Ekki sama hverjir gera út með leigukvóta

LÍÚ hefur lengi haft horn í síðu þeirra útgerða sem eiga ekki aflaheimildir, heldur þurfa að leigja til sín allt það sem þeirra skip veiða.  Brottkast hefur verið talið fylgja þessari útgerð umfram aðra og eins hafa slíkar útgerðir verið sakaðar um að brjóta samninga á sínum sjómönnum, þótt margoft hafi sannast að uppgjör á þessum skipum eru oft mun hagstæðari og miðað við hærra fiskverð en hjá félagsmönnum LÍÚ, því þau skip sem gera út með leigukvóta landa yfirleitt öllum sínum afla á fiskmarkaði þar sem verð er hæðst á meðan flestir hinir heilögu félagar í LÍÚ eru með sín skip í föstum viðskiptum við eigin vinnslur og miða þá uppgjör við sjómenn við lámarksverð.  Nú kemur allt annað hljóð í strokkinn hjá framkvæmdastjóra LÍÚ, Friðrik J. Arngrímssyni.  Í nýjasta tölublaði Fiskifrétta, segir Friðrik um leiguverð á þorski í rússnesku lögsögunni; "Okkur þykir verðið nokkuð hátt eða kr. 64,- fyrir hvert kg. en vildum láta láta á þetta reyna.  Þá má geta þess að norskar og færeyskar útgerðir sem hafa keypt slíkar veiðiheimildir, geta dregið kostnaðinn frá óskiptum afla.  Við hefðum líka viljað sjá þennan kostnað koma af óskiptu hjá okkur."  Hvað meiga íslenskir útgerðarmenn segja, sem þurfa að leigja veiðiheimildir af félagsmönnum LÍÚ og verða greiða kr. 200-220 fyrir hvert kíló af þorski og hafa fram til þessa ekki þorað að láta það út úr sér að leiguverð væri dregið frá óskiptum afla.  Þeir hafa átt fullt í fangi með að verjast árásum margra aðila um að þeir stunduðu slíkt.  En það er ekki sama Jón og Séra Jón, því þau útgerðarfyrirtæki sem nú eru að fara að leigja kvóta af Rússum eru: Samherji hf. 711 tonn, HB-Grandi hf. 511 tonn, og Brim hf. 200 tonn og allt er þetta miðað við óslægðan fisk.  Nú telur Friðrik J. Arngrímsson ósköp eðlilegt að leiguverð skuli dregið frá óskiptum afla og ætli samtök sjómann séu ekki sammála honum?  Það kæmi mér ekki á óvart.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þetta er ótrúleg hræsni. "Okkur þykir verðið nokkuð hátt eða kr. 64,- fyrir hvert kg"  Þetta finnst Friðrik J hátt verð. Honum finnst það ekki þegar ég er rukkaður um 200 til 220 kr fyrir kílóið. Er þetta ekki lýsandi dæmi hvernig þetta Líú apparat er í hnotskurn. Þeir eiga að fá allt fyrir lítið sem ekki neitt, en ef þeir láta eitthvað frá sér skal sá sem fær sko borga og það allduglega. Síðan leggur Líú til að sjómenn verði látnir taka þátt í kvótaleigu. Er ekki nóg að menn eru látnir taka þátt í olíukaupum á flotann með kostnaðarhlutdeildinni sem er 30% í dag og hefur verið í langan tíma? Annars er gott til þess að vita að Friðrik J telur þetta vera nokkuð hátt verð, hann væntanlega beitir sér fyrir því að hans félagsmenn lækki leiguverðið niður í það sem honum finnst réttlátt verð svona kannski 50 til 60 kr per kíló.

Hallgrímur Guðmundsson, 13.10.2007 kl. 05:56

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Friðrik er alveg sama um alla sem ekki eru í LÍÚ og stefnan er sú að þeir sem leigja til sín kvóta skuli greiða 200-220 krónur fyrir hvert kíló, en ef félagsmenn LÍÚ á verið að lækka verulega og sjómenn að taka þátt í kvótaleigu.

Jakob Falur Kristinsson, 13.10.2007 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband