Listinn frægi

Allaf er umræðan stofnun hins nýja fyrirtækis REI að taka á sig nýjar myndir.  Nú er fyrirtækið sem slíkt hætt að skipta máli aðalatriðið er þessi frægi listi og hvort Vilhjálmur borgarstjóri hafi fengið þennan lista á eigendafundi í síðust viku en á þessum lista munu hafa verið nöfn þeirra aðila sem áttu að fá rétt til kaupa á hlutabréfum á undirverði.  Vilhjálmur segist hafa vitað um ákveðna aðila sem áttu að fá að gera slík kaup en slíkum lista hafi ekki verið dreift á áðurnefndum fundi og það staðfestir einnig fulltrúi Akraneskaupstaðar sem var á fundinum.  Svandís Svavarsdóttir og Dagur B. Eggertsson segjast hafa fengið þennan lista á fundinum.  Nú hefur komið fram að þessi listi var ekki formlega lagður fram á þessum fundi en hins vegar dreift til allra sem á fundinum voru.

Ég verð nú að segja að það eru furðulegir stjórnarmenn í stórfyrirtæki eins og OR er vissulega, sem ekki lesa neitt það á stjórnarfundum, nema það sé formlega borið fram og skráð í fundargerð og til hvers var verið að dreifa þessum lista ef fundarmenn höfðu engan áhuga á að lesa hann?  Átti hann bara vera eins og hvert annað borðskraut af því að fundarstjóri var lögfræðingur sem sóttur var sérstaklega út í bæ til að stýra þessum fundi?  Nei ég held að Vilhjálmur væri maður að meiru ef hann einfaldlega viðurkenndi mistök sín og lofaði að bæta úr þeim, þá yrði málið fljótt að gleymast, en að halda þessari vitleysu áfram og nú að hengja sig á það að einhverjum lista hafi ekki verið dreift formlega er orðið hreinlega barnalegt.  Vilhjálmi er að takast að flækjast svo inn í eigin þvælu og vitleysu að hann ratar ekki út aftur og ef hann heldur mikið lengur áfram svona endar það ekki með öðru en hann verður að segja af sér út af máli sem hann gat auðveldlega forðast, bara með því að viðurkenna sín mistök.  Þetta er að verða stórkostleg framhaldssaga um hvernig stjórnmála menn eiga ekki að haga sér.  Nú á að reyna að bjarga öllu klúðrinu með því að selja allt heila draslið til REI og á þá Reykjavík enga Orkuveitu lengur sem hefur malað gull í gegnum árin og er þá borgarstjórastóllinn orðinn ansi dýru verði keyptur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Allt þetta mál er ótrúlegt Jakob minn svon sannarlega. 

En ég ætla að klukka þig.  http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2007 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband