6.10.2007 | 08:52
Viðhorf til fatlaðra
Ég er fatlaður öryrki eftir alvarlegt slys á sjó, þótt mín fötlun hafi að mörgu leyti lagast eftir þrotlausa endurhæfingu á Reykjalundi. Ég kom þangað í byrjun september 2003 bundinn í hjólastór og var nánast algerlega lamaður á vinstri hlið og gekk þaðan út á mínum eigin fótum um miðjan desember sama ár. Meðan ég var bundinn í hjólastólnum kom upp sú staða að ég þyrfti að kaupa mér föt, því ég gat ekki notað buxur eða skyrtur ef það var eitthvað sem þurfti að hneppa. Eldri dóttir mín sem er hjúkrunarfræðingur og bjó þá í Hafnarfirði kom og bauðst til að fara með mig í verslun og var ákveðið að fara í Hagkaup í Kringlunni þar sem hún taldi að auðvelt væri að fara þar um með hjólastólinn og fórum við þangað. Það var ekki mikið mál að komast í verslunina, en þegar inn var komið tók hryllingurinn við. Þar sem við vorum að leita að fötum fórum við auðvitað í fatadeildina og þar var svo þröngt á milli fatarekkanna að að meðan við fórum þar í gegn lamdist stöðugt hin og þessi föt í andlitið á mér og loksins komum við þar að sem föt sem ég hafði áhuga á voru og þar stoppuðum við. Ekki sáum við neinn afgreiðslumann og biðum og biðum, sem endaði með því að dóttir mín gafst upp og sagðist ætla að fara og ná í einhvern til að aðstoða okkur. Hún kom svo fljótt aftur og sagði mér að það væri afgreiðslumaður á leiðinni og kom hann skömmu síðar og sagði strax að við værum ekki á réttum stað því föt fyrir konur væru þarna og benti í átt að kvennadeildinni. Hún sagðist ekki vera að hugsa um nein fatakaup heldur væri það maðurinn sem sæti í hjólastólnum. Hannnnnn svaraði afgreiðslumaðurinn og varð eitt stórt spurningarmerki í framan og gekk síðan í burtu og var ekki að leyna því hve fáránlegt honum fannst að fatlaður maður þyrfti að nota föt. Dóttir mín reiddist heiftarlega og öskraði á eftir þessum manni Hverslags andskotans þjónusta er í þessari helvítis verslun. Tók sig síðan til og náði í tröppu til að geta náð í föt sem voru upp í hillu og tók til við að sýna mér og þar sem ég var öruggur um stærð fundum við fljótt fötin sem ég var ánægður með og þá var eftir að fara að kassanum og borga því hvorugt okkar hafði áhuga á að dvelja þarna lengur þótt vissulega hefði ég haft áhuga á að skoða fleira og hefði sennilega verslað meira ef ekki hefði komið til þessi dónaskapur. Þegar við loksins komum að kassanum lét dóttir mín fötin á afgreiðsluborðið og var henni strax bent á að þetta væru föt á karlmann en ekki konu, ég sá að reiðin sauð í dóttur minni sem tilkynnti þeim sem var að afgreiða á kassanum, að þetta væru þau föt sem verið væri að versla og hvort nokkur leið væri að fá að borga þau og rétti manninum mitt debetkort og þegar hún var síðan beðinn að kvitta sagði hún, það er hann og benti á mig sem þarf að kvitta. Þar sem afgreiðsluborðið var nokkuð hátt sá ég ekki sitjandi í stólnum, afgreiðslumanninn en nú hallaði hann sér fram og leit niður til mín og sagði nú er það hannnnnnn sem er að kaupa fötin, rétti mér kortið og þann snepil sem ég þurfti að kvitta á sem ég með aðstoð dóttur minnar náði að kvitta á. Þá var sagt takk fyrir viðskiptin, en dóttir mín stoppaði og horfði lengi reiðilega á afgreiðslumanninn og svo kom að því að hann spurði hva er eitthvað? Hún svaraði nei,nei, ég var bara að velta fyrir mér hvort hér væru eingöngu vitleysingar við vinnu. Það skal tekið fram að eftir að ég fór að ganga á ný hef ég aldrei farið inní þessa verslun og mun aldrei gera.
Flokkur: Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:02 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Hvernig er núverandi ríkisstjórn að standa sig?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
31 dagur til jóla
Nýjustu færslurnar
- Skondin mótsögn
- Rís nýtt hernaðarbandalag upp úr öskustó?
- MÍNIR MENN KLÚÐRUÐU LEIKNUM Á SÍÐUSTU FIMM MÍNÚTUNUM........
- Viðreisnarvilla vill leiða þjóð okkar afvega
- Nýju fjölmiðlarnir
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Reistir við af þjóðinni, til hvers.?
- Handtökuskipun ICC á Netanyahu og Gallant
- Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni
Athugasemdir
Held þetta var ekkert sérstaklega slæmt viðhorf til fatlaðra... en frekar bara allmennt léleg þjónusta.
það er alveg klárt að ef maður vill fá etthverja aðstoð í Hagkaup þá er betra að fara þangað á daginn þegar starfsfólkið sem er í fullri vinnu er við. Eftir kl 16 koma allir skólakrakkarnir sem eru nokkuð sama um að hjálpa eða ekki.
Jú, etthverjir eru duglegir. Skal ekki segja að allir eru þannig.
Heiðrún Klara Johansen, 6.10.2007 kl. 10:06
Ég á ekki til orð yfir þessu Jakob, en þetta er staðreynd og fer bara versnandi.
Ég var að starfa í Hagkaup fyrir nokkrum árum þá sem unglingur, held að flestir kunnu þá almenna kurteisi.
Ég þakka bara fyrir í dag að fá afgreiðslu í mörgum verslunum ,og þjónustan stundum eftir því.
Ég heyri marga kvarta undan dónaskap og að þurfa hreinlega að leita af starfsmanni í dag.....uusssss.
Og ef við verðum svo heppin að finna einn þá talar hann kannski bara annað tungumál.
Ef ég fæ lélega þjónustu í dag þá fer ég bara annað.
Gangi þér vel
Heiða Björk 6.10.2007 kl. 10:38
Auðvitað er þetta slæmt viðhorf til fatlaðra eins og ég lýsi í greininni og ekki var þessi slæma þjónusta af því, að mikið væri að gera. Ég kom þarna á virkum degi kl: 14,00 og var tíminn einmitt valinn með tilliti til þess að lítið væri að gera í versluninni. Svo er líka eitt í viðbót hvað margir leggja bílum sínum í stæði sem eru sérstaklega merkt fötluðum. Þegar ég var á Reykjalundi var þar einnig sjúklingur sem var mikið fatlaður og hafði áður verið einn af starfandi sérfræðingum þar. Hann var orðin svo uppgefinn á þessum vandræðum með bílastæðin, að hann lét prenta fyrir sig sérstaka límmiða, sem hann var alltaf með í bíl sínum og þegar hann sá bíl í stæði merkt fötluðum og ekkert merki um slíkt í glugga viðkomandi bifreiðar. Þá límdi hann slíkan miða á framrúðu bílsins en á þeim stóð: "Ath. þetta stæði er einungis ætlað líkamlega fötluðu fólki"
Jakob Falur Kristinsson, 6.10.2007 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.