Er Hafró gengi í lið með öfgvafullum samtökum

Í grein sem Arthur Bogason, skrifar í Fiskifréttir, þar sem hann er að benda á ákveðinn svissneskan bækling sem gefinn er út af samtökunum World Wide Fund, þar sem verið er að fræða svissneskan almenning um þær fisktegundir sem eru í útrýmingarhættu og ætti að forðast að kaupa og borða, því fólk gæti hreinlega verið að borða síðasta fiskinn af ákveðinn tegund.  Vitað er að svissneskir smásalar nota upplýsingar frá WWF við töku ákvarðanna um innkaup.  Í grein sinni segir Arthur;  "Sú sorglega staðreynd blasir við að rótina að bæklingi WWF í Sviss má að hluta rekja þráðbeint til Íslands.  Hafrannsóknarstofnun dælir viðstöðulaust út kolsvörtum skýrslum um ástand þorsks á Íslandsmiðum."  Ég fór inná síðuna sem Arthúr vitnar til og fann þessa skýrslu og þar er fullyrt að nær allir þorskstofnar í Norðanverðu Atlandshafi séu ofveiddir og fólk hvatt til að kaupa ekki þann fisk.  Er nú ekki komið tími til að endurskoða hlutverk Hafrannsóknarstofnunnar, en sú stofnun er nú farinn að gera ansi margt.  Hafró sinnir fiski- og hafrannsóknum, túlkar sjálf sínar eigin niðurstöður, gerir tillögur um veiðar úr hverjum fiskistofni og er nú farin að hvetja erlent fólk til að kaupa ekki íslenskan fisk, og svo langt er gengið að ef farið er eftir ráðgjöf Hafró eru menn taldir sýna einstakan kjark.  Ég hef talið að þessi stofnun ætti að starfa á vísindalegum grunni og senda frá sér upplýsingar um sínar rannsóknir en gera síðan eins og alvöru vísindamenn, að láta aðra túlka niðurstöður og síðan er það stjórnmálamanna að taka ákvörðun um hvað mikið skuli veiða af hverri fisktegund, þessi stofnun er komin út úr öllu korti með afskiptasemi af hlutum sem þeim kemur ekkert við.  Við getum litið til Barentshafsins en þorskstofninn þar er talinn vera sá sterkasti í Norður Atlandshafi, þar hafa vísindamenn sett fram sitt álit á hverju ári, en alltaf hefur veiðin ekki verið í samræmi við álit vísindamann, bæði Norðmenn og Rússar hafa veitt þar nokkur hundruð þúsund tonn af þorski umfram álit vísindamanna og samt blómstrar stofninn enda hafa þeir sem ráða, haft vit á því að banna allar loðnuveiðar í Barentshafi í nokkur ár.  Meira að segja rækjustofninn er allur að koma til og nýjar fréttir úr Barentshafi segja frá ævintýralegum rækjuafla.  En hér leggur Hafró til að minnka þorskveiðar um 30% og á sama tíma leggja þeir til að auka loðnuveiðar og auðvita sýnir sjávarútvegsráðherra sinn mikla kjark og fer í einu og öllu eftir tillögum Hafró.  Því er haldið fram varðandi loðnuna að við verðum að veiða hana því hún drepist eftir hrygningu og við værum að missa af miklum verðmætum ef við veiddum hana ekki.  Ég þori að fullyrða að loðnan þótt hún lægi dauð á hafsbotni sé miklu verðmætari þar fyrir lífríki hafsins og þjóðarbúið en hún verður nokkurn tíma þegar hún er veidd og brædd eða fryst.  Það er einn fiskistofn hér við land sem nánast alltaf hefur verið veitt mikið úr umfram ráð fiskifræðinga en það er ýsan og ætli það sé tilviljun ein að nú er allt fullt af ýsu á öllum miðum.   Af því ég ræddi hér fyrr um skrif Arthurs Bogasonar, þá ætla ég að birta hér fyrir neðan slóðina inn á þessa síðu sem hann var að vitna í.

http://assets.wwf.ch/downloads/fishdishreportfinal1509006.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eru ekki þrír af fimm stjórnarmönnum Hafró í L.Í.Ú.  þeir vilja tala fiskinn niður, til að gína sjálfir yfir öllu, og losa sig við litlu karlana í greininni.  Oj bara.  Svo talar Einar Kristinn digurbarkalega um ríting í bak hjá framsóknarmönnum.  Honum ferst. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2007 kl. 11:44

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Mikið rétt Jakob góð ábending. Ég var vægast sagt mjög hissa þegar ég las þessa grein frá Artúr Bogasyni. En þarf okkur að bregða? Forstjóri Hafró og Kálfamálaráðherrann Einar Guðfinnsson fóru í Evrópu túr saman til þess að kynna niðurstöður Hafró og Íslenskan sjávarútveg í sumar. Hver skyldi boðskapurinn hafa verið? Hafró hefur sýnt það að hún er algjörlega óhæf sama hvort kemur að rannsóknum eða túlkun gagna. Það eitt að Hafró túlki eigin gögn er algjört brjálæði, eins og Ásthildur bendir á eru Líú kálfarnir þar í stjórn og hef ég margsinnis bent á það. Það eitt nægir til að gera þetta Hafró apparat óhæft með öllu.

Hallgrímur Guðmundsson, 13.10.2007 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband