Flateyri

Það er alltaf gaman að sjá af og til jákvæðar fréttir af landsbyggðinni og ein slík var í gær, þegar sagt var frá því að hið nýja fyrirtæki á Flateyri, Eyraroddi ehf. væri farið af stað með fiskvinnslu á Flateyri og væru starfsmenn þess orðnir milli 30-40 manns.  Það er full ástæða til að óska Flateyringum til hamingju með þetta og vonandi ganga rekstraráætlanir eigenda þessa fyrirtækis eftir.  Það þarf mikinn kjark og hugrekki að fara af stað með nýja fiskvinnslu í því umhverfi sem er í dag í sjávarútvegi og lýsi ég aðdáun minni á þessum mönnum.

Ekki er í dag auðvelt fyrir nýja aðila að komast inn í þessa atvinnugrein nema þeir hafi yfir að ráða gífurlegum fjármunum.  Því nú er svo komið að hvert kíló af aflaheimildum í þorsk er selt á um 4.000 krónur og leiguverð fyrir sama kíló er nú um 200-220 krónur og fer hækkandi í báðum tilfellum, en fyrir ári var verðið komið í um 2.000-3.000 krónur og leiguverð 150-200 krónur á sömu tegund og þá þótti flestum nóg um.  En auðvitað verður verðið að hækka og ósköp einfalt að gera það.  Því stór útgerðafyrirtæki gera þetta þannig A selur B 500 tonn af þorski á kr. 3.000,- síðan selur B sama magn til C á kr. 3.500 sem aftur selur til A á kr. 4.000 og þá er komið markaðsverð á þorskkílóið kr. 4.000 þar sem nógu margar sölur hafa farið fram og eru skráðar hjá Fiskistofu og við hverja sölu hefur verðið alltaf hækkað, þótt raunverulegir peningar hafi aldrei skipt um hendur og er þetta líka gert með aðrar tegundir,sami leikur er svo endurtekinn til að mynda leiguverð á hverri fisktegund.  Þetta er flestum útgerðarfélögum nauðsynlegt því aflaheimildir eru veð fyrir þeirra lánum og nú þegar þorskkvótinn, sem vegur þyngst í verðmætum, hefur verið skertur um rúm 30% er eina leiði að búa til hærri viðmiðunarverð svo verðmæti aflaheimilda geti staðið sem veð fyrir þeim lánum sem hann hefur verið veðsettur fyrir.  Þetta er orðið þvílíkt rugl og vitleysa að óskiljanlegt er með öllu að þetta arfavitlausa kvótakerfi skuli ekki vera lagt niður.  Það er illgresi í okkar þjóðfélagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband