Sameining REI og GGE

Fátt hefur vakið upp jafn miklar deilur í Reykjavík og þessi sameining REI og GGR undir merkjum REI og virðist þessi sameining hafa komið flest öllum borgarfulltrúum í Rvík. á óvart og í Morgunblaðinu í gær er skýrt frá að harkalegar deilur hafi orðið í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins og er þar fullyrt að þetta mál eigi eftir að hafa alvarlegar afleiðingar sem ekki er skýrt nánar.  Það eina sem eining var í þeirra röðum um, var að tjá sig ekki opinberlega um þetta mál að sinni og leyfa rykinu að setjast svolítið eins og það var orðað.  En nokkrir voru fúsir til að tjá sig í skjóli nafnleyndar og sagði einn borgarfulltrúi D-lista;  "Þetta er fyrst og fremst hugmyndafræðileg deila.  Ég hef alltaf verið ósammála því ákvæði í lögum um OR að fyrirtækið skuli stunda nýsköpunarþróun.  Mjög hafi skort á að fulltrúar D-listans fengju upplýsingar um stefnumótun OR varðandi samrunann".  Annar sagði; "Þetta gæti þess vegna verið nýtt risarækjueldi, þar sem ég veit ekki hver framtíðarstefnan er og ekki heldur hver ætlunin er að losa borgina út úr þessu þegar þörf krefur."  Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þetta mál þróast og hvernig gamli góði Villi kemst frá þessu en hann er einn af stjórnarmönnum OR en mjög harðar deilur munu hafa verið á áðurnefndum fundi borgarfulltrúa D-listans.  Guðmundur Þóroddsson forstjóri hins nýja félags var í viðtali í hádeginu á Stöð 2 og sagði þar að OR hefði lagt í þetta nýja félag 4 milljarða í peningum og það væri sú áhætta sem borgin tæki og tók skýrt fram að borgin gæti aldrei tapað meiri peningum en þetta, þó allt færi á versta veg.  En 4 milljarðar eru nú nokkuð væn upphæð svo vissulega er OR að taka þarna talsverða áhættu og hélt ég að það væri ekki hlutverk Reykjavíkurborgar að vera í áhætturekstri a.m.k. var það skoðun Davíðs Oddssonar þegar hann var borgarstjóri og seldi/gaf Bæjarútgerðina á sínum tíma og notaði þá slík rök.  Hitt þótti mér öllu alvarlega sem kom fram hjá Guðmundi að þetta nýja fyrirtæki eignaðist við samrunan meirihlutann í  Orkuveitu Suðurnesja og þar yrði gert eins og hjá OR að sá hluti sem væri samkeppnisþátturinn yrði skilin frá og OR og OS ættu þann hluta áfram en REI ætti að sjálfsögðu virkjanirnar og þegar hann var beðinn að útskýra betur hvað það væri í raun sem yrði áfram í eigu OR og OS, var svarið að það væru t.d. allar lagnir í jörðu og í lofti frá virkjunum til notenda.  En hvaða gagn er af því að eiga aðeins rör í jörðu og raflínur í lofti ef orkan sjálf er í eigu annarra aðila sem geta þá alltaf ráðið verðinu.  Einnig hefur komið fram að fyrirhugað er að setja hið nýja félag á hlutabréfamarkað og eins og lögin eru nú, þá er ekkert sem getur hindrað að sterkir erlendir aðilar hreinlega gleypi þetta nýja félag.  Enda varla tilviljun að Bjarni Ármannsson stórnarformaður hins nýja félags og Hannes Smárason forstjóri FL Croup sem er stór hluthafi, ætla að kynna þessa sameiningu á fundi með fjárfestum í London í dag.  Björn Ingi Hrafnsson er auðvitað mjög ánægður með þessa sameiningu, enda fær hann að vera þar í stjórn fyrir aðeins 350 þúsund á mánuði og kosningastjóri Björns frá síðustu kosningum hefur verið ráðinn hjá þessu nýja fyrirtæki og hefur þar starfstitilinn "Skemmtanastjóri" og fær víst nokkuð góð laun fyrir.  Ég held að með þessu nýja fyrirtæki séu margir komnir út á hálan ís, en vonandi fer þetta allt vel.  Það var líka fróðlegt að hlusta á viðtöl við Svandísi Svavarsdóttur borgarfulltrúa VG sem að vanda flutti mál sitt á ákveðin hátt og setti fram sína gagnrýni vel rökstudda.  Einnig var rætt við fulltrúa Samfylkingarinnar í stjórn OR en sú kona var stórhneyksluð á hvernig hefði verið staðið að þessu öllu saman, en samt greiddi hún atkvæði með þessari sameiningu og var í hinum mestu vandræðum að útskýra að hún væri bæði með og á móti þessu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

http://siggisig.blog.is/blog/siggisig/entry/328910/

Sigurður Sigurðsson, 5.10.2007 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband