Ráku hníf í bakið á eigin foringja

Alltaf eru að koma fram meiri upplýsingar um hver var ástæða þess að nýr meirihluti tekur við  völdum í Reykjavík.  Samkvæmt mínum heimildum var atburðarrásin þessi:

1.  Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna kom sér saman um að knýja þá Björn Inga og Vilhjálm til að segja af sér og í þeim tilgangi fóru þau á fund Geirs H. Haarde, til að fá blessun frá FLOKKNUM til þess að sparka Vilhjálmi borgarstjóra.  Höfundar af þessu ráðabruggi munu hafa verið, Gísli Marteinn og Hanna Birna, sem annað hvort ætlaði sér borgarstjórastólinn.  Geir mun ekki hafa lagst gegn þessu en beðið þau að fara varlega, en óþolinmæðin var slík að þau vildu sem fyrst ráðast á Vilhjálm.

2.  Jafn reyndur stjórnarmálamaður og Vilhjálmur er, var fljótur að átta sig á því hvað væri í gangi, en leyfði þessum ungu fulltrúum að dansa svolítið í sinni sigurvímu án þess að gera neitt, nema fljóta með straumnum.

3.  Þegar Vilhjálmi varð ljóst að þetta var að skella á, tók hann þá ákvörðun að betra væri fyrir sig að falla með sæmd en vera veginn af eigin flokksbræðrum.  Hann metur stöðuna svo að betra væri fyrir sig og FLOKKINN að fórna meirihlutanum en að verða blóraböggull eigin manna og hringir því í Björn Inga, en þeir voru miklir vinir og á milli þeirra ríkti mikið traust.  Hann segir Birni Inga frá þeirri ákvörðun sinni og þeir koma sér saman um að best væri að Björn Ingi sliti samstarfinu.  Framhaldið þekkja svo allir og Vilhjálmur spilar vel með sínum mönnum eins og ekkert hafi í skorist og forðar þar með öllu því uppnámi sem annars hefði orðið og stórskaðað bæði Vilhjálm og FLOKKINN.

Það var því valdagræðgi ákveðinna aðila í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna, sem varð til þess að meirihlutinn féll.  Þar liggur ábyrgðin mest hjá Gísla Marteini og Hönnu Birnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já Baldur, Guðlaugur Þór verður að sjá til þess að áfallahjálp berist þessum grátandi kór.

Jakob Falur Kristinsson, 14.10.2007 kl. 13:28

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég skítféll fyrir þessari samsæriskenningu.

Jóhann Elíasson, 14.10.2007 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband