Alonso

 

Fernando Alonso fylltist bræði eftir tímatökurnar í Sjanghæ og var svo gramur stjórnendum McLaren, að hann sparkaði niður hurð í skrifstofu félagsins við brautina.  Þá skemmdi hann keppnishjálm sinn er hann fleygði honum í reiði sinni í bílskúrsgólfið.  Alonso þótti ekki eðlilegt að hann skyldi vera hálfri sekúndu á eftir liðsfélaga sínum Lewis Hamilton með hringinn.  Hann fullyrti að keppnisáætlun sín hefði verið samin án samráðs við sig.  Í framhaldi af þessu fylltust spænskir fjölmiðlar af samsæriskenningum og töldu að fiktað hefði hefði verið við loftþrýsting og lofthita á dekkjunum á bíl Alonso.  Hann mun hafa afskrifað heimsmeistaratitilinn í kjölfar tímatöku, þar sem hann lenti í fjórða sæti en Hamilton í því fyrsta.  Þetta breytti þó ekki því að Alonso varð að lokum annar í mark en Hamilton, féll úr keppni fyrir mistök stjórnenda McLaren-liðsins og eigin akstursmistaka.

Ég held að þessi maður ætti að hætta þátttöku í þessum keppnum ef hann kennir öllum öðrum um sín eigin mistök.  Þessi framkoma er til skammar og ætti McLaren að reka hann strax.


mbl.is Alonso reiddist stjórunum og sparkaði niður hurð í skrifstofu McLaren
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta að kenna alltaf öðrum um allt sem alaga fer hefur nú löngum fylgt Alonso og er það kannski þess vegna sem fáir myndu sjá eftir honum ef hann dr..... sér í burtu úr formúlunni.  Alla vega held ég að hann sé að leggja grunninn að því að fara frá McLaren og er þá helst talað um að hann fari aftur til Reunault, þar getur hann kannski verið í einhverjum "kóngaleik" en ég er smeykur um að Kovalainen eigi eftir að velgja honum hressilega undir uggum.

Jóhann Elíasson, 7.10.2007 kl. 17:41

2 Smámynd: ViceRoy

Alonso hefur alla tíð farið í taugarnar á mér, hvort sem er þegar hann keyrir eða er á fundum... Svo fregnirnar af honum.

Hann er alltof aggresívur ökumaður, fífldjarfur á köflum. Vantar einhvern veginn fágaðan ökustíl.  Svo er hann alltaf cocky (svo ég leyfi mér að sletta aðeins) í framkomu, lætur eins og hann sé besti ökumaður sem uppi hafi verið, svo kemur nýr ökumaður, glænýr meira að segja, sem virðist (sannast á enda tímabilsins) vera betri en hann og hann verður brjálaður yfir öllu.

Ég sæi ekki mikið eftir honum ef hann færi úr formúlunni.

ViceRoy, 7.10.2007 kl. 17:50

3 identicon

Alonso er reyndar góður og hæfileikaríkur keyrari.
En að mínu mati er hann einum of líkur Sjúmaker í skapinu, alltaf til í aðverða æstur út í aðra.

Kv Einar

Einar 7.10.2007 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband