Vörður

Vörður er nafn á samtökum allra sjálfstæðisfélaga, sem starfa í Reykjavík og samkvæmt Mbl. í gær er skrifað í staksteinum "Tíðir fundir Varðar fulltrúarráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í Valhöll við Háleitisbraut að undanförnu um atburðina í borgarstjórn Reykjavíkur hafa vakið athygli.  Margir spyrja hvaða stofnun Sjálfstæðisflokksins þetta sé.  Fulltrúaráð flokksfélaganna í Reykjavík er sjálf flokksvél Sjálfstæðisflokksins, tækið sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur notað áratugum saman til þess að vinna í kosningum og fyrr á tíð jafnvel í kosningum í einstökum verkalýðsfélögum.  Vörður hið gamla nafn Landsmálafélagsins Varðar, sem var sameinað fulltrúaráðinu.  Tíðir fundir fulltrúarráðsins benda til þess, að almennir flokksmenn hafi látið í sér heyra og krafist skýringa á því að meirihluti sjálfstæðismanna sé fallinn og þeirra maður ekki lengur borgarstjóri í Reykjavík.  Það skyldi engin vanmeta fulltrúarráð Sjálfstæðisfélaganna eða gera lítið úr því.  Með nokkurri einföldun má segja að sá sem ræður fulltrúaráðinu í Reykjavík geti ráðið Sjálfstæðisflokknum.  Enda mætti Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisins á fundinn óvænt að því sagt er.  Geir hefur talið nauðsynlegt að láta til sín heyra á þessum tiltekna fundi.  Fulltrúaráðið var áratugum saman sérstakt vígi borgarstjóra sjálfstæðismanna í höfuðborginni.  Hver skyldi annars ráða ferðinni þar núna?"  

Þar höfum við það þetta er sjálf flokksvélin sem alltaf er að funda og funda og nú er farið að beita þessari flokksvél á fullu gegn Birni Inga Hrafnssyni.  Ekki get ég svarað spurningu Mbl. um hver ráði þessari flokksvél núna enda er mér nákvæmlega sama, en nokkuð er ljóst að sá sem þarna ræður hefur gríðarleg völd og nokkuð ljóst að aðrir flokkar búa ekki yfir álíka flokksvél.  Þetta kostar sjálfsagt mikla peninga og mun vera fjármagnað af stórum hluta af fyrirtækjum og ríkum einstaklingum og er því ásökunin sem þessi flokksvél er að nota á Björn Inga um að hann sé að ganga erinda auðmanna, svolítið skrýtinn í ljósi þess að það eru auðviðtað auðmenn sem knýja flokksvélina áfram og Sjálfstæðismenn fara út á ansi hálan ís með þessari gagnrýni sinni nú.  Hvað verður um flokkinn ef auðmenn stoppa flokksvélina? Þá hrynur flokkurinn saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband