Milljón dollarar

Karlmaður var handtekinn eftir að hann afhenti gjaldkera í matvöruverslun í Pittsburgh í Bandaríkjunum peningaseðil upp á eina miljón dala og bað um að fá til baka.  Lögreglan sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að maðurinn hafi verið mjög ofbeldisfullur og verið með svívirðingar er verslunarstjórinn í Giant Eagle versluninni tók seðilinn í sína vörslu.  Maðurinn braut sjóðsvél sem var á borðinu og teygði sig í skanna að sögn lögreglu.  Seðli upp á eina milljón dala hefur aldrei verið dreift í Bandaríkjunum.  Frá árinu 1969 hefur 100 dala seðilinn verið sá verðmætasti sem settur hefur verið í umferð.

Maðurinn fór inn í verslunina sem er í norðurhluta Pittsburgh sl. laugardalskvöld.  Þegar lögreglan kom á staðinn spurðu þeir manninn til nafns, þar sem hann var skilríkjalaus.  Maðurinn neitaði að svara og því handtekinn og kærður fyrir peningafölsun og fyrir að fremja glæpsamlegan hrekk.

Lögreglan rannsakar nú hvort falsaði seðillinn tilheyri öðrum fölsuðum seðlum sem trúarráðuneyrið í Dallas dreifði í fyrra í auglýsingarskyni.

dollaraseðillHér er seðillinn frægi.

Aumingja maðurinn að láta sér detta það í hug að ein verslun væri með svona mikla peninga til að geta skipt slíkum seðli.  Er nú er spurninginn sú, falsaði hann sjálfur þennan seðil eða var þetta falsað af trúarráðuneytinu í Dallas?

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Reyndi að fá milljón dala seðli skipt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einkennilegt mál.

Senniulega er maðurinn sem hyggst greiða með seðli sem opinberlega er ekki til, ekki með öllum mjalla. 

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 9.10.2007 kl. 18:06

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðviað er maðurinn kolruglaður.

Jakob Falur Kristinsson, 10.10.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband