Hinar nýju sumarhúsabyggðir

Nú er svo komið vegna sinnuleysis stjórnvalda að landsbyggðin er að breytast smátt og smátt í sumarhúsabyggðir.  Nú er ástandið í minni gömlu heimabyggð Bíldudal orðið þannig, að þar standa á milli 40-50 íbúðir auðar og hefur fólk verið að kaupa þar vönduð einbýlishús til að nota sem sumarbústaði og þarf að greiða minna fyrir þessi hús en verð er á hinum venjulegu sumarbústöðum eða vel undir kr. 10 milljónum.  Svipað ástand er um alla Vestfirði og má því áætla að um 400-500 íbúðir standi auðar eða hafi verið keyptar sem sumarhús.  Þetta ástand er ekki bundið við Vestfirðina eina þótt það sé kannski einna verst þar og gæti því verið um að ræða 5 til 20 þúsund íbúðir á landsbyggðinni.  Eins og flestir vita lána bankar ekki lengur til íbúðakaupa eða húsbygginga víða á landsbyggðinni og Íbúðarlánasjóður sem er hugsaður til þess að brúa þetta bil þar sem bankar lána ekki, hefur nú þegar sett á lista nokkra staði á landsbyggðinni sem sá sjóður lánar ekki til íbúðarkaupa eða bygginga.   Hinsvegar ef einhver fer í banka og biður um lán til að kaupa einbýlishús sem ætlunin er að nota sem sumarbústað, þá lánar viðkomandi banki strax burt séð frá því hvar á landinu húsið er.  Þá er ekki verið að veita íbúðarlán heldur sumarhúsalán.  Þannig að ef einhver vill flytja út á land og kaupa sér þar hús má alls ekki segja frá því að viðkomandi ætli sér að eiga heima í viðkomandi húsi, heldur biðja um lán til kaupa á sumarhúsi og síðan er ekkert sem getur bannað að búið sé í viðkomandi húsi allt árið.  Því svokölluð heilsárshús eru alltaf að verða fleiri og fleiri í sumarhúsabyggðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta ástand er þyngra en tárum taki.  Og reiðin brennur innra með manni.  En af hverju rísum við ekki öll upp og mótmælum, við erum að láta illa upplýst fólk og misviturt, binda hendur okkar á bak aftur og banna okkur allar bjargir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2007 kl. 11:26

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er alveg rétt, allir ættu að rísa upp og mótmæla.  Eða gera byltingu eins og maðurinn sagði "Og það blóðuga".

Jakob Falur Kristinsson, 15.10.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband