Ekki einfalt að fara að lögum

Fyrir nokkrum árum var ég vélstjóri á netabát sem gerður var út frá Bíldudal og rérum við frá Ólafsvík, en aflanum var landað á Patreksfirði, þaðan sem honum var ekið til vinnslu á Bíldudal.  Þar sem þetta var saltfiskverkun, vildu þeir aðeins fá þorskinn og lönduðum við því öðrum tegundum á fiskmarkaðinn á Patreksfirði.  Það kom oft fyrir að við fengum bæði höfrunga og hnísur í netin sem fór yfirleitt fyrir borð aftur.  Svo kom fólk og fór að spyrja okkur um hvort við gætum útvegað höfrungakjöt.  Þar sem um borð hjá okkur var Færeyingur sem kunni vel til verka að skera kjötið af þessum skepnum, allt þetta höfrungakjöt gáfum við fólki.  Svo kom að því að þar sem þetta var svo vinsælt að okkur datt í hug að setja 1 höfrung á fiskmarkaðinn og vita hvort hægt væri að fá eitthvað verð á þetta.  Það vildi svo til að þegar við létum höfrunginn á fiskmarkaðinn voru menn frá Fiskistofu staddir á Patreksfirði og ráku augun í þennan höfrung og bönnuðu strax að hann yrði seldur og komu síðan um borð til okkar og tilkynntu skipstjóra að hann mætti ekki veiða höfrung nema hafa tilskilið leyfi til hvalveiða og yrði að taka höfrunginn aftur.  Skipstjórinn benti þeim á ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða, þar sem skýrt er tekið fram að ekki mætti henda neinu í hafið aftur sem kæmi í veiðarfærin og skylt að koma með allt í land og það væri útilokað að forðast hvað kæmi í netin.  Við værum fyrst og fremst að veiða þorsk og þessir höfrungar sem kæmu í netin væru bara til vandræða.  Fiskistofumenn fóru þá inn í bíl sinn sem stóð á bryggjunni til að ræða málin og komu svo aftur um borð og sögðu; "Að þetta væri hið mesta vandræðamál" því við hefðum ekki leyfi til að veiða hval og mættum því ekki koma með hann í land og hvorki selja eða gefa höfrunginn.  En hvað varðaði þetta ákvæði í lögum um að koma skyldi með allan afla í land, þá væri átt við fisk en ekki hvali.  Skipstjórinn benti þá á að í lögunum væri ekkert undanskilið hvorki hvalur eða annað og þá kom svarið; "Ja við verðum nú að túlka þetta svona núna og passið þið ykkur bara á því að koma ekki með höfrung í land aftur, það verður bara að hafa það þótt þið hendið þeim í hafið aftur við vitum þá ekkert af því." Urðum við því að taka þennan höfrung aftur um borð og kasta honum í hafið þegar við vorum komnir út á rúmsjó aftur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

það er ekki vandræðalaust að fara að þessum reglugerðum

Guðrún Jóhannesdóttir, 12.10.2007 kl. 11:26

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Svona er batteríinu rétt lýst. 

Hallgrímur Guðmundsson, 12.10.2007 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband