Brottkast í stórum stíl

Þær fréttir berast nú frá sjómönnum víða um land að brottkast á þorski hafi aldrei verið meira en í dag.  Skipunum gengur illa að forðast þorskinn og er því engin leið önnur fær en að hirða aðeins verðmesta fiskinn en hitt fer í hafið aftur steindautt.  Er því allt útlit fyrir að fjöldi þorska á Íslandsmiðum sem verða drepnir á yfirstandandi fiskveiðiári, verði með því mesta frá því kvótakerfið var tekið upp, þótt landaður tonna fjöldi verði í samræmi við útgefna kvóta í þorski.  Er nú ekki tækifæri til að auka verulega svokallaðan Hafró-afla, svo allur þessi fiskur verði að einhverjum verðmætum í stað þess að fljóta dauður um allan sjó og engum til gagns.  Á virkilega að halda slíku dauðahaldi í þetta kerfi bara kerfisins vegna, að við skulum standa frammi fyrir því, að margir útgerðarmenn neyðist til að brjóta lög til að hafa starfsfrið.  Þetta brottkast sem nú er farið í ganga er ekki nokkur kíló, heldur mun það sennilega verða nokkur tug þúsund tonn af þorski á kvótaárinu.  Þetta verður síðan til þess að allt reiknilíkan Hafró skekkist til muna og var það nú nógu vitlaust fyrir.  Nú var þorskkvótinn skorinn niður um rúm 30% og nokkuð víst að svo verður einnig ánæsta ári og þarnæsta ári og þá komum við að endapunktinum sem verður að banna allar þorskveiðar og verður þá illa komið á Íslandsmiðum, þegar ekki má veiða þorsk og færa hann að landi, aðeins veiða þorsk til að henda honum dauðum í hafið aftur.  Til hvers vorum við að færa okkar landhelgi út í 200 mílur, var það bara tómt grín?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta var alveg augljóst og vitað fyrirfram að svona myndi fara.  Hvað eru menn eiginlega að hugsa ?  Ég get orðið svo reið þegar ég hugsa um þetta.  Svei bara Fussum Svei....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2007 kl. 16:21

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já þetta blasti við öllum, nema kannski Einari Kristinn, sem virðist lifa í öðrum heimi og nýjasta afrek hans er að leyfa stórum verksmiðjutogara að toga um allt í Ísafjarðardjúp.

Jakob Falur Kristinsson, 16.10.2007 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband