Frjálslyndi flokkurinn

Það er mikið fagnaðarefni að forusta flokksins skuli hafa ákveðið að setja af stað starfshóp undir forustu Valdimars Leós Friðrikssonar fv. alþingismanna, sem á að vinna að undirbúningi fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar sem verða 2010.   Það kann að vera að sumum finnist langt í næstu kosningar.  En tíminn er fljótur að líða og rétt að vanda vel allan undirbúning.  Við eigum að stilla saman strengi og koma okkar fulltrúum í sveitarstjórnir sem víðast um land og forðast að reikna með að það komi af sjálfu sér.  Við verðum að berjast um allt land og vanda val á okkar fulltrúum, því sterk staða í sveitar- og bæjarstjórnum styrkir flokkinn í heild á landsvísu og verður sá grunnur sem allt starf flokksins verður síðan byggt á og mun síðan skila sér í alþingiskosningum og festa flokkinn varanlega í sessi.  Ég er þess fullviss að ef ekki hefði komið til þetta upphlaup hjá Margréti Sverrisdóttur með sína Íslandshreyfingu, ættum við a.m.k. þremur þingmönnum fleiri á Alþingi en er í dag.  Ég vil nota tækifærið til að hvetja alla flokksmenn til þáttöku í þessum nýja starfshóp og taka þannig þátt í að efla flokkinn og allt hans starf.  Við megum aldrei láta það ske aftur eins og staðan er nú í borgarstjórn Reykjavíkur þ.e. að fulltrúi flokksins sé búinn að yfirgefa hann, en haldi samt sínu sæti sem kjósendur Frjálslynda flokksins höfðu stutt.

Allt tal um að ungt fólk skorti reynslu og eigi þar af leiðandi ekki að blanda sér of mikið í sveitarstjórnarmál er einfaldlega bull og kjaftæði.  Það er einmitt mestur krafturinn hjá unga fólkinu.  Ég get nefnt dæmi um mig sjálfan, en 1970 tókst Pétri Bjarnasyni sem þá bjó á Bíldudal að fella íhaldið, sem verið hafði við völd á staðnum í nær 20 ár.  Í næstu kosningum 1974 tók ég efsta sæti á þessum lista og Pétur var nr. 2, við fengum 3 af 5 sveitarstjórnarmönnum og ég varð oddviti aðeins 24 ára gamall.  Í næstu kosningum 1978 fengum við 4 af 5 fulltrúum og var ég í sveitarstjórn í 16 ár, en vék þá fyrir mér yngri manni.

Áfram XF


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband