23.10.2007 | 16:46
Furðuleg fiskifræði
Samkvæmt skýrslum Hafrannsóknarstofnunnar er enginn stór þorskur til í sjónum lengur, en vitað er að sá fiskur gefur af sér besta nýliðun. Hvað varð um þennan stóra þorsk? Ekki veit Hafró svarið við því, nema að kenna of mikilli veiði um, þannig að þorskurinn sé veiddur áður en hann nær háum aldri og mikilli stærð. Það vita það allir sem eitthvað hafa stundað sjómennsku að þessi stóri fiskur er ekki veiddur nema í net og þar sem bannað er í dag að nota stærri möskva í þorskanetum en 8 tommur, veiðist mjög lítið af þessum stóra fiski. Því draga þeir þá ályktun að þar sem frekar lítið er landað af stórum þorskum þá sé hann ekki til í sjónum. Það sem hefur verið að ske á undanförnum árum er það að hinum hefðbundnu netabátum fækkar stöðugt og með minni möskvastærð festist þessi fiskur ekki í netunum og kemur þar af leiðandi ekki í land, en hann er til og syndir bara frjáls í sjónum og þegar kemur að hrygningu leitar hann að skjóli á grunnu vatni til að hrygna. Hann er því ekki til staðar á þeim svæðum sem Hafró er með sitt fræga togararall. Undanfarið hefur verið til hjá Hafró svokallað netarall, en nú bregður svo við að ekki þótti rétt að taka tillit til þess á þessu ári þar sem netarallið kom svo vel út að Hafró taldi það skekkja sínar niðurstöður og gefa of góða mynd af ástandi þorskstofnsins, sem ekki mátti sjást. Það er furðulegt að á þessu ári verður sennilega sett met í svokölluðum skyndilokunum vegna mikils smáfisks á vissum svæðum og á sama tíma er fullyrt að nýliðun sé mjög slæm. Hvaðan kemur þá allur þessi smáfiskur? Féll hann niður af himnum? eða varð hann bara allt í einu til og bjó sig til sjálfur? Í skýrslu Hafró er mikið um alls konar línu- og súlurit sem varla er nokkur leið að skilja nema að þorskstofninn sé að hruni kominn. Það er jafnvel gengið svo langt að fullyrða að hrygningarstofn þorsks hafi verið mjög lítill sl. 35 ár og talað er um hvernig ástand stofnsins var um 1920. Það getur nú ekki skipt neinu máli í dag hvað hrygningarstofninn var stór fyrir 35 árum eða eða fyrir tæpum 90 árum (1920), því þeir fiskar eru löngu dauðir, hafa annaðhvort verið veiddir eða dáið úr elli. Hvað sögðu fiskifræðingarnir á sínum tíma þegar stórþorski var mokað upp svo skipti tugum þúsunda tonna í hringnót upp úr 1960? Þeir sögðu einfaldlega að það skipti ekki máli, því þetta væri svo gamall fiskur að hann færi hvort sem er að drepast úr elli og allt í lagi að veiða hann. Hvernig á að vera hægt að taka mark á þessum mönnum frekar í dag en þá. Hinn mikli fiskifræðingur Bjarni Sæmundsson sagði eitt sinn að bestu skilyrði til að viðhalda þorskstofninum væru á dekki hinna gömlu síðutogara sem þá máttu veiða á Selvogsbanka og í aðgerð um borð í þeim skipum blönduðust saman hrogn og svil. Það virðist að eftir því, sem tæknin hefur orðið meiri hjá Hafró með öllum sínum reiknilíkönum, hefur útkoman alltaf verið sú að ekki mætti veiða nema takmarkað magn á hverju ári og fer sífellt minnkandi. Mér dettur helst í hug að þeir hjá Hafró hafi lært að reikna hjá hinni frægu persónu Laxnes, Sölva Helgasyni sem afrekaði það að reikna barn í konu, nema þeir virðast nota formúlu Sölva Helgasonar öfugt og reikna allt líf sem dautt, slík er vitleysan. Ekkert mark er tekið á sjómönnum sem lifa og hrærast í þessu lífríki ár eftir ár. Heldur er setið við tölvur og búin til reiknilíkön og það sem ekki passar í líkanið er bara hent í ruslafötuna t.d. netarallið. Þessir varðhundar kvótakerfisins gera allt sem þeir geta til að verja kerfið og svo er verið að hampa allri hagræðingu sem er við það að drekkja öllum sjávarútvegi í skuldum. Hver er svo öll hagræðingin? Jú hún er sú að stór hluti af landsbyggðinni er að leggjast í eyði og þeir sem enn hafa leyfi til að veiða fisk fullyrða að það sé svo miklu ódýrara að ná í þorskinn í dag en áður var, vegna þess hvað mikið sé til af honum í sjónum. Þannig að hver einasta fullyrðing gengur þvert á aðra. Nú er í einu og öllu farið eftir tillögum fiskifræðinganna og til að þurfa ekki að svara fyrir sín mistök strax er þeim gefinn þriggja ára tími til að sýna að þeirrar kenningar geti verið réttar. Það á sem sagt að fórna 3 árum í viðbót í þessa tilraun og hefur þá þessi vitleysa fengið að ganga í tæpa þrjá áratugi. Það er eins gott að gengi krónunnar falli ekki mikið á meðan því ef það skeður verða skuldir sjávarútvegsins orðnar óviðráðanlegar og allir farnir á hausinn og enginn eftir til að veiða allan þann fisk sem þá mun flæða yfir miðin ef Hafró hefur rétt fyrir sér, sem ég dreg stórlega í efa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Hvernig er núverandi ríkisstjórn að standa sig?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
49 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- MIÐAÐ VIÐ "GÆÐI" OPINBERRA FJÁRHAGGSÁÆTLANNA MÁ GERA RÁÐ FYRIR ÁFRAMHALDANDI TAPI Á REKSTRI BORGARINNAR.....
- Skilvirkni hlutabréfamarkaða - japanska sagan
- -óreiðuheimurinn-
- Flugvöllur á milli vina
- Starfsmenn neyðarmóttöku og hjúkrunarheimila afþakka mRNA bóluefnið
- Trump mun tapa þó hann sigri
- Helstefna Davíðs Þórs Jónssonar
- Erfiður starfsmaður
- Herratíska : Klæðileg bindi
- Hvernig munu forsetakosningarnar í USA enda? FORSETAFRAMBJÓÐENDUR þurfa 270 kjörmenn til að vinna:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.