Seðlabankinn

Enn á ný heldur bankastjórn Seðlabankans, blaðamannafund og talsmaður bankans sem er Davíð Oddsson boðar hækkun á stýrivöxtum sem nú eru orðnir 13,75% og enn á ný heldur Davíð því fram að þetta sé gert til að draga úr þenslu og lækka verðbólgu.  Hvað ætli Davíð sé búinn að halda margar svona ræður og hækka vexti, samt gerist aldrei neitt.  Hvað lengi á að halda þessari vitleysu áfram.  Eigum við eftir að sjá stýrivexti Seðlabankans fara í 20% eða 30% áður en Davíð fer að skilja að þetta er vonlaust verk hjá honum.  Síðan kom sama gamla rullan um þenslu og lélega efnahagsstjórn hjá ríkisstjórninni, en eitt kom þó nýtt fram að nú telur Davíð allt í lagi að bankar og önnur stórfyrirtæki séu að taka upp evru eða annan gjaldmiðil en hina íslensku krónu.  Þegar Straumur-Burðarás reið fyrstur á vaðið og tók upp evru varaði Davíð sterklega aðra banka við að gera slíkt hið sama.  Hvað hefur breyst?  Jú það sem hefur breyst er að nú er hvert fyrirtækið eftir öðrum að lýsa því yfir að það ætli sér að taka upp evru eða annan gjaldmiðil en krónuna og sum þessara fyrirtækja ganga svo langt að tala um að fara að greiða laun í erlendri mynnt og aumingja Davíð sér að þessa þróun getur hann ekki stoppað hvað sem hann reynir.  Ef fólk færi að fá laun sín greidd t.d. í evrum þá tæki þetta sama fólk sín lán í evrum og gengi bæði betri vaxtakjör og öll gengisáhætta myndi hverfa.  Þá gætu Davíð og félagar setið eins og fornmunir í sínum Seðlabanka og hækkað reglulega sína stýrivexti en það skipti bar ekki nokkru máli.

Fyrir stuttu var viðtal í sjónvarpinu við Ármann Reynisson, sem á sínum tíma stofnaði og rak ásamt öðrum fyrirtækið Ávöxtun.  Þetta fyrirtæki fór að bjóða fólki ávöxtun á fé sínu sem var á bilinu 12% til 14%.  Á þetta fyrirtæki var ráðist af stjórnvöldum og reksturs þess stöðvaður fyrirvaralaust, sem varð til þess að margir töpuðu þarna fé.  Ármann Reynisson fékk fangelsisdóm og eitt af hans alvarlegu brotum var það að 14% ávöxtun taldist þá vera OKUR en í dag eru bara stýrivextir Seðlabankans að nálgast þessa tölu og við hana á síðan eftir að bætast sá vaxtamunur sem hver banki hefur.  Seðlabankinn er sem sagt að skipa bönkunum að stunda okur og ef nú væru í gildi sömu lög og þegar Ármann Reynisson var dæmdur, þá værum við að horfa á eftir öllum bankastjórum landsins með Davíð Oddsson í broddi fylkingar á leið í fangelsið á Litla Hrauni.

Ég er þeirrar skoðunar að innan fárra ára verði evran orðin ráðandi gjaldmiðill hér á landi og við ættum sem fyrst að sækja um aðild að Evrópusambandinu og njóta betri lífskjara.  Það er bara bull og kjaftæði að innganga okkar kæmi illa við landbúnaðinn og sjávarútveginn:

1.   Það er enginn hætta á að íslenskir neytendur tækju verksmiðjuframleidda landbúnaðarafurðir hinna ýmsu Evrópulanda fram yfir íslenskar vörur.  Við stöndum þeim svo langt um framarlega hvað varðar gæði vörunnar.  Við myndum frekar flytja út landbúnaðarvörur en flytja þær inn.  En við þyrftum að hætta allri þessari milliliðastarfsemi og leyfa bændum að vinna eftir hinni nýju stefnu "Frá haga til maga" sem þýðir að bændur sjálfir sæju um slátrun og vinnslu og seldu síðan sjálfir.  Við myndum hverfa frá þeirri stefnu að vera bara með örfá sláturhús á landinu, heldur væri slátrað nánast á hverjum bæ.  Fengjum við þannig slíka úrvalsvöru að erfitt væri við að keppa, auk þess sem hagur bænda myndi stórbatna,  Kvótar of allt slíkt sukk heyrði sögunni til.

2.   Hvað varðar sjávarúrveginn þá er okkar frumbyggjaréttur svo sterkur að ekki þarf að óttast að erlend skip kæmu hingað í stórum stíl til veiða og því til viðbótar höfum við einir nýtt fiskistofnana við Ísland frá því að landhelgin var færð út í 200 mílur, sem gerir okkar rétt enn meiri.  Það skiptir hinn venjulega útgerðarmann engu máli hvort aflakvóti hans er ákveðinn í Brussel eða á skrifstofu L.Í.Ú.

3.   Evrópusambandið rekur mjög öfluga byggðastefnu sem við myndum virkilega njóta góðs af.  Þá loksins yrði hægt að snúa við þeirri þróun sem nú er í gangi þ.e. að láta landsbyggðina blæða út og hafa hér eitt borgríki.  Við verðum virkilega að gæta okkar á því að sú hætta er fyrir hendi að við missum stóran hluta landsins til erlends fólks ef við ætlum ekki að byggja landið allt. 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er þér 100 % sammála og þá sérstaklega með ESB aðild og að taka upp evruna.  Rök ESB andstæðinga varðandi það að við misstum forræðið yfir fiskimiðunum eru hlægileg því ég veit ekki betur en að við séum þegar búin að missa forræðið yfir fiskimiðunum til örfárra "gæðinga" en að sjálfsögðu vilja þeir halda þessu forræði áfram og því berst LÍÚ svona hart gegn ESB aðild.  Persónulega skiptir það mig ekki máli hvort sá sem á kvótann heitir Þorsteinn Már Baldvinsson eða John Smith, jafnvel gæti það verið að John Smith færi ekki með "kvótagróðann" úr landi.

Jóhann Elíasson, 2.11.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband