Gróðurhúsaáhrifin

Það er ekki oft sem ég er sammála Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, en þó verð ég að viðurkenna að hann hefur rétt fyrir sér varðandi hina nýju mynd Al Gores fv. frambjóðenda til forseta Bandaríkjanna, hvað það varðar að myndin er full af einhliða áróðri.  Þótt Al Gore hafi fengið einhver verðlaun Nóbels fyrir þessa mynd sína, sem mun víst stand til að verði bönnuð í Bretlandi, er hún ekkert skárri fyrir það.  Ég er sammála Hannesi um það, að við eru komin út í mikið rugl og vitleysu varðandi þessum gróðurhúsaáhrifum, þeim er orðið kennt um nánast allar náttúruhörmungar í heiminum.

Ef við tökum Ísland sem dæmi þá liggur það fyrir að þegar landnám norrænna víkinga átti sé stað, hafi landið verið skógi vaxið frá fjalli til fjöru og því hefur verið hlýindaskeið á landinu og því hefur verið haldið fram að öllum skógi hafi verið eytt af landnámsmönnum vegna mikillar beitar sauðfjár og einnig til að brennslu í hýbýlum sínum.  Ef sagan er skoðuð hafa hér á landi skipst á köld og hlý tímabil misjafnlega löng, nú er sú hlýnun hér á landi sem verið hefur undanfarin ár talin vera vegna gróðurhúsaáhrifa, þótt vitað sé að svona tímabil hafi komið af og til í um 1.000 ár og ekki voru þá bílar eða stór skipafloti að menga andrúmsloftið.  Nú skal allt vera grænt og umhverfisvænt og ég veit ekki hvað og hvað.

Grein í Morgunblaðinu í morgun slær þó allt út í vitleysu, þessi grein nefnist "Með valdið í veskinu" og er greinin ekki nema 6 blaðsíður, þar er sagt frá hjónum sem eiga víst að búa í Grafarvogi með tveimur börnum sínum og þessi hjón eiga víst að vera mjög umhugað um náttúruvernd.  Þessi hjón voru búin að skrá sig í verkefnið "Vistvernd í verki"   Síðan er fjallað mikið um hvernig þessu ágætu hjón kaupa inn til heimilisins með fulltrúa frá þeim, sem standa að þessu verkefni og að sjálfsögðu verður að fara gangandi í verslunina, því bíll mengar svo mikið.  Það er ekki nóg að kaupa góðan og hollan mat eða góða vöru, því taka verður tillit til hvernig hann er framleiddur og þótt viðkomandi vara sé merkt vistvæn, er það ekki nóg, það verður líka að skoða hvort hægt sé að endurvinna umbúðirnar og þótt svo sé, verður einnig að taka tillit til þess hve langa vegalengd hefur tekið að flytja viðkomandi vöru frá framleiðslustað í viðkomandi verslun, því öll flutningstæki menga andrúmsloftið.  Þegar þessi blessuð hjón hafa lokið athugun sinni á öllum þessum vörum er loksins hægt að taka ákvörðun um að kaupa hana.  Einnota vörur eru algert bannorð.   T.d. er sagt frá því í greininni að kaffi frá Kosta Ríka er búið að ferðast 7.700 km frá framleiðslustað til verslunarinnar og 1 glas af appelsínusafa frá Flórída hefur farið 5.800 km og vörur sem notaðar eru í venjulegan morgunverð er búinn að fara um 24.000 km.  Ekki kom fram hvort þau hjón borðuðu slíkan mengandi morgunmat.  Þau hjón hafa tamið sér að allt plast sem er utan um vörur sem þau kaupa rífa þau í burtu og skilja eftir í versluninni og eiga það að vera skilaboð til eigandans um að þau kæri sig ekkert um óþarfa plast, en ekki er sagt frá því hvað verslunin ætti að gera við allt plastið ef allir gerðu þetta, ég kalla þetta frekar ódýra umhverfisvernd (sóðaskapur) og má líkja því við að fleyja öllu rusli í garðinn hjá nágranna sínum.  Þeim hjónum varð það á að setja grænmetið sem þau ætluðu að kaupa í sérstakan plastpoka sem til þess eru ætlaðir í flestum verslunum en voru um leið stoppuð af leiðbeinandanum , sem benti þeim á að þau hefðu ekkert með plastið að gera.  Húsbóndanum varð það á að taka einn pakka af kjötbollum frá 1944 en var stoppaður um leið og bent á að bollurnar gætu svo sem verið góðar en sjáðu allar umbúðirnar, plastbakki , filma og svo pappi utan um.  "Hugsið ykkur alla orkuna sem hefur farið í að framleiða þetta," og þessu var um leið skilað aftur.  Ekki kemur fram í greininni hvað þau hjón voru lengi að gera sín innkaup í þessari verslun.  Það var boðað í lok greinarinnar að næsta grein ætti að fjalla um hvernig þau hjónin og börnin huga að sorpflokkun.  Ekki bíð ég  spenntur eftir þeirri grein og segi bara að svona andskotans rugl nenni ég ekki að lesa hvað þá framkvæma.

Eins og ég nefndi hér fyrr, hafa komið bæði kulda og hlýindatímabil á Íslandi sl. 1.000 ár og ég bara spyr hvað gera blessuð hjónin í Grafarvoginum ef allt í einu fer að kólna.  Ég tek að lokum undir orð Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings, sem kallar umræður um loftlagsbreytingar tískufyrirbæri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband