sjá við skil á staðgreiðslu fyrir hverja kennitölu og tengja þetta sama svo TR fengi strax að vita ef einhver er í vinnu sem hann hefur ekki gefið rétt upp og er það oftast vegna þess að viðkomandi er ekki nægjanlega kunnugur í þessum frumskógi laga um TR.  Ég er ekki að ásaka starfsfólk TR því allir þeir starfsmenn hjá TR sem ég hef þurft að leita til, hafa tekið mér vel og leyst úr mínum vandamálum.  Starfsfólk TR ber ekki ábyrgð á þessum málum og að ætla að ásaka það er eins og að hengja bakara fyrir smið, heldur er ábyrgðin hjá stjórnvöldum sem setja lög og reglur um þessa stofnun.  Síðan ég varð öryrki og fór að fá bætur, hef ég á hverju ári lent í því að vera í skuld sem alltaf hefur verið vegna þess að ég hef misskilið hver minn réttur væri.  Þegar ég hef síðan komið til TR og látið vita að ég gæti ekki endurgreitt, þá hefur mér verið mjög vel tekið hjá starfsfólki TR sem hefur boðið mér að endurgreiða mánaðarlega ákveðna upphæð sem ég hef treyst mér til.  Og vona ég að mótökurnar hjá starfsfólki TR verði jafngóðar núna þegar ég þarf að fara á þeirra fund.  Mín mistök í fyrra voru þau að komið var fram í fyrrahaust stjórnarfrumvarp um að öryrkjar mættu hafa kr. 300 þúsund í tekjur á ári án þess að bætur skertust.  Þar sem þetta var stjórnarfrumvarp taldi ég nokkuð öruggt að það yrði samþykkt og yrði að lögum og gekk það allt eftir og ég fór í vinnu hjá ákveðnu fyrirtæki og gætti þess að hætta áður en ég var kominn í 300 þúsund, en mín mistök voru þau, að ég tók það sem svo að lögin giltu fyrir tekjur ársins 2006 en í meðförum þingsins var gildistímanum breytt úr 1.7. 2006 í 1.7. 2007 og á ég nú von á bréfi frá TR með upplýsingum um þessa skuld mína og vona ég að ég fái sama skilning hjá starfsfólki TR og áður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Þetta er til skammar eins og ég segi í pisli á mínu bloggi.

Halla Rut , 5.10.2007 kl. 20:39

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já ég verð að skoða það.

Jakob Falur Kristinsson, 6.10.2007 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband