Mannamál

Í þættinum "Mannamál" í kvöld fékk Sigmundur Rúnar til sín tvo ráðherra, þá Árna Matthíesen og Björgvin G. Sigurðsson og ræddu þeir um efnahagsmál.  Ég verð nú að segja fyrir mig að eftir þáttinn áttaði ég mig á því að ég hafði ekki skilið neitt hvað þessir ágætu menn voru að segja, nema að báðir töldu nýlega hækkun stýrivaxta af hinu góða.  Og af hverju?  Jú eins og Árni sagði kom hún öllum á óvart og þess vegna væri líklegt að hún hefði áhrif.  Þetta er mikil speki hjá Árna, auðvitað hefur stýrivaxtahækkun áhrif á þann veg að allir verða að borga hærri vexti og það er einmitt það sem fólk og fyrirtæki eru nú að kvarta undan og svona hækkun kemur alltaf á óvart.  Síðan kom mikil lofræða um hvað allt yrði gott og fínt þegar verðbólgan færi niður og verðtryggingin á lánunum yrði svo lítil að enginn tæki eftir því.  Þá yrði sko gaman að lifa enginn vandi að kaupa íbúðir bæði yrðu þær svo ódýrar og lánin hagstæð.  Síðan ræddu þeir félagar um nauðsyn þess að kæla hagkerfið í landinu sem ég gat ekki betur skilið að væri eins og gufuketill sem væri við það að springa slík væri þenslan í þjóðfélaginu og komið að skuldadögum.  Niðurstaða mín eftir að hafa hlustað á ráðherrana tvo var sú að ríkisstjórnin ætlar að spila einskonar rúllettu og svo verður bara að ráðast hjá hverjum kúlan lendir og sá aðili verður að gjöra svo vel að borga.  Ég spyr nú bara hreinlega eru þessir menn ekki í ríkisstjórn Íslands?  Eða eru þetta pókerspilarar frá Las Vegas?  Hvílíkt andskotans rugl og kjaftæði sem hægt er að láta flæða yfir blásaklausa þjóðina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já þú segir nokkuð, ég er ekki með stöð tvö þannig að ég sá þetta ekki. Ég sá einhverntímann þennan þátt og mér fannst hann lélegur, hálfgerður "glansþáttur".

Sigmundur er góður fréttamðaur ef hann fær að ráða en þarna er einhver sem segir honum að halda að sér höndum.

Stjórnmálamenn hafa þann háttinn á að tala niður til okkar, telja okkur trú um að við vitum ekkert, það séu þeir sem viti hvað er að gerast og við eigum að hlusta.

Ég hef nú aldrei haft trú á Árna, en er að vona að Björgvin geri góða hluti. Hann hefur alla vegana sýnt smávegis í þá átt.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 11.11.2007 kl. 23:29

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það var ótrúlegt að horfa á þennan þátt, maður veltir fyrir sér hvort það hefði heyrst "tómahljóð" ef þessir tveir menn hefðu verið slegnir í hausinn, eða jafnvel "hringl", svo voru þessir menn úti á þekju og þó var "dýralæknirinn sýnu verri og dettur manni í hug að hann viti ekki neitt jafnvel um dýralækningar, hann hafi bara hætt að fylgjast með í tímum þegar búið var að fara yfir "hrossalækningar".  Það eina sem kom fram, fannst mér og við vissum náttúrulega fyrir, var að ESB-umræðan í Samfylkingunni fer alveg rosalega í taugarnar á Sjálfstæðismönnum.  Þessi þáttur jók EKKI þá trú mína að efnahagslíf þjóðarinnar væri í góðum höndum.

Jóhann Elíasson, 12.11.2007 kl. 10:21

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þessi þáttur er sendur út óruglaður í opinni dagskrá á hverju sunnudagskvöldi.  Þannig að þú getur alveg horft á þessa vitleysu ef þú vilt, Guðrún Þóra.  Ég er algerlega sammála þér Jóhannes að stjórn efnahagsmála á Íslandi eru í höndum manna sem ekkert vita hvað þeir eigi að gera og gera þar af leiðandi eintóma vitleysu.

Jakob Falur Kristinsson, 12.11.2007 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband