Reykjanesbær

 

Hópslagsmál brutust út á Tjarnargötu í Reykjanesbæ, rétt við Hafnargötu, klukkan 5 í morgun.  Lögreglumenn fóru á staðinn og lentu þar í átökum við fjölda fólks.  Veist var að lögreglumönnum með spörkum og höggum og þurfti lögreglumenn að beita táragasi til að leysa upp slagsmálin.  Að sögn lögreglu slasaðist enginn alvarlega en nokkrir þurftu að leita til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, vegna minni háttar áverka.

Engin frekari skýring hefur verið gefinn á öllum þessum látum, en það er að verða fastur liður í fréttum um hverja helgi að einhver læti og slagsmál verði í miðbæ Reykjanesbæjar.  Hvort þetta sé vegna þess að fólk vilji líkjast Reykjavík, veit ég ekki, en greinilegt er að þegar fólk hagar sér svona er það kolruglað og vitlaust en af hverju það verður svona er svo önnur saga.  Þetta er hlutur sem ekki á að líða og ber að stoppa sem fyrst með öllum tiltækum ráðum.


mbl.is Táragasi beitt til að leysa upp slagsmál í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Taxi Driver

Þetta á sér nú tiltölulega einfalda skýringu, amk að hluta. Síðustu ár hefur ótrúlega mikið af skítapakki, oft kölluðu félópakki flutt af höfuðborgarsvæðinu útá Suðurnes, og þá sérstaklega til Reykjanesbæjar. Það hefur verið óopinber stenfa sumra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að losa sig við þetta fólk og hefur t.d. Hafnarfjörður styrkt þá sérstaklega sem flytja úr bænum og útá Suðurnes. Þetta veit ég fyrir víst því starfsmaður Félagsþjónustu Hafnarfjarðar sagði mér þetta sjálfur. Af þessum sökum á ma Reykjanesbær við gríðarlegt vandamál að etja, fíkniefnaneysla þar er gríðarleg, trúlega mest á landsvísu miðað við hina frægu höfðatölu. Það segir t.d. sína sögu að leigubilstjórar sem eru búsettir í Reykjanesbæ þjónusta helst ekki bæinn um helgar heldur vinna inni í Reykjavík. Þeir segja mér að þetta lið sé ekki keyrandi, heldur slefandi og gargandi skríll sem minni helst á liðið í Hafnarstræti um sjöleytið á sunnudagsmorgni. Vissulega hafa svona vandamál lengi loðað við gömlu Keflavík, þe drykkjuskapur og skrílslæti en augljóst er að vandamálið hefur aukist gríðarlega á fáeinum árum.

Taxi Driver, 7.10.2007 kl. 12:31

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta finnst mér nú furðuleg skýring og minnir mig á að á sínum var yfirleitt í fréttum sem komu utan af landi tekið skýrt fram ef eitthvað afbrot átti sér stað, að um utanbæjarmenn hefði verið að ræða.  Og fyrir stuttu síðan þegar upp komst um dópsmyglið í skútunni frægu, þá m.a. leitað í einum bát hér í Sandgerði en eigandi hans átti víst heima í Garðabæ og tengdist smyglmálinu, þá voru uppi hér nokkuð háværar raddir um að bæjarstjórinn hefði átt að koma því á framfæri opinberlega, að viðkomandi ætti ekki heima í Sandgerði heldur í Garðabæ.  Eins og það skipti nokkru máli hvaðan sá kemur eða á heima sem brýtur lög.  Hvernig heldur þú að því yrði tekið ef lögreglan í Reykjavík sem um nánast um hverja helgi þarf að hafa afskipti af fjölda fólks í miðbæ Reykjavíkur, ef hún færi að birta yfirlit hvað margir væru úr t.d. Breiðholti, Grafarvogi, Kópavogi, Vesturbænum osfrv.  Ég tel miklu líklegri skýringu á flutningi þess fólks sem þú kallar "skítapakk" og "Félópakk", en er í flestum tilfellum bara fátækt fólk og hefur flutt á þetta svæði vegna þess að húsnæðisverð hefur verið mun lægra hér en á Reykjarvíkursvæðinu.  Ég er öryrki og fæ bætur samkvæmt því, og ástæða þess að ég flutti hingað til Sandgerðis var eingöngu vegna hvað verð á húsnæði var hagstætt og ég kæri mig ekkert um að vera kallaður eitthvað "FÉLÓPAKK".  Þú skalt nú aðeins hugsa betur um hvað þú lætur út úr þér.  Fíkniefnavandamál hafa lengi loðað við hina gömlu Keflavík og sá vandi verður ekki leystur með því, eins og þú gerir að loka bara augunum og kenna öðru fólki um.  Það hefur verið reynt í einu landi í heiminum að flokka fólk eftir uppruna sínum en það var í Þýskalandi Hitlers og hefur nú ekki þótt mikill sómi af þeirri aðgerð. 

Jakob Falur Kristinsson, 7.10.2007 kl. 13:21

3 identicon

Sammála Jakob! Það þarf að finna lausn á vandamálinu og sú lausn felst ekki í því tíunda hvaðan fólkið kemur sem skapar vandamálin.

Ragnheiður Ástvaldsdóttir 7.10.2007 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband