Flóttafólk

Þá eru komin til landsins, flóttafólkið frá Kólumbíu, en hér er um að ræða 27 manns, bæði konur og börn en fólkið kom hingað frá Ekvador en þangað hafði það flúið frá heimalandi sínu vegna stríðsátaka.  Fólkið kemur hingað í boði íslenskra stjórnvalda en hér voru fyrir þrír flóttamenn frá sama landi.  Þetta fólk fær hæli hér á landi sem flóttamenn.  Reykjavíkurborg og Rauði krossinn taka á móti fólkinu sem nú tekur þátt í tólf mánaða aðlögunarferli á vegum félagsmálaráðuneytisins.  Fólkinu verður útvegað húsnæði. félagsleg ráðgjöf, íslenskunám og fræðsla, auk þess sem börnin fá aðgang að grunn- og framhaldsskólum.  Ég fagna því að íslendingar skuli getað aðstoðað fólk í öðrum löndum sem er í miklum vandræðum og jafnvel lífshættu og vil taka skýrt fram að ég hef ekkert á móti því að erlent fólk setjist hér að.

Hins vegar fannst mér skrýtið að Reykjavíkurborg skuli getað útvegað þessu fólki húsnæði, því ekki er langt síðan að í fréttum var sagt frá því að nokkur hundruð fjölskyldur væru húsnæðislausar í Reykjavík og sagt frá því að sumt fólk væri algerlega upp á sína ættingja komið varðandi húsnæði.  Það voru einnig nefnd dæmi um einstæða móður sem varð að sætta sig við að sofa í bíl með lítið barn sitt í nokkra mánuði.  Viðtað er að á götum Reykjavíkur er mikill fjöldi fólks sem hefur ekkert húsnæði og þar af leiðandi á ekkert heimili.  Á meðan við getum íslendingar ekki séð sómasamlega um okkar borgara, ættum við að fara okkur hægt í að taka á móti mikið af flóttafólki, því ef ekki er tekið á okkar eigin vanda og þegar og ef flóttafólkið fær íslenskan ríkisborgararétt þá lendir það í sömu stöðu og margir íbúar Reykjavíkur er í dag, þ.e. á götunni húsnæðislaust og komið aftur í þau vandræði sem það var að flýja frá, en bara í öðru landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

sannarlega er ég sammála þér Jakob, ef ekkert er að gert erum við ekki að gera þessu fólki mikinn greiða, því miður, en þessi hlið málsins vill gleymast og ef maður imprar á einhverju svona er maður á móti innflytjendum, Guð minn góðir öðru nær, en við verðum öll að geta búið og lifa sómasamlega, sem er því miður ekki raunin, hvort sem við erum innflytjendur eða innfædd. 

Kveðja af skaganum 

Guðrún Jóhannesdóttir, 10.10.2007 kl. 12:06

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er bara svo vara samt að tala um innflytjendur, því svo margir rjúka upp og kalla þá sem það gera, rasista, þess vegna þegja svo margir.

Jakob Falur Kristinsson, 10.10.2007 kl. 18:10

3 Smámynd: Linda

ég er svo innilega sammála þér, eflaust eru það margir enn það þorir ekki að tjá sig um málið, sakir viðbragða frá hinum ofur réttlátu sem til pólitískum rétttrúnaði.

Linda, 12.10.2007 kl. 03:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband