Iðnaðarráðherra

Mikill var nú lofsöngur Össurar Skarphéðinssona, iðnaðarráðherra í "Silfri Egils"í gær.  Hann minnti mig á lítið barn sem bíður spennt eftir að opna jólapakka, þegar hann var að lýsa allri hinni stórkostlegu útrás sem blasti við íslendingum í Suðaustur-Asíu.  Það var engu nær en að nýr heimur hefði opnast fyrir ráðherranum eftir heimsókn sína til Filippseyja.  Ekki vantaði alla möguleikana sem þarna væru og biðu eftir íslendingum og allan gróðann sem við ættum möguleika á ekki í milljónum talið heldur hundruðum milljarða.  Nú vantaði bara kjark og þor til að höndla þessa hamingju og auðvitað einhver slatta af peningum og ekki væri þetta eingöngu gróðasjónarmið, heldur gætu íslendingar fært íbúum þarna ómælda hamingju og lífsgæði.  Nú er það staðreynd að allri svona útrás fylgir mikil áhætta, það er ekki alltaf borðleggjandi að svona verkefni heppnist og ef þetta mistekst þá er hver milljarður fljótur að fara.  Bara ein borkola sem ekki skilar neinu kostar ekki undir milljarði.  Ég er þeirrar skoðunar að í svona verkefni eigi ekki að fara aðrir en þeir sem eru mjög fjárhagslega sterkir og geta þess vegna tekið mikla áhættu.  Ég tel þessi lofsöngur Össurar með öllu ábyrgðarlaus, því með svona tali er hann beinlínis að hvetja fyrirtæki eins og Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri slíka aðila til að ana af stað í verkefni þar sem allt er lagt undir og ekki fyrir séð hvernig úr verði bætt ef illa fer.  Ef þetta er rétt hjá Össuri að hægt sé að nýta jarðhita á þessu svæði sem sé meira en nýtt er í öllum heiminum í dag, þá liggur okkur ekkert á.  Við eigum ekki að æða í svona útrás nema að vel athuguðu máli og vanda okkur við hvert skref og síðan má bæta því við að óverjandi er að fyrirtæki í almannaeigu taki mikla áhættu, það verða fjármálamennirnir að gera.  Þetta er þeirra sérsvið að finna góð tækifæri erlendis og laða síðan að fjárfesta og taka stóra áhættu og fá síðan að sjálfsögðu hagnaðinn ef vel tekst til.  Þetta er í raun risavaxið LOTTÓog bara spurningin hver fær stóra vinninginn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæll. Ég hringi á morgun.

Níels A. Ársælsson., 6.11.2007 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband