Níðstöng

 

Umhverfisverndarsamtökin Björgum Íslandi eða Saving Iceland reistu í gær níðstöng á Austurvelli og settu hana upp við styttu Jóns Sigurðssonar og beindu gegn Alþingishúsinu. Stöngin er með hauskúpu af hrossi og virðist hafa verið gerð í anda heiðinna manna var reist til að mótmæla gangsetningu Kárahnjúkavirkjunar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjarlægði gripinn skömmu eftir hádegi í gær.

Er virkilega verið að mótmæla gangsetningu Kárahnjúkavirkjunar.  Hvað hélt þetta aumingja fólk að yrði gert þegar búið yrði að byggja þessa virkjun?  Var það virkilega svo heimskt að halda að fyrst virkjunin var reist á annað borð að hún yrði aldrei gangsett eða jafnvel rifinn aftur og sett á safn?  Hvað vill þetta fólk eiginlega gera við þessa virkjun?  Það væri nú til að kóróna alla vitleysuna og fjárausturinn ef hætt yrði við að nýta þetta mikla mannvirki.


mbl.is Níðstöng reis á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar var níðstönginni beint gegn stóriðjustefnunni sem slíkri, eins og kom fram í fréttatilkynningu sem enginn fjölmiðill á Íslandi sá ástæðu til að birta. Vonandi verður skaðinn af Kárahnjúkavirkjun nógu mikill til að bjarga Þjórsá og Langasjó, því mikið tap og hörmungar er greinilega það eina sem hugsanlega getur sannfært stjórnvöld til að endurskoða yfirgangsstefnu sína gagnvart náttúrunni.

Eva Hauksdóttir 12.11.2007 kl. 15:19

2 identicon

...sannfært stjórnvöld um að ástæða sé til að... vildi ég sagt hafa.

Eva Hauksdóttir 12.11.2007 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband