Leikföng

Það mætti ætla að verulegur skortur hafi verið á leikföngum á Íslandi.  Í gær var opnuð ný stórverslun með leikföng og átti verslunun að opna kl: 11,00 en áður en opnað var hafði myndast löng biðröð fyrir utan verslunina og í sjónvarpsfréttum í gær var rætt við nokkra sem voru í biðröðinni og þeir spurðir hvort þetta væri nú ekki visst merki um að íslendingar væru haldnir kaupæði.  Flestir voru sammála því.  Síðan voru sýndar myndir af því þegar verslunin loksins opnaði og fólkið ruddist inn með látum og réðist á hillurnar og tók að moka leikföngum í innkaupakerrur.  Í gær var liðin nákvæmlega ein vika frá því að álíka risaverslun með leikföng var opnuð við Smáratorg í Kópavogi og þar var sama sagan örtröð í búðinni í nokkra daga og að sögn verslunarstjórans þar var slegið heimsmet í sölu hjá þeirri verslunarkeðju sem sú búð tilheyrir.  Allt seldist og varð að kalla út aukið starfsfólk til að hafa undan við að fylla í hillurnar í búðinni svo mikill kraftur var í innkaupum fólks.

En hvað ætlar svo fólk að gera við öll þessi leikföng?  Jú það eru víst að koma jól og því best að undirbúa sig nægjanlega vel fyrir allt gjafaflóðið sem þá dynur yfir.

 Þá verður þessu öllu pakkað inn í rándýran jólapappír og sett undir jólatré og á aðfangadagskvöld ráðast börnin á hauginn og rífa of spæna og heimilið verður eins og orrustuvöllur á eftir.  Börnin rífast síðan um hin nýju leikföng þar til allt liðið er farið að grenja og foreldrarnir skríða síðan dauðuppgefin í rúmið.  Eftir nokkrar vikur verða börnin svo orðin hundleið á nýju leikföngunum og öllu draslinu er þá safnað í ruslapoka og ekið með í Sorpu þar sem þetta er grafið og gleymt.  Svo koma afmæli með reglulegu millibili og þá er aftur hægt að fara í stóru leikfangabúðirnar og halda áfram að versla.

Í raun og veru höfða þessar verslanir miklu frekar til hinna fullorðnu en barna, því barnið ræður engu þegar inn í slíka verslun er komið, heldur eru það hinir fullorðnu sem taka völdin.  Ég hef lengi verið undrandi á því hvað stöðugt er að hægt að auka fjölda verslana á höfuðborgarsvæðinu, því allt virðist þetta ganga.  En þegar maður verður vitni að því hversu fólk getur orðið tryllt í innkaupum í leikfangaverslunum að undanförnu kemur manni ekkert á óvart lengur hvað varðar verslanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir hjá Toy r oys eða hvað hún nú heitir, sendu líka bækling út um allt land, með ÓSKALISTA til að fylla út.  Stubburinn minn fyllti hann út samviskusamlega og var alveg viss um að verslunin ætlaði að gefa honum eitthvað. Til hvers annars að senda út óskalista ?  Ekki sniðugt að mínu mati. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2007 kl. 15:23

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það varst þú Ásthildur, sem áttir að fylla út óskalistann en ekki barnið, því verslunin er fyrst og fremst að höfða til fullorðinna en ekki barna.  Þau eru algert auka atriði hjá þessum verslunum.

Jakob Falur Kristinsson, 11.11.2007 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband