Í slæmu skapi

Það hefur legið frekar illa á jarlinum í Seðlabankanum honum Davíð Oddssyni undanfarið.  Við síðustu tilkynningu um vaxtahækkun, gat hann ekki stillt sig að skammast aðeins út í fjármálaráðherra og forsætisráðherra og almennt um ástandið í landinu.  Hinar nýju leikfangaverslanir fengu líka sinn skammt og fólkið í þessu auma landi fékk sinn skammt.  Ég held að það sé rétt sem Guðmundur Ólafsson hagfræðingur sagði í "Silfri Egils" í dag, að harðasta stjórnarandstaðan í dag er rekinn úr Seðlabanka Íslands.  Á sínum tíma þegar Steingrímur Hermannsson var bankastjóri í Seðlabankanum varð honum eitt sinn það á að ræða opinberlega um stjórnmál.  Davíð Oddsson, sem þá var forsætisráðherra brást hin versti við og sagði að seðlabankastjóri væri embættismaður og honum kæmi akkúrat ekkert við nein stjórnmál og gaf í skin að ef Steingrímur hætti þessu ekki yrði hann bara rekinn.  Eiga einhver önnur lögmál að gilda um embættismanninn Davíð Oddsson en áttu að gilda um aðra sem voru á undan honum.  Svo vitnað sé í orð forsætisráðherrans Davíðs Oddssonar, þá kemur seðlabankastjóranum akkúrat ekkert við nein stjórnmál og ætti að hafa vit á því að þegja og nota tíma sinn í að vinna þau störf sem hann fær greitt fyrir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Davíð Oddsson er sá sem mest hryðjuverk hefur unnið í Íslensku efnahagslífi og það sem er merkilegast að hann virðist geta óátalið, tekið ríkisstjórnina og "tuktað" hana til eins og einhverja "götustráka" og óþekktarorma og svo labbar hann inn á skrifstofu og hækkar stýrivextina eins og ekkert sé sjálfsagðara.  Ég er svo sammála öllu sem þú segir í þessari grein og þetta sýnir bara að Davíð leyfir sér alltof mikið og kemst upp með alltof mikið, eins og þú segir; GILDA ÖNNUR LÖGMÁL UM HANN?

Jóhann Elíasson, 11.11.2007 kl. 16:44

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já þú segir nokkuð Jakob. Davíð hefur alltaf farið sínar leiðir með "geðveikri" frekju og trúlega verður ekkert lát á því fyrr en hann er allur. Það eru fleirri gamlir sjáfstæðismenn sem haga sér jafn kjánalega eins og til dæmis Sverrir nokkur Hermannsson.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 11.11.2007 kl. 16:47

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það hljóta allir að vera sammála þessu áliti þínu og raunar Davíðs sjálfs. Ég óttast bara að hann gæti orðið enn skaðlegri ef hann væri ekki þarna, helvítskur...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.11.2007 kl. 22:18

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það hlýtur nú samt að vera einhver leið að þagga niður í manninum og sennilega er það rétt hjá þér Hafsteinn að kannski er hann best geymdur þar sem hann er.  En þá þarf líka að passa vel að hann sleppi ekki út.

Jakob Falur Kristinsson, 11.11.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband