L.Í.Ú.

L.Í.Ú.

 

 

 

 

 

 

 

Ég hef áður skrifað um hvernig lýðræðið virkar hjá LÍÚ og á myndinni má sjá viðbrögðin þegar stjórn LÍÚ bar upp þær tillögur sem skyldi samþykkja á síðasta aðalfundi.  Að vísu komu tvær tillögur frá félagsmanni Guðmundi Smára Guðmundssyni frá Grundarfirði.  Önnur var um að draga verulega úr loðnuveiðum og hin um að banna veiðar á síld og loðnu á grunnslóð með flotvörpu.  Þær voru báðar að sjálfsögðu felldar, enda ekki ættaðar frá stjórn og ekki hlotið blessun hennar.  En stjórnin kom með eftirfarandi tillögur:

1.  3ja og 4ja mílna línur verði endurskoðaðar.

2.  Skoðað verði að opna hólf til að auðvelda ýsu- karfa- og ufsaveiðar.

3.  Tilflutningur aflaheimilda verði stöðvaðar.

4.  Línuívilnun og byggðakvóti leggist af.

5.  Slægingarstuðull verði leiðréttur.

6.  Veiðigjald af öllum tegundum verði fellt niður.

7.  Björgunarþyrla verði staðsett út á landi.

8.  Hvalveiðiveiðum verði haldið áfram.

9.  Sömu kröfur verði gerðar til allra útgerða, hvað varðar kjara- og fiskverðsákvarðanir og öryggis- og réttindamál.

10. Jafnræðis gildir við framsal aflaheimilda.

Viðbrögðin við þessum tillögum má sjá á myndinni.  Ekki er í einni einustu tillögu nefnt ástand fiskistofna eða nauðsyn þess að auka þurfi starf Hafrannsóknarstofnunar eða rannsóknir yfir höfuð.  Tillögur 1. og 2. eru eingöngu til að leyfa fleiri og stærri togskipum nær landi en 12 mílur, og tillögur nr. 3.4. og 5. er eingöngu beint gegn smábátaflotanum og sama má líka segja um tillögur nr. 9. og 10.  En í dag er ekki leyft að flytja aflamark úr smábátakerfinu yfir í það stóra og er þetta gert til að stórútgerðin í landinu geti nú ekki líka gleypt allan smábátaflotann líka.  Þetta eru kölluð hagsmunasamtök en hverra hagsmuna eru þau að gæta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband