Nýbyggingar

Stöðugt berast frétti af miklum göllum í nýbyggðum húsum og formaður Húseigandafélagsins segir að um leið og hafi byrjað að rigna í Reykjavík, hafi byrjað að rigna yfir Húseigandafélagið kvörtunum um byggingargalla sem  flest allar eru vegna nýbygginga.  Sú spurning hlýtur að vakna hvort iðnaðarmenn séu orðnir svona miklu lakar í dag en áður var?  Svarið við þessari spurningu er NEI, ástæðan fyrir öllum þessum göllum er ekki iðnaðarmönnum að kenna heldur byggingarverktökum sem setja svo mikla pressu á allt gangi fyrir sig nógu fljótt.  Tekin eru skammtímalán í bönkum til þess að byggja íbúðir og þær verður að selja og afhenda áður en lánin falla í gjalddaga.  Dæmi eru um að í heilu íbúðarblokkunum hafi verið búið að selja allar íbúðir og fólk flutt inn áður en byggingarfulltrúi eða hans menn höfðu gert lokaúttekt á verkinu.  Það er ekkert skrýtið að nú leki mikið af nýjum íbúðum vegna þess hvað byggingarhraðinn er orðin mikill, það er steypt í öllum veðrum og mót tekin utan af steypunni eftir aðeins nokkra daga, þótt vitað sé að steypa þarf 10-15 daga að fullharðna eftir raka og hitastigi.  Sama á einnig við um marga aðra þætti eins og raflagnir og ýmsan búnað sem settur er í þessar íbúðir ekki er tími til að prufa hvort eitthvað af þessu drasli virkar eins og það á að gera.  Flísar hrynja af veggjum, parket bólgnar upp af raka og svona mætti lengi telja.   Kaupendur nýrra íbúða eru nánast varnarlausir gagnvart þessu og málaferli oft frekar vonlaus.  Eins og það er stór stund í lífi hverrar fjölskyldu að flytja í nýtt húsnæði er það jafn mikil sorgarstund þegar gallarnir koma síðan fram hver eftir annan.  Þessir byggingaraðilar verða að gera sér betur grein fyrir því að þeir eru að spila með aleigu fólks.  Ég var á sínum tíma yfirvélstjóri á einum af hinum svokölluðu Kínabátum, sem þóttu nú ekki mjög vönduð smíði og sem dæmi get ég nefnt að í stakkageymslu bátsins voru tvær rafmagnsinnstungur.  Önnur virkaði en hin ekki, ég fór að reyna að finna út hvað væri bilað því ekki gat það verið öryggi fyrst straumur var á annarri dósinni, þetta endaði með því að ég skrúfaði biluðu dósina úr veggnum til að athuga hvort tengi hefði losnað en þá kom í ljós að ekkert var á bakvið ekki einu sinni rafmagnslögn.  Sá aðili í Kína sem hafði fengið það hlutverk að tengja þessar rafmagnsdósir hafði fengið ákveðinn fjölda af slíkum dósum til að setja í skipið og þegar hann var búinn að tengja allar þær dósir sem hann átti að setja samkvæmt teikningu var ein eftir og hann lét þá dós bara ótengda við hliðina á hurðinni sem var út á dekkið en þar hefur hann sennilega gengið síðast um.  Eru það svona vinnubrögð sem íslenskir byggingavertakar vilja sjá í íslenskum byggingariðnaði í framtíð og nútíð?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband