Suðurnes

Steinþór Jónsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum kom víða við í skýrslu sinni í morgun á aðalfundi sambandsins. Þar bar hæst brotthvarf varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli og sú uppbygging sem þar er komin í gang. Hann ræddi menntamálin á svæðinu og það samstarf sem þar er í gangi en hafði fá orð um hitaveitumálið þar sem það kom ekki inn á borð stjórnar SSS. Hann sagðist hins vegar telja að ný stjórn þurfi að endurskoða samstarfið frá grunni og jafnvel hætta því í núverandi mynd meðal annars í kjölfar frekari sameiningu sveitarfélaganna.

Það skynsamlegasta sem gert væri hér á svæðinu er að sameina öll sveitarfélög á Suðurnesjum og þá þar ekkert sérstakt samband um þeirra hagsmunamál (SSS).  Fyrst það getur gengið upp að sameina sveitarfélög víða úti á landi t.d. á Austfjörðum og Vestfjörðum, þar sem samgöngur eru oft erfiðar á milli byggðakjarnanna, ætti það að vera auðvelt hér á Suðurnesjum þar sem aðeins örfáir kílómetrar skilja sveitarfélögin að. 


mbl.is Samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum í uppnámi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju er það svona mikilvægt? Hafa ekki sveitarfélög eins og Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður staðið sig mjög vel án þess að sameinast? Minnir að Kópavogur hafi verið næstum jafn fjölmennur og Keflavík og Njarðvik þegar þessi sveitarfélög voru sameinuð, núna búa 26 þús. manns í Kópavogi, 13 í Reykjanesbæ. Árangurinn í Kopavogi er alveg til fyrirmyndar.

Mér finnst nú árangurinn á Vestfjörðum þrátt fyrir allar sameiningarnar þar ekki hafa verið mikill. Það er allt að koðna niður og deyja á þessum stöðum þar sem hefur verið sameinað. Getur ekki verið að sameiningar sveitarfélaga hafi minnst um árangur sveitarfélaganna að gera? Manni virðist sveitarfélög geta náð fínum árangri án þess að fara gegnum svoleiðis ferli.

Finnst stundum eins og þær framkvæmdir sem er verið að fara út í hjá Reykjanesbæ séu fjármagnaðar með peningum sem var búið að safna upp gegnum undanfarna áratugi. Verið að selja fasteignir og aðrar eignir s.s. Hitaveituna.

Johnn 10.11.2007 kl. 16:50

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það eru fleiri en John, Andri sem ættu að kynna sér málin aðeins betur.  Það er ekkert í samþykktum Hitaveitu Suðurnesja sem segir til um það að þ.ótt einhver sveitarfélög selji sinn hlut þá þurfi hin að selja líka.  Reykjanesbær seldi hluta af sinni eign í HS vegna samkomulags sem gert var við Geysir Green Energy þegar það félag keypti hlut ríkisins og verði af sameiningu Geysis Green og REI mun REI eiga meirihluta í HS.  Um þetta er búið að semja og verður ekki breytt úr þessu.  Það er alveg rétta fasteignir Reykjanesbæjar eru orðnar í sérstöku eignarhaldsfélagi og þótt Reykjanesbær eigi þar vissulega hlut, þá er meirihlutinn í eigu einkaaðila.

Jakob Falur Kristinsson, 11.11.2007 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband