Ríkisstjórnin

Það muna nánast allir hvar þeir voru staddir 11.9. 2001, en þá var gerð árás á tvíburaturnanna í New York,  nú mun önnur dagsetning festast í hugum íslendinga sem, er 11.10. 2007. en þá féll meirihlutinn í Reykjavík með látum.  Í Kastljósþætti Sjónvarpsins í gærkvöldi voru að ræða þessa nýju stöðu í Reykjavík þau, Bjarni Harðarson alþm. (B), Óli Björn Kárason, blaðamaður (D)  og Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi (VG), ekki ætla ég að fjalla mikið um þessar umræður, en tók þó sérstaklega eftir einu sem Óli Björn sagði um málið en hann sagði;  "Borgarfulltrúar sjálfstæðismanna í Reykjavík þurfa að líta vel á sinn hlut, því ljóst hefði verið a.m.k. þremur dögum áður að þá hefði legið í loftinu að meirihlutinn var við það að springa, en þeir hefðu ekki viljað hlusta á góðra manna ráð og því hefði farið sem fór."   Það er alveg ljóst að þrátt fyrir yfirlýsingar um gott og traust samstarf í núverandi ríkisstjórn og atburðir í Reykjavík hafi þar engin áhrif.  Er sú staða samt komin upp að Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn veikari aðilinn í því samstarfi og nú er verið að vara ráðherra flokksins við því að þeir þurfi að fara varlega svo ekki eigi að fara þar eins og í borgarstjórn og Meira að segja Morgunblaðið skrifar í Staksteinum í gær; "Forustumenn Sjálfstæðisflokksins geta auðvita litið svo á, að atburðir í ráðhúsinu, hafi engin áhrif á landstjórnina.  Ekki eru nema tvær vikur liðnar frá því einn af viðmælendum Morgunblaðsins í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, lýsti samstarfinu við borgarfulltrúar Framsóknarflokks sem frábæru.  Því lauk í gær.  Með eftirminnilegum hætti fyrir Sjálfstæðisflokkinn eða hvað finnst borgarfulltrúunum?  Hér eftir ættu ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokks að gæta að sér við hvert fótmál."  En gera þeir það?  Nei aldeilis ekki, hver ráðherrann eftir annann eru með stórar yfirlýsingar um hinn nýja meirihluta í borgarstjórn sem þeir telja að muni ekkert gera gott og varla á vetur setjandi.  Hver er tilgangur ráðherranna með þessum stóru yfirlýsingum sínum?  Ekki eru þeir að taka mark á viðvörum um að fara varlega,heldur eru að feta nánast í fótspor borgarfulltrúanna í Sjálfstæðisflokknum og tefla þar með í hættu núverandi ríkisstjórn.  Það hættulegasta í allri pólitík er að vanmeta andstæðing sinn og það virðist Sjálfstæðisflokkurinn vera að gera núna.  Hann er nánast að leika sér með eldinn og ef hann gengur of langt er næsta öruggt að Samfylkingin tilkynnir honum einn daginn að hún sé búin að mynda ríkisstjórn með þeim flokkum sem nú skipa meirihluta í borgarstjórn og Sjálfstæðismenn sitja eftir eins og náttröll og vita ekkert í sinn haus, frekar en í borgarstjórn.  Það yrði mjög skemmtilegt ef þetta skeði 11.11. 2007 svo allar dagsetningar hljómi saman.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband