Ætlar hann aldrei að hætta lyginni?

Það var ansi merkilegt að hlusta á viðræður þeirra Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Bjarna Ármannssonar, í Kastljósi í gærkvöld.  Enn einu sinni segist Vilhjálmur ekki muna og hafi ekki séð ákveðin gögn varðandi fyrirtækið REI, en þeir Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI, Haukur Leósson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og Hjörleifur Kvaran, framkvæmdastjóri OR, sendu  í gær frá sér greinagerð þar sem öll þróun málsins er rakin nákvæmlega lið fyrir lið og þar kemur fram að Bjarni Ármannsson og Haukur Leósson hafi verið á þriggja tíma fundi með Vilhjálmi á heimili Vilhjálms og skilið eftir hjá Vilhjálmi gögn sem sýndu að hinn svokallaði einkaréttarsamningur til 20 ára milli REI og OR var fyrirhugaður.  Þessi fundur var haldinn 10 dögum fyrir hinn fræga fund, þar sem sameining REI og GGE var haldinn og því hafi Vilhjálmur vitað um þetta atriði í 10 daga fyrir fundinn fræga.  Í þættinum í gær stóð Bjarni harður á því sem hafði komið fram í skýrslu þeirra félaga, en Vilhjálmur notaði sömu takta og hann notaði varðandi listann fræga og sagðist ekki muna eða hefði ekki séð, þetta og hitt.  Nú er Vilhjálmur að hætta í dag sem borgarstjóri svo ekki er hann neyddur til að ljúga til að passa stólinn.  Það er í sjálfu sér fagnaðarefni að hann hætti sem borgarstjóri, því hvernig á maður sem ekkert man og öllu gleymir og lýgur og lýgur, að geta sinnt störfum borgarstjóra.  Hann virðist ekki einu sinni lesa þau gögn honum er afhent og það sem meira er hann glatar þeim líka, jafnvel á sínu eigin heimili.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég er farin að vorkenna Vilhjámi, hann langaði svo að vera borgarstjóri, loksins fékk hann að vera borgarstjóri og þá klúðrar hann því á aðeins 15 mánuðum.

Ég er að verða þeirrar skoðunnar að hann geti ekki munað svona mikið og REI og GGE afi verið of stór pakki fyrir hann.

Í sjónvarpinu í gærkveldi var eins og hann væri að drukna blessaður, hann gerði allt það hann gat til að ná landi.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.10.2007 kl. 10:15

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er erfitt að nálgast sannleikann aftur, þegar menn eru búnit að mála sig út í horn með lygi.

Jakob Falur Kristinsson, 16.10.2007 kl. 14:12

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það sem mér fannst skondnast, í þessu viðtali í Kastljósinu, var að Vilhjálmur virtist ekki vita hvernig hann ætti að "ljúga" sig út úr lyginni.

Jóhann Elíasson, 16.10.2007 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband