Mótmæli

Málefni Hitaveitu Suðurnesja urðu strax í brennidepli á þrítugasta aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var í hátíðar sal Keilis á Keflavíkurflugvelli. Hannes Friðriksson íbúi í Reykjanesbæ afhenti Steinþóri Jónssyni, stjórnarformanni SSS, undarskriftalista með undirskriftum tæplega 5200 kjósenda á Suðurnesjum sem mótmæla því að Hitaveita Suðurnesja komist í hendur á einkaaðilum.

Er þetta ekki full seint á ferðinni því nú þegar eiga einkaaðilar stóran hlut í Hitaveitu Suðurnesja.  Ég veit ekki betur en að sá aðili sem stóð fyrir þessari undirskriftasöfnun sé flokksbundinn sjálfstæðismaður og harður stuðningsmaður við meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ.  Fólk verður að átta sig á því að þegar það kýs flokk til valda sem hefur það á sinni stefnuskrá að upphefja einkaframtakið þá þýðir lítið að væla þegar stefnunni er framfylgt.  Í Reykjanesbæ er talsvert skrýtið ástand, því bærinn á litlar sem engar fasteignir.  Skólar, íþróttamannvirki og flestar þær eignir sem eru nauðsynlegar í hverju bæjarfélagi eru í eigu ákveðins fasteignafélags sem bærinn á að vísu hlut í með einkaaðilum og leigir síðan aftur til að getað notað þessi mannvirki og skil ég ekki að miðað við þá stöðu að það breyti nokkru þótt einkaaðilar eignist í Hitaveitunni líka, eins og þeir hafa reyndar þegar gert.  Mótmæli 5.200 íbúa skipta þar engu máli, þessu verður ekki breytt meðan fólkið kýs stöðugt yfir sig stjórn sjálfstæðismanna og næsta tækifærið verður ekki fyrr en árið 2010, en ætli þessir 5.200 íbúar verði þá ekki búnir að gleyma þessu og merki einu sinni enn við X-D.


mbl.is Meirihluti kjósenda á Suðurnesjum skrifaði undir mótmælaskjal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband