REI

Það er með ólíkindum hvernig þetta nýja fyrirtæki fer af stað.  Ekkert nema spilling og svínarí eru fyrstu skref þessa nýja fyrirtækis, verið er að selja útvöldum aðilum hlutabréf í fyrirtækinu á undirverði og t.d. Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður félagsins keypti hlutabréf fyrir tveimur vikum fyrir 500 milljónir og mun nú þegar hafa hagnast á þessum viðskiptum sínu um 500 milljónir eða um tæpar fjórar milljónir á dag, auk þess sem Bjarni hefur verið ráðinn í hlutastarf hjá REI fyrir 750 þúsund á mánuði.  Bjarni er ekki einn vinningshafi í þessu nýja Lottói Orkuveitu Reykjavíkur heldur hafa nokkrir útvaldir vinningshafar verið valdir til að fá slíka vinninga en hinn almenni starfsmaður sem einnig má taka þátt í þessu, fær ekki að kaupa fyrir nema 100-200 þús. og meira að segja að hinn nýji forstjóri REI, Guðmundur Þóroddsson, sem áður stýrði OR, en skiptir nú um skrifstofu í sama húsi, fær sérstakan starfslokasamning hjá OR sem bætast við laun hans hjá REI.  Hver skyldi nú þurfa að greiða að lokum fyrir alla þessa vitleysu?  Svarið er einfalt, því það er Reykjavíkurborg eða réttara sagt íbúar Reykjavíkur.  Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri sem vill láta kalla sig; "Gamli góði Villi"  og í hverju er hann svona góður? Er hann svona góður við stjórn borgarinnar eða við íbúa hennar?  Nei ekki er það svarið, því að á sama tíma og Reykjavíkurborg er að ausa út peningum til útvaldra gæðinga, getur borgin ekki einu sinni rekið leikskóla borgarinnar af viti.  Gamli góði Villi það er kominn í hin mestu vandræði með sinn borgarstjórnarflokk þar sem undir niðri kraumar óánægjan með þessar gjörðir.  Nú hefur einn borgarfulltrúi tjáð sig opinberlega um málið  en það er Júlíus Vífill Ingvarsson og var hann að gagnrýna þetta mál, en þar sem þetta væri búið og gert væri lítið hægt að gera annað en vera því samþykkur og taldi hann að borgarstjórnarflokkur D-lista væri þessu allur í raun bæði samþykkir og á móti þessu.  Þetta er eitthvað alveg nýtt í pólitík að geta bæði verið samþykkir en samt á móti.  Ekki er nú sjálfstæð skoðun ríkjandi hjá borgarfulltrúum D-listans í Reykjavík, því þeir munu hafa farið nánast skrýðandi á fjórum fótum til Geirs H. Haarde formanns flokksins og Þorgerðar Gunnarsdóttur varaformanns, til að fá að vita hvaða skoðun þeir ættu að hafa á þessu máli og Salómonsdómurinn hljóðaði svona; "Samþykkja en vera samt á móti."  Ja, miklir menn erum við Hrólfur minn, eins og maðurinn sagði.  Nú er þetta mál farið að teygja anga sína í ríkisstjórn og Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra sagði í fréttum í gær;Að þótt hann fagnaði þessu nýja útrásarverkefni OR væri framkvæmdin fyrir neðan allar hellur og skemmdi á vissan hátt fyrir annars mjög góðu verkefni."   Hann sagði að nú yrði að setja lög strax til að hindra að erlendir aðilar eignuðust orkuauðlindir Íslands, en eins og staðan er í dag væri allt galopið hvað það varðar.  Nú mætti halda að þetta mál væri einkamál Reykjavíkurborgar, en svo er ekki því þetta snertir íbúa Hafnarfjarðar og íbúa hér á Suðurnesjum í sambandi við Hitaveitu Suðurnesja.  Ég held að þeir fóstbræður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Björn Ingi Hrafnsson, ættu að sjá sóma sinn að segja báðir af sér og viðurkenna þar með sína ábyrgð, ef þeir gera það ekki er nokkuð ljóst að í næstu kosningum mun núverandi meirihluti falla, því íbúar borgarinnar láta nú ekki bjóða sér hvað sem er.  Ég ætla hér að lokum að benda á mjög góða grein sem Kristinn H. Gunnarsson alþm. hefur skrifað um þetta mál á heimasíðu sinn kristinn.is og nefnist "Fallið mikla eftir veginum breiða"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

"Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður félagsins keypti hlutabréf fyrir tveimur vikum fyrir 500 milljónir og mun nú þegar hafa hagnast á þessum viðskiptum sínu um 500 milljónir eða um tæpar fjórar milljónir á dag,"

Bjarni ætti að sjá sóma sinn í því að bakfæra þessi kaup á upprunalega genginu. Er hann kannski svona vesæll maðurinn að hann geti aldrei setið við sama borð og almenningur. Honum hefur reglulega verið færðir milljarðir - í áskrif án þess að þurfa svo mikið sem taka upp hárgreiðu hvað þá brilljanttúpu.

Því í andskotanum  þarf endalaust að gefa honum forskot... eða forgjöf réttara sagt sem hann mun síðan margfalda á næstu tveim árum... áður en "okkur hinum" verður gefinn kostur á að ávaxta okkar krónur.  

Atli Hermannsson., 6.10.2007 kl. 11:23

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hann hlýtur að vera svona illa settur aumingja maðurinn að vinir koma til hjálpar, því áður var hann búinn að græða nokkra milljarða á braski sínu með hlutabréf í Glitni hf. (Íslandsbanka) sem hann fékk líka á undirverði.  Svo er aumingja maðurinn bara í hlutastarfi hjá REI sem hann fær ekki nema 750 þúsund á mánuði fyrir.

Jakob Falur Kristinsson, 6.10.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband