Athyglisverð grein

Athyglisverð grein frá íbúa á Bíldudal sem birtist í dag í Bæjarins besta á Ísafirði. 

Jón Pálll-JakobssonJón Páll Jakobsson | 02.11.2007 | 10:17 Skiptir fólk á Bíldudal ekki máli?

Það er skrýtinn bæjarstjóri sem segir það í frétt á fréttavefnum bb.is þann 1. nóvember að honum finnst ekkert athugavert þegar fólki er sagt upp í sveitarfélaginu sem hann stjórnar. Er ég að vitna í frétt þar sem bæjarstjóri Vesturbyggðar, Ragnar Jörundsson, tjáir sig um málefni Stapa ehf., á Bíldudal. Ekki veit ég hvaða skilaboð þessi blessaði bæjarstjóri er að senda þessu fólki sem nú er að missa vinnuna og hefur beðið eftir svörum frá vinnuveitanda sínum Stöpum ehf., síðan það fór í sumarfrí í júlí á þessu ári, ekki veit ég hvernig það hjálpar þessum 12 starfsmönnum sem nú misstu vinnuna þó aðrir í sveitarfélaginu hafi vinnu, og atvinnuleysi sé nánast ekkert í Vesturbyggð.

Ég hélt að það væri alltaf reiðarslag fyrir sveitarfélag þegar uppsagnir eiga sér stað og þegar 12 manns missa vinnuna í litlu sveitarfélagi eins og Vesturbyggð. Ég átti þá frekar von á því að bæjarstjórinn kæmi með eitthvað uppbyggilegt eða allavega finna til með fólkinu sem væri að missa vinnuna en ekki kasta því fram við fjölmiðla að það skipti ekki máli, og hann hefði verið búinn að vita þetta lengi hvert stefndi.

Því voru þá bæjaryfirvöld að leggja í þessa vinnu til að stofna þetta blessaða fyrirtæki ef það var ljóst frá upphafi að það skipti ekki máli hvort þessar hræður sem þarna störfuðu væru með vinnu eður ei. Svo segir bæjarstjórinn í lokinn að þetta sé ekkert nýtt á Bíldudal svona sé þetta búið að ganga í mörg ár. Hvað á hann við, að þá sé þetta allt í lagi að fólk missi vinnuna af því þetta er búið að gerast svo oft.

Það getur verið að þessar hræður sem þarna störfuðu skili ekki miklu útsvarstekjum í kassa sveitarfélagsins, en hann má ekki gleyma því að flestir sem störfuðu þarna er konur sem flestar eiga menn sem hafa unnið annars staðar, jafnvel dæmi að þeir hafi sótt vinnu út fyrir sveitarfélagið, en samt skilað útsvarstekjum til sveitarfélagsins því þeirra heimili hefur verið á Bíldudal. Því má kannski segja að sveitarfélagið hafi notið góðs af þessum hræðum þó tekjurnar hafi verið litlar.

Og ef það er rétt sem lesa má úr greininni að bæjarstjórinn sé búinn að missa trúna að nokkur skapaður hlutur geti þrifist á Bíldudal þá vil ég beina því til hans að hann beiti sér fyrir því við ríkisstjórnina að Bíldudalur verði hreinlega lagður niður og við þessar fáu hræður sem búum hérna ennþá fáum fjárhagslegan stuðning til að koma okkur suður.

Að lokum vil ég aðeins nefna hlut sem er kannski alveg óskyldur uppsögnunum hjá Stöpum en gæti verið gott innlegg til bæjarstjórans. Við landsbyggðarfólk viljum fá störf frá ríkinu út á land til þess að auka fjölbreytni hjá okkur í atvinnulífinu, þessu er ég algjörlega fylgjandi. En þegar komið er heim í hérað þá verða öll störf að vera á sama staðnum t.d. í Vesturbyggð er ekkert skrifstofustarf frá sveitarfélaginu annars staðar en á Patreksfirði, nýja Þróunarsetrið hvers vegna var það sett upp á Patreksfirði hver eru rökin, ferðamálafulltrúinn hvers vegna er hann staðsettur á Patreksfirði ekki t.d á Bíldudal, Barðaströnd, eða í Örlygshöfn. Hvernig getum við farið fram á að störf frá ríkinu sé flutt út á land þegar við getum ekki haft þroska sjálf til að deila okkar opinberu störfum ( störfum sveitarfélagsins) niður í öllu sveitarfélaginu, þetta á ekki eingöngu við í Vesturbyggð heldur er þetta svona nánast í öllum þessum sveitarfélögum sem hafa orðið til vegna sameininga.

Virðingarfyllst,
Jón Páll Jakobsson, Dalbraut 30, 465 Bíldudal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband