Öryrkjar

Mikið lifandis skelfing er ég orðinn þreyttur á að vera öryrki.  Ekki nóg með að nær hver einasti mánuður sé ein hörmungarsaga um hvernig maður eigi að draga fram lífið, heldur finnur maður alltaf betur og betur hvernig maður fjarlægist hið raunverulegt líf í þjóðfélaginu.  Okkur eru nánast allar bjargir bannaðar, við fáum ekki að vinna eins og annað fólk og á okkur er litið nánast eins og betlara í samfélaginu.  Félagsleg einangrun eykst sífellt, vinir og kunningjar glatast einn af öðrum og smátt og smátt fyllist maður af skömm og fer að skammast sín fyrir það eitt að vera til.  Það styttist í jólin, sem flestir hlakka til en við öryrkjar kvíðum fyrir, hvernig eigum við að getað gefið okkar börnum og barnabörnum jólagjafir án þess að fjárhagurinn fari í rúst.  Jólamatinn verðum við að betla hjá hjálparstofnunum og allt er þetta í sama stílnum.  Ég hef oft leitt hugann að því undanfarið hvort landlæknir geti ekki veitt manni leyfi til að láta taka sig af lífi, því ekki treystir maður sér til að gera það sjálfur.  Ég fæ í mig hroll í hvert skipti sem ég sé orðið auglýstar jólavörur sem ég veit að eru ætlaðar öðrum en mér.  Svo horfir maður á hið íslenska þjóðfélag þar sem allt er yfirfullt af peningum og ríkiskassinn svo troðinn að við liggi að hann spryngi.  Hvað ætla stjórnvöld að láta þetta ganga svona lengi að öryrkjar búi við verri kjör en fangar á Litla Hrauni?  Ef þetta á að vera svona óbreytt áfram er mín krafa sú, að ég geti fengið dauðasprautu á einhverjum spítala og þannig losnað úr þessum vítahring örvæntingar og kvíða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

skil þig alveg, ég er að upplifa hið sama......

Svanhildur Karlsdóttir, 4.11.2007 kl. 11:57

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Það er skelfileg staðreynd að öryrkjar og aldraðir lepja dauðann úr skel í bókstafnlegri merkingu. En hvernig er með Jóhönnu Sigurðardóttur, ætlar hún ekki að bæta tekjur þessara hópa?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 4.11.2007 kl. 12:47

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það vantaði ekki stóru orðin hjá henni Jóhönnu og fleirum fyrir kosningar en nú er talaðu um að þetta verði lagfært einhvern tíman á kjörtímabilinu.  Það er þó smá von því þessi málaflokkur á að flytjast í ráðuneyti Jóhönnu 1. janúar 2008.  Þetta er ágæt hugmynd Erlingur en eins og þú veist sjálfsagt eru öllum góðum hugmyndum í þessum málaflokki kastað í ruslafötuna því ekkert hefur mátt laga í þessu kerfi.

Jakob Falur Kristinsson, 4.11.2007 kl. 16:30

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þetta eru átakanleg orð og því miður er ég hræddur um að þetta sé það sem blasir við mörgu fólki. 

Eins og þú segir þá er slæmt að fjarlægjast hið raunverulega líf og hafa kannski lítið um að hugsa nema sína slæmu stöðu. Þeir sem eiga kost á að hjálpa öðrum, taka þátt í félagslífi eða fá einhverju smá vinnu ættu að reyna það og ættu að eiga rétt á því, til að fá lífsfyllingu. Hvort það eru öryrkjar að aðrir.

Takk fyrir að vekja máls á þessu. Þú kemur bara góðu til leiðar með því. 

Jón Halldór Guðmundsson, 4.11.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband