Reykjavíkurborg

Þrjátíu einstaklingar brutu gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar um helgina. Sextán gerðust sekir um þetta athæfi aðfaranótt laugardags og fjórtán aðfaranótt sunnudags. Þetta voru tuttugu og níu karlar og ein kona, 26 ára. Karlarnir eru langflestir á þrítugsaldri, eða 21, og fjórir eru undir tvítugu. Elsti karlinn er hins vegar kominn vel á sextugsaldur.

Þetta hefur þá verið ósköp venjuleg helgi í borginni.  Annar vil ég nota tækifærið til að benda á að þetta vandamál um að menn séu að kast af sér vatni víða í miðborginni er víða mikið vandamál.  Ég var að lesa í einhverju blaði  fyrir stuttu að í Prag hafi borgaryfirvöld látið útbúa sérstakan vegg í miðborginni sem leit út sem hin besti staður til að míga utan í, en hann var þannig gerður að við minnstu snertingu fór hlandið upp yfir viðkomandi aðila og bunaði síðan aftur niður á hausinn á honum.  Þetta mun hafa reynst nokkuð vel og munu yfirvöld í París vera að skoða slíkt hið sama.  Kannski ættu borgaryfirvöld í Reykjavík að gera það einnig.  Það væri þó alla veganna komin ástæða fyrir einhverja embættismenn að fá ókeypis ferð til Prag og skoða hlandvegginn fræga.


mbl.is 30 brutu gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri ekki mun ódýrara að koma fyrir almenningssalernum á víð og dreif um miðbæinn?

Ein sniðug úrfærsla sem gagnast hefur víðsvegar um heiminn er skilrúm úr járni sem hringar sig í einhverskonar snigil. Innan í sniglinum eru svo pissuskálar. Þetta apparat gefur notandanum kost á að gera sínar þarfir í góðu skjóli, án þess að um sé að ræða fyrirferðarmikla græju. Hræódýrt í þokkabót. Eina svona á hvert götuhorn takk fyrir. Svo þarf að finna eitthvað sambærilegt fyrir dömurnar en ég hef minni þekkingu á lausnum á því sviði.

Atli Freyr Friðbjörnsson 29.10.2007 kl. 14:04

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það má vafalaust finna margar sniðugar lausnir á þessum vandamáli, aðrar en að handtaka alltaf stóran hóp af fólki um hverja helgi.

Jakob Falur Kristinsson, 29.10.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband