Nú er ég virkilega orðinn ruglaður

Já nú er ég orðinn virkilega ruglaður á öllu þessar vitleysu og rugli varðandi meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur.  Í fréttum í gær eftir 3-4 tíma fund meirihlutans varðandi REI og OR.  Borgarstjóri sagði; "Það er sameiginleg niðurstaða að selja hlut borgarinnar í REI og leita til ráðgjafa um söluna", skömmu síðar sagði Björn Ingi;  "Ég er ekki sáttur við þessa sölu á hlut borgarinnar í REI."  Þegar Björn Ingi var spurður um yfirlýsingu borgarstjóra var svarið; "Hann hlýtur að hafa mismælt sig" og þegar borgarstjóri var aftur spurður um ummæli Björns Inga var svarið;  "Honum hlýtur að hafa misheyrst"  En það skal tekið fram að í viðtölum við báða þessa menn tóku þeir skýrt fram að meirihlutinn stæði sterkur saman og allir væru í raun sammála.  Í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi ræddu síðan um þessi mál Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir /D) og Dagur B. Eggertsson (S).  Þar fullyrti Þorbjörg Helga að enginn ágreiningur væri fyrir hendi hjá meirihlutanum og endur tók þetta með mismæli og misheyrn, en hún sagði líka að þetta væri svo stórt og mikið mál að erfitt hefði verið að fá góða yfirsýn um málið.  Aðspurð um brotthvarf Hauks Leóssonar úr stjórn OR og hugsanlegt brotthvarf Guðmundar Þóroddssonar, sagðist hún ekki vilja ræða nein ákveðin nöfn og marg ítrekaði, að það þyrfti meiri tíma til að skoða málið og fá þennan ráðgjafa til samstarfs.  Það eina sem kom af viti út úr þessum þætti var að Dagur B. Eggertsson, sagði að komin væri tími til að skynsemin tæki yfirhöndina varðandi þetta mál.  Það kom einnig fram í fréttum að forstjóri OR segir að fyrir liggi undirritaður samningur að eignarhlutur OR í Orkuveitu Suðurnesja verði seldur til REI en borgarstjóri segir að það komi ekki til mála.  Svona er talað út og siður og allt í hring.  Er því nokkuð skrýtið að maður eins og ég, sé orðin ruglaður á þessu öllu. 

Á ég virkilega að trúa því að meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur skorti skynsemi til að taka á svona stórum málum eins og Þorbjörg Helga sagði í gær?  Til hvers í andskotanum var þetta fólk að bjóða sig fram í borgarstjórn Reykjavíkur, ef það getur ekki tekið skynsamlegar ákvarðanir?  Á nú að fara að láta einhverja ráðgjafastofu út í bæ um að stýra borginni ef eitthvað kemur upp á? Hélt þetta fólk að aldrei kæmu stór mál á borð borgarstjórnar?  Mér finnst þetta mál vera ósköp einfalt og tel að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri og Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, ættu báðir að segja af sér.  Rifta þessum fræga samningi um sameininguna sem bjó til REI og borgin ætti áfram sína Orkuveitu og ekkert yrði hreyft við Hitaveitu Suðurnesja.  Þessi útrásar hugmynd var góð. en hana er búið að eyðileggja með vitleysu og ef menn vilja reyna þetta aftur þá gera menn það, en hafa bara allan undirbúninginn betri og hugsi fyrst og fremst um hag íbúa Reykjavíkur en ekki að gefa einhverjum útvöldum stórar fjárhæðir.  Hvað varðar þá félaga Vilhjálm og Björn Inga, skipti engu þótt núverandi meirihluti, sé að lýsa yfir fullu trausti á þá.  Hinn almenni kjósandi treystir þeim ekki og því verða þeir að víkja ef friður á að nást og skynsemin ráði för.

  Á sama tíma og allt þetta er að ske, er Össur Skarphéðinsson. iðnaðarráðherra að undirbúa frumvarp sem lagt verður fram á næstunni, þar sem bannað verður að selja almenningsveitur til einkaaðila.  Þannig að þegar meirihlutinn verður búinn að fá allan þann tíma sem hann telur sig þurfa varðandi sölu á Orkuveitu Reykjavíkur og ráðgjafar búnir að koma með sitt álit, þá þarf ekki að hugsa um þetta mál meira í bili.  Því sú sala sem er fyrirhuguð mun þá vera orðinn bönnuð með lögum og þá fellur meirihlutinn og hvað þá?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert ekki einn um að vera ruglaður í öllu þessi Jakob minn, ég deili því með þér algjörlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2007 kl. 10:27

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er orðinn ein alsherjar þvæla og rugl. 

Jakob Falur Kristinsson, 11.10.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband