Sjálfstæðisfólkið í borgarstjórn

Sjálfstæðismenn 

Í bókun sem Sjálfstæðismenn lögðu fram á borgarstjórnarfundi í dag kemur fram að þeim þyki það ótrúleg vinnubrögð hjá nýjum meirihluta, að neita að ræða stefnumál sín, þeirra á meðal málefni Orkuveitu Reykjavíkur, á fyrsta borgarstjórnarfundi nýs meirihluta.

„Fyrir utan stuttar kurteislegar ræður borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar, við upphaf og endi umræðunnar, tók enginn borgarfulltrúa meirihlutans til máls í þessari mikilvægu umræðu. Þó var fjölda spurninga beint til borgarfulltrúa meirihlutans, en engum þeirra var svarað,” segir í bókuninni og síðan eru tíndar til þær spurningar sem Sjálfstæðismenn báru meðal annars fram:

· Styður Borgarstjórn Reykjavíkur samruna REI og Geysis Green Energy?
· Af hverju vill Svandís Svavarsdóttir ekki samþykkja tillögu hér í Borgarstjórn sem er samhljóða bókun þeirri sem hún lagði fram á eigendafundi í OR hinn 3. október 2007?
· Af hverju vill Svandís Svavarsdóttir ekki lýsa hug sínum til tillögunnar.
· Vissi Björn Ingi Hrafnsson ekki að samruni REI og GGE varðaði verulega fjárhagslega hagsmuni lykilmanna í Framsóknarflokknum.
· Vissi Björn Ingi Hrafnsson ekki hver ætti fyrirtækið Landvar, sem hagnast verulega á þessum samruna, en það er í eigu formanns fjáröflunarráðs framsóknarflokksins árum saman.
· Af hverju hefur Björn Ingi Hrafnsson ekki sagt frá fundum sem hann átti með lykilfjárfestum í aðdraganda málsins, þegar hann hefur sagst hafa lagt öll spilin á borðið?
· Hefur afstaða Samfylkingarinnar til málsins breyst eftir að samningurinn um 20 ára einkaréttarsamningurinn kom í ljós?

Bókunin endar á þessum orðum: „Það er heigulsháttur að þora ekki að ræða í borgarstjórn Reykjavíkur, mál sem hefur misboðið borgarbúum, og þeir vilja fá svör við.”

Ég held að þessir aumingja sjálfstæðismenn hefðu átt að vera svona ákveðnir í að ræða málefni Orkuveitu Reykjavíkur á meðan þeir voru í meirihluta og réðu öllu og ég held að þeir ættu að hafa vit á að ræða ekki þennan einkaréttarsamning sem nú er sannað að þeirra foringi vissi alltaf um og samþykkti.  Þetta auma fólk sem búið er að skjóta sig í báða fætur ætti nú ekki að vera að rífa kjaft.  Þau klúðruðu öllu sem hægt var að klúðra og ætla nú að leika blásaklaus börn.  Er ekki komið nóg af allri lyginni hjá þessu fólki?  Þau geta auðvitað gjammað og kjaftað sig hása en ekki nokkur maður með fullu viti tekur lengur mark á þeim.  Það er alveg ný hlið á þessum flokki ef honum er allt í einu orðið illa við auðmenn og kapítalista eða eru slíkir menn ekki í náðinni fyrr en þeir hafa styrkt sjóði flokksins.


mbl.is Ný borgarstjórn sökuð um heigulshátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála!

Valsól 16.10.2007 kl. 21:25

2 identicon

Bíddu bíddu, þau eru núna einungis að biðja um svör frá meirihlutanum, hvar hann stendur í málinu. Þegar allt kemur til alls þá er ekki víst að meirihlutinn geri nokkurn skapaðan hlut til að bæta ástandið. Vilt þú ekki fá svör frá meirihlutanum áður en þú ræðst á sjálfstæðismenn.

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson 16.10.2007 kl. 21:34

3 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Þú og Jens Guð, ásamt kjaftaskinum honum Eiríki Stefánssyni, Eruð greinilega farnir að auglýsa ykkur sæmilega, í von um að komast til metorða innan Frjálslyndra í næsta prófkjöri/uppstillingu.

Mér finnst ekkert að því að Sjálfstæðisflokkurinn spyrji um hug Svandísar Svavarsdóttur til þessa máls. Mér finnst heldur ekkert skrítið að þau spái í eignarhaldi fyrirtækjanna sem eiga í hlut.

Eitthvað segir mér að Finnur Ingólfsson komi þokkalega útúr þessu, en það sem þið Frjálslyndir hafið kallað "einkavinavæðingu" er akkúrat framganga Framsóknar í einkavæðingum síðustu ára.

Hvaða ríkisfyrirtæki "úthlutaði" Sjálfstæðisflokkurinn til "einkavina" ?

Ég get hinsvegar nefnt nokkur sem Framsókn "gaf".

Munurinn á Sjálfstæðisflokknum og Framsókn, er sá að Framsókn hefur alltaf verið gerspilltur og aldrei skammast sín fyrir það, frekar ýtt undir það ef eitthvað er. Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum verið talinn spilltur, en er það einfaldlega ekki.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 17.10.2007 kl. 07:01

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég hef ekki nokkurn áhuga á metorðum innan Frjálslynda flokknum.  Mér nægir alveg að veita honum mitt atkvæði.  Það furðulega í þessu máli er , að nú allt í einu fara sjálfstæðismenn að hampa Svandísi Svavarsdóttur, það er ekkert við það að athuga þótt Svandís sé spurð spurninga, en mér finnst nú að það hefðu verið hægari heimatökin hjá íhaldinu að ræða um fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar á meðan þau voru í meirihluta.  Þú spyrð Ingólfur "Hvaða ríkisfyrirtæki úthlutaði Sjálfstæðisflokkurinn til einkavina?"  Þau eru orðin ansi mörg og bara sem dæmi get ég nefnt Landsímann.  Það er engin munur á þessum tveimur flokkum hvað varðar spillingu, nema sá að hún er mun meiri í Sjálfstæðisflokknum og þegar hann verður uppvís að slíku er gripið til lyginnar aftur og aftur, menn muna ekkert, vita ekkert og hafa ekki einu sinni lesið skjöl sem þeim voru afhent í vitna viðurvist og þræta síðan fyrir að hafa fengið.

Jakob Falur Kristinsson, 17.10.2007 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband