Nýr stuðningur

Nú hefur þeim sem hafa verið að gagnrýna kvótakerfið og L.Í.Ú. bæst góður stuðningur og það frá sjálfu Morgunblaðinu.  En hér fer á eftir forustugrein Morgunblaðsins í morgun:
Í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ í gær sagði Björgólfur Jóhannsson, formaður samtakanna m.a.:

"Á íslenzkan sjávarútveg er lagður sérstakur skattur, svokallað auðlindagjald. Þessi "snilldar"-uppfinning var af fræðimönnum rökstudd sem gjald á umframhagnað í sjávarútvegi – þ.e. hagnað umfram það, sem gerist í öðrum atvinnugreinum. En hvar er þessi umframhagnaður? – Við sem störfum í greininni höfum að minnsta kosti ekki orðið vör við hann. Það sem við sjáum er sérstakur landsbyggðarskattur, sem dregur máttinn úr sjávarútvegsfyrirtækjum og landsbyggðinni í samkeppni við annan atvinnurekstur. Til hvers? Hvaða rök eru fyrir því að skattleggja þann litla hagnað, sem er í greininni, um tugi prósenta umfram skattlagningu hagnaðar í öðrum atvinnugreinum? Spyr sá, sem hvorki veit né skilur."

Er þetta ekki stórkostlegur málflutningur hjá þeim, sem telja sig sérstaka verndara landsbyggðarinnar?!

Hverjir voru það, sem keyptu kvótann frá Bolungarvík og Ísafirði? Voru það ekki félagsmenn í LÍÚ? Hverjir eru það, sem hafa rústað sjávarþorp um land allt með því að kaupa kvóta og flytja hann á brott? Hafa það ekki verið félagsmenn í LÍÚ?

Talsmaður hverra er Björgólfur Jóhannsson? Hann er talsmaður þeirra, sem hafa lagt þungar byrðar á lítil sjávarþorp um land allt með því að láta greipar sópa um þorpin, hirða kvótann og fara með hann á brott.

Svo koma þessir sömu menn og tala um það sem sérstakan skatt á landsbyggðina að fólkið í landinu, eigendur auðlindarinnar í hafinu, ætlist til þess að þeir sem vilja nýta hana borgi gjald fyrir aðganginn að henni.

Það hafa verið lagðar þungar byrðar á sjávarþorpin um Ísland allt. En þeir sem það hafa gert eru félagsmenn í LÍÚ, sem hafa ýmist selt kvótann í burtu eða keypt og flutt hann í burtu. Þessir menn eiga sízt af öllum að tala um landsbyggðarskatt, þegar rætt er um auðlindagjald.

Útgerðarmenn eru augljóslega að skera upp herör gegn auðlindagjaldinu. Sumir í þeirra röðum hafa hagnazt um milljarðatugi ef ekki hundruð milljarða á því að selja kvóta og flytja peningana til útlanda í mörgum tilvikum og jafnvel skattlausa á meðan þau vitlausu ákvæði voru í íslenzkum skattalögum.

Aðrir hafa safnað til sín kvóta og flutt hann úr byggðarlögum jafnvel þótt þeir hafi lofað því opinberlega að það mundu þeir aldrei gera.

Útgerðarmenn eiga ekki að tala jafn gáleysislega og Björgólfur Jóhannsson gerði á aðalfundi LÍÚ í gær. Slíkt tal hittir þá sjálfa fyrir. Það er sjálfsagt að rifja upp kvótaflutningana úr sjávarþorpunum hafi þeir áhuga á.

Svo mörg voru þau orð hjá ritstjóra Morgunblaðsins föstudaginn 26. október 2007 og hætt er við að sumum af félagsmönnum L.Í.Ú. svelgist á vínglösunum í hófi í kvöld, sem sjávarútvegsráðherra býður alltaf til við lok aðalfundar L.Í.Ú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband