Miklar breytingar í hafinu

Í erindi sem Ólafur S, Ásgeirsson aðstoðarforstjóri Hafrannsóknarstofnunar flutti í síðustu viku, segir hann að nú sé hlýindaskeið í sjónum umhverfis Ísland svipað og var á hlýju árunum 1925 til 1945 og þetta ástand hefði varað undanfarin áratug.  Þetta á ekki bara við Ísland, heldur er ástandið svipað um allt Norður-Atlandshaf sem hefur orsakað að útbreiðsla og stofnstærð hina ýmsu fiska hefur tekið miklum breytingum.  Fiskurinn er alltaf að leita norðar því að á jaðarsvæði heitra og kaldra sjógerða eru kjöraðstæður fyrir flestar fisktegundir og lífríki hafsins í mestum blóma.

Veðurfarið í sjónum hefur verið sveiflukennt síðustu hundrað árin.  Kuldaskeið var ríkjandi við Ísland á árunum um og eftir 1900 en eftir það fór að hlýna.  Á árunum 1924 til 1964 var hlýindaskeið, sérstaklega voru árin 1925-1945 hlý.  Á árunum 1965 til 1971 tók við kaldara tími og í kjölfarið fylgdi breytilegt skeið á árunum 1972-1995.  Árið 1996 hófst hlýindaskeið sem enn varir og enginn veit nákvæmlega hvað muni vara lengi.

Hlýindaskeiðin höfðu gífurleg áhrif á fiskistofna við Ísland til hins betra svo og allt vistkerfi hafsins á sama hátt höfðu kuldaskeiðin neikvæð áhrif, sem fyrst og fremst kom fram í minni frumframleiðni, hruni átustofna og loks hrun síldarstofna.  Útreikningar sýna að magn átu er allt að því helmingi meira í hlýjum árum en köldum.  Kalda tímabilið um miðjan sjöunda áratuginn olli nær hruni í átustofninum og það var ekki fyrr en á tíunda áratugnum sem átustofninn hafði náð fyrri stærð.  Ólafur telur að svo virðist vera að um tíu ára sveifla sé í átustofninum.

Fram kom einnig í máli Ólafs að frumframleiðni væri meiri í Atlantssjónum en Pólssjónum og Svalsjónum.  Hann sagði að lífmassinn í sjónum ykist með hækkandi hitastigi.  Aukið innflæði Atlantssjávar stuðlaði þannig að meira framboði næringarefna og blöndun sem leiðir til aukinnar frumframleiðni.  Aukin frumframleiðni leiðir einnig til þess að dýrasvif fær aukna fæðu.  Ekki telur Ólafur að þessi hlýnun núna tengist hinni hnattrænu hlýnun nema að litlu leiti.  Því þessar breytingar væru miklu meiri og sneggri en hin hnattræna hlýnun sem spáð hefur verið.

Ólafur lagði áherslu á það að lokum að mjög mikið skorti á þekkingu okkar á samspili veðurfars og lífríkissjávar væri nægjanlegt.  Því þyrfti að efla rannsóknir.  Á tímum breytinga væri reglubundin vöktun sérstaklega mikilvæg.  Niðurstaðan í erindi Ólafs var sú að miklar sviptingar hefðu orðið í veðurfari í sjónum á ákveðnu tímabili.  Þessar sviptingar hefðu haft mikil áhrif á öll þrep í lífríkinu.

Hvað er Ólafur að segja okkur með þessu?  Jú það er staðreynd að sl. hundrað ár hafa skipst á hlý og köld tímabil í sjónum og á hlýindaskeiðum leita fiskistofnar norðar í hafinu að hinu svokallaða jaðarsvæði heitra og kaldra sjógerða.  Er ekki niðurstaðan einmitt sú að veiðar okkar hafa í raun sáralítil áhrif á vistkerfi sjávar og 20 ára stjórnun okkar til að byggja upp fiskistofna er tómt rugl.  Nú stendur yfir eitt af svokölluðu hlýinda tímabilum og ættu þá öll skilyrði í hafinu að vera með besta móti.  Getur ekki verið að vegna hlýnunar sjávar að okkar þorskstofn sé einfaldlega kominn langt norður í höf og verði þar nýttur af öðrum þjóðum?

Eins og fram kemur hjá Ólafi er mikill skortur á þekkingu á því af hverjum hitastig sjávar tekur þessar reglulega þessar sveiflur og bendir á nauðsyn þess að auka rannsóknir á því sviði.  Ég hlýt að spyrja hversvegna í ósköpunum er ekki lögð meiri áhersla á þann þátt í rannsóknum í stað þess að nú var Árni Friðriksson RE-200 að fara í leiðangur til að leita loðnu en ekki í hafrannsóknir?

Það er einnig athyglisvert að svo virðist að hið fræga hrun síldarstofnsins á sínum tíma hafi ekki verið vegna veiðanna heldur hafi þar ráðið mestu kuldaskeiði 1965-1971 og ætla síðan að halda því fram að síldin sé komin aftur vegna aðgerða mannanna í friðunarmálum virðist líka vera röng, því síldarstofninn fer að ná sér verulega á strik þegar núverandi hlýindaskeið byrjar og sem stendur enn, enda síldarstofninn stöðugt að vaxa.  Það eru ekki mjög gáfaðir menn sem telja að við getum stjórnað náttúrunni þegar við blasir að sagan segir okkur allt annað.

Það sem nú á að gera er að leggja niður kvótakerfið og auka okkar fiskveiðar á meðan skilyrði í hafinu eru svona hagstæð og breyta Hafrannsóknarstofnun úr því að vera varðhundur kvótakerfisins í raunverulega rannsóknarstofnun og ekki spara fjármagn til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband