Skuldsett yfirtaka

Þetta fína orð skuldsett yfirtaka hefur verið notað talsvert mikið undanfarin ár og margir undrað sig á því hvernig hægt sé að græða mikla peninga á þessu fyrirbæri.  Þetta er í sjálfu sér mjög einfalt og er gert svona;

Fyrirtæki A er orðið mjög skuldugt t.d. 100 milljónir og viðskiptabanki þess farinn að hafa af því miklar áhyggjur, þá kemur hr. Jón og fer í bankann sinn og fær lánaðar 10 milljónir út á húseign sína og kaupir síðan fyrirtækið A með því að borga þessar 10 milljónir sem eigið fé og yfirtaka skuldir  90   milljónir og reglan er sú að nú lánar bankinn hr. Jóni 6 fallt eigið féð= 6x10= 60 milljónir sem Jón notar til að semja við lánadrottna og býðst til að greiða upp allar skuldir gegn 10% afslætti sem yfirleitt allir samþykkja, þar sem þeir töldu með réttu að ef fyrirtækið hefði farið á hausinn hefðu þeir ekki náð að fá svona mikið greitt.  Þá er fyrirtækið A komið á beinu brautina og orðið auðseljanlegt fyrir kr. 110 milljónir og hr. Jón fer í bankann og greiðir upp sínar skuldir sem eru 10+60= 70 milljónir og eftir söluna hefur hr. Jón eignast 110-70 = 40 milljónir.  Þá er farið í að kaupa fyrirtæki B fyrir 200 milljónir sem allt er í skuld og getur nú greitt út þessar nýfengnu 40 milljónir og farið í bankann og fengið lán samkvæmt reglunni 6x40 = 240 milljónir.  Nú er hr. Jón kominn í það sterka stöðu að hann þar ekki lengur að semja við þá aðila sem eiga peninga hjá B heldur tilkynnir einfaldlega að greitt verði 80% af skuldum fyrirtækisins og þeir sem ekki samþykki fái ekki neitt og auðvita samþykkja allir.  Nú greiðir hr. Jón lánadrottnum kr. 160 milljónir og þar sem búið er að endurskipuleggja fjárhaginn og eigið fé þess orðið 40+20 milljónir sem var afsláttur lánadrottna og er því í raun 60 milljónir er auðvelt að selja fyrirtæki B fyrir 240 milljónir eða sem nemur skuldunum við bankann því auðvita er næsti kaupandi einnig í þessum sama leik.  Nú á hr. Jón sínar 60 milljónir og tilbúinn í enn stærri viðskipti og fer að leita að fyrirtæki C og leikurinn heldur áfram.  Það eru þó nokkrir íslendingar sem búnir eru að græða mörg hundruð milljónir eða jafnvel nokkra milljarða með þessum hætti.  Það er bara að hafa kjarkinn til að byrja og kunna að spila þennan póker rétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Skuldsett yfirtaka er vinsæl meðal Baugsfeðga með Kaupþing í broddi fylkingar. Þannig keyptu þeir Hagkaupsveldið t.d. á sínum tíma. Annars er alls ekki alltaf um einhverjar miklar skuldir að ræða hjá því fyrirtæki að ræða sem keypt er með skuldsettri yfirtöku, síður en svo. Þannig er það bara stundum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.11.2007 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband