Viðhorf til fatlaðra

Ég er fatlaður öryrki eftir alvarlegt slys á sjó, þótt mín fötlun hafi að mörgu leyti lagast eftir þrotlausa endurhæfingu á Reykjalundi.  Ég kom þangað í byrjun september 2003 bundinn í hjólastór og var nánast algerlega lamaður á vinstri hlið og gekk þaðan út á mínum eigin fótum um miðjan desember sama ár.  Meðan ég var bundinn í hjólastólnum kom upp sú staða að ég þyrfti að kaupa mér föt, því ég gat ekki notað buxur eða skyrtur ef það var eitthvað sem þurfti að hneppa.  Eldri dóttir mín sem er hjúkrunarfræðingur og bjó þá í Hafnarfirði kom og bauðst til að fara með mig í verslun og var ákveðið að fara í Hagkaup í Kringlunni þar sem hún taldi að auðvelt væri að fara þar um með hjólastólinn og fórum við þangað.  Það var ekki mikið mál að komast í verslunina, en þegar inn var komið tók hryllingurinn við.  Þar sem við vorum að leita að fötum fórum við auðvitað í fatadeildina og þar var svo þröngt á milli fatarekkanna að að meðan við fórum þar í gegn lamdist stöðugt hin og þessi föt í andlitið á mér og loksins komum við þar að sem föt sem ég hafði áhuga á voru og þar stoppuðum við.  Ekki sáum við neinn afgreiðslumann og biðum og biðum, sem endaði með því að dóttir mín gafst upp og sagðist ætla að fara og ná í einhvern til að aðstoða okkur.  Hún kom svo fljótt aftur og sagði mér að það væri afgreiðslumaður á leiðinni og kom hann skömmu síðar og sagði strax að við værum ekki á réttum stað því föt fyrir konur væru þarna og benti  í átt að kvennadeildinni.  Hún sagðist ekki vera að hugsa um nein fatakaup heldur væri það maðurinn sem sæti í hjólastólnum. Hannnnnn svaraði afgreiðslumaðurinn og varð eitt stórt spurningarmerki í framan og gekk síðan í burtu og var ekki að leyna því hve fáránlegt honum fannst að fatlaður maður þyrfti að nota föt.  Dóttir mín reiddist heiftarlega og öskraði á eftir þessum manni “Hverslags andskotans þjónusta er í þessari helvítis verslun.” Tók sig síðan til og náði í tröppu til að geta náð í föt sem voru upp í hillu og tók til við að sýna mér og þar sem ég var öruggur um stærð fundum við fljótt fötin sem ég var ánægður með og þá var eftir að fara að kassanum og borga því hvorugt okkar hafði áhuga á að dvelja þarna lengur þótt vissulega hefði ég haft áhuga á að skoða fleira og hefði sennilega verslað meira ef ekki hefði komið til þessi dónaskapur.  Þegar við loksins komum að kassanum lét dóttir mín fötin á afgreiðsluborðið og var henni strax bent á að þetta væru föt á karlmann en ekki konu, ég sá að reiðin sauð í dóttur minni sem tilkynnti þeim sem var að afgreiða á kassanum, að þetta væru þau föt sem verið væri að versla og hvort nokkur leið væri að fá að borga þau og rétti manninum mitt debetkort og þegar hún var síðan beðinn að kvitta sagði hún, það er hann og benti á mig sem þarf að kvitta.  Þar sem afgreiðsluborðið var nokkuð hátt sá ég ekki sitjandi í stólnum, afgreiðslumanninn en nú hallaði hann sér fram og leit niður til mín og sagði nú er það hannnnnnn sem er að kaupa fötin, rétti mér kortið og þann snepil sem ég þurfti að kvitta á sem ég með aðstoð dóttur minnar náði að kvitta á.  Þá var sagt takk fyrir viðskiptin, en dóttir mín stoppaði og horfði lengi reiðilega á afgreiðslumanninn og svo kom að því að hann spurði hva er eitthvað?  Hún svaraði nei,nei, ég var bara að velta fyrir mér hvort hér væru eingöngu vitleysingar við vinnu.  Það skal tekið fram að eftir að ég fór að ganga á ný hef ég aldrei farið inní þessa verslun og mun aldrei gera.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Held þetta var ekkert sérstaklega slæmt viðhorf til fatlaðra... en frekar bara allmennt léleg þjónusta.

það er alveg klárt að ef maður vill fá etthverja aðstoð í Hagkaup þá er betra að fara þangað á daginn þegar starfsfólkið sem er í fullri vinnu er við. Eftir kl 16 koma allir skólakrakkarnir sem eru nokkuð sama um að hjálpa eða ekki.
Jú, etthverjir eru duglegir. Skal ekki segja að allir eru þannig.

Heiðrún Klara Johansen, 6.10.2007 kl. 10:06

2 identicon

Ég á ekki til orð yfir þessu Jakob, en þetta er staðreynd og fer bara versnandi.

Ég  var að starfa í Hagkaup fyrir nokkrum árum þá sem unglingur, held að flestir kunnu  þá almenna kurteisi.  

Ég þakka bara fyrir í dag að fá afgreiðslu í mörgum verslunum ,og þjónustan stundum eftir því.

Ég heyri marga kvarta undan dónaskap og  að þurfa hreinlega að leita af starfsmanni  í dag.....uusssss.

Og ef  við verðum svo heppin að finna einn þá talar hann kannski bara annað tungumál.

Ef ég fæ lélega þjónustu í dag þá fer ég bara annað.

Gangi þér vel

Heiða Björk 6.10.2007 kl. 10:38

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvitað er þetta slæmt viðhorf til fatlaðra eins og ég lýsi í greininni og ekki var þessi slæma þjónusta af því, að mikið væri að gera.  Ég kom þarna á virkum degi kl: 14,00 og var tíminn einmitt valinn með tilliti til þess að lítið væri að gera í versluninni.  Svo er líka eitt í viðbót hvað margir leggja bílum sínum í stæði sem eru sérstaklega merkt fötluðum.  Þegar ég var á Reykjalundi var þar einnig sjúklingur sem var mikið fatlaður og hafði áður verið einn af starfandi sérfræðingum þar.  Hann var orðin svo uppgefinn á þessum vandræðum með bílastæðin, að hann lét prenta fyrir sig sérstaka límmiða, sem hann var alltaf með í bíl sínum og þegar hann sá bíl í stæði merkt fötluðum og ekkert merki um slíkt í glugga viðkomandi bifreiðar.  Þá límdi hann slíkan miða á framrúðu bílsins en á þeim stóð: "Ath. þetta stæði er einungis ætlað líkamlega fötluðu fólki"

Jakob Falur Kristinsson, 6.10.2007 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband